Innlent

Of margir far­þegar og tvö börn ekki í belti

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt.
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í nótt bíl í hverfi 108 í Reykjavík þar sem of margir farþegar voru í bílnum. Auk þess voru tvö börn í bílnum ekki í bílbelti.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu, en málið var skráð klukkan 2:20 í nótt. Segir ennfremur að málið hafi verið afgreitt á vettvangi.

Stærstur fjöldi verkefna lögreglu í gærkvöldi og í nótt sneru annars að ökumönnum sem voru stöðvaðir vegna gruns um akstur áhrifum áfengis eða fíkniefna.

Upp úr klukkan 19 í gærkvöldi var tilkynnt um umferðarslys í hverfi 108 þar sem árekstur varð milli bíls og vespu. Urðu ökumaður og varþegi vespunnar fyrir minniháttar meiðslum.

Slys við Hafravatn

Líkt og greint var frá í gær var tilkynnt um slys við Hafravatn í gærkvöldi þar sem barn hafði fallið út úr kajak.

Á Facebook-síðu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segir að stúlkan hafi verið á námskeiði og rekið frá hópnum vegna vinds og fallið svo útbyrðis.

„Slökkviliðið sendi töluverðan útbúnað á staðinn en það fór bátur frá Tunguhálsi, tveir sjúkrabílar og kafarar úr Skógarhlíð.

Það vildi svo heppilega til að slökkviliðsmaður frá SHS var á staðnum og fékk hann flotgalla frá starfsmanni og syndi út til stúlkunar sem var komin töluverða vegalengd frá landi.

Slökkviliðsmenn sem komu á staðinn fóru svo á móti þeim og

gekk þetta mjög vel. Stúlkan var svo flutt á barnaspítala til skoðunar en hún var orðin ansi köld eftir volkið,“ segir í færslunni.


Tengdar fréttir

Tíu ára stúlka féll útbyrðis úr kajak á Hafravatni

Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í kvöld vegna tíu ára gamallar stúlku sem féll úr kajak í Hafravatn. Fólki á staðnum tókst að komast að stúlkunni á bátum og koma henni á þurrt land.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×