Dæmdur fyrir að stinga mann í bakið og bíta og hóta lögreglumanni lífláti Atli Ísleifsson skrifar 18. maí 2022 07:50 Dómari taldi ekki að um neyðarvörn hafi verið að ræða. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann í átján mánaða fangelsi meðal annars fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa stungið mann í bakið með borðhníf og sömuleiðis fyrir að hafa bitið og hótað lögreglumanni lífláti. Dómur féll í málinu fyrr í mánuðinum en var hann birtur í gær. Fullnustu fimmtán mánaða af refsingunni er frestað og mun hún niður falla, haldi maðurinn almennt skilorð. Maðurinn er jafnframt dæmdur til að greiða þeim sem fyrir líkamsárásinni varð 600 þúsund krónur í miskabætur. Í dómnum segir að maðurinn hafi ráðist á annan mann á heimili í október 2020 og stungið hann með borðhníf í bakið með þeim afleiðingum að sá hlaut fimm sentimetra djúpan skurð. Sagði ákærði að um neyðarvörn hafi verið að ræða þar sem hann hafi verið hræddur við þann sem fyrir árásinni varð. Dómari taldi hins vegar að ákærði hafi átt aðra kosti en að grípa til hnífsins í umrætt sinn, meðal þar sem á staðnum hafi verið þriðji maður til hefði getað komið honum til aðstoðar ef þörf var á. Einnig segir að framburður allra beri þess merki að þeir muni ekki atvik skýrt vegna neyslu áfengis og fíkniefna. „Ég brýt á þér puttann“ Annar ákæruliður sneri að því að maðurinn hafi í júlí 2021 bitið lögreglumann í sköflunginn þegar verið var að færa hann í lögreglubíl. Í október sama ár hafi ákærði svo, þegar hann var í fangaklefa á lögreglustöðinni á Hverfisgötu, hótað lögreglumanni lífláti með orðunum: „ég brýt á þér puttann, ég brýt á þér puttann“ og svo tekið um fingur lögreglumannsins og snúið upp á hann. Skömmu síðar hótaði hann svo lögreglumanni því að hann myndi hrækja í andlit hennar og sagt við hana „haltu fokking kjafti pussan þín, ég fokking drep þig, ég finn hvar þú átt heima og ég fokking drep þig og ég er ekki að djóka.“ Réðst á menn í söluturni Enn einn ákæruliðurinn sneri svo að líkamsárás sem maðurinn framkvæmdi í júlí 2020 þar sem hann veittist að tveimur mönnum þar sem þeir sátu við borð í söluturni í Reykjavík, tók annan þeirra kverkataki með annari hendinni og sló hinn í andlitið. Sömuleiðis var hann dæmdur fyrir fíkniefnabrot sem sneri að vörslu á fíkniefnum. Auk fangelsisrefsingarinnar var maðurinn dæmdur til að greiða skipuðum verjanda sínum rúmlega 1,1 milljón króna í málsvarnarlaun. Þá voru fíkniefni gerð upptæk, sem og borðhnífurinn sem maðurinn notaðist við í árásinni í október 2020. Dómsmál Lögreglan Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Dómur féll í málinu fyrr í mánuðinum en var hann birtur í gær. Fullnustu fimmtán mánaða af refsingunni er frestað og mun hún niður falla, haldi maðurinn almennt skilorð. Maðurinn er jafnframt dæmdur til að greiða þeim sem fyrir líkamsárásinni varð 600 þúsund krónur í miskabætur. Í dómnum segir að maðurinn hafi ráðist á annan mann á heimili í október 2020 og stungið hann með borðhníf í bakið með þeim afleiðingum að sá hlaut fimm sentimetra djúpan skurð. Sagði ákærði að um neyðarvörn hafi verið að ræða þar sem hann hafi verið hræddur við þann sem fyrir árásinni varð. Dómari taldi hins vegar að ákærði hafi átt aðra kosti en að grípa til hnífsins í umrætt sinn, meðal þar sem á staðnum hafi verið þriðji maður til hefði getað komið honum til aðstoðar ef þörf var á. Einnig segir að framburður allra beri þess merki að þeir muni ekki atvik skýrt vegna neyslu áfengis og fíkniefna. „Ég brýt á þér puttann“ Annar ákæruliður sneri að því að maðurinn hafi í júlí 2021 bitið lögreglumann í sköflunginn þegar verið var að færa hann í lögreglubíl. Í október sama ár hafi ákærði svo, þegar hann var í fangaklefa á lögreglustöðinni á Hverfisgötu, hótað lögreglumanni lífláti með orðunum: „ég brýt á þér puttann, ég brýt á þér puttann“ og svo tekið um fingur lögreglumannsins og snúið upp á hann. Skömmu síðar hótaði hann svo lögreglumanni því að hann myndi hrækja í andlit hennar og sagt við hana „haltu fokking kjafti pussan þín, ég fokking drep þig, ég finn hvar þú átt heima og ég fokking drep þig og ég er ekki að djóka.“ Réðst á menn í söluturni Enn einn ákæruliðurinn sneri svo að líkamsárás sem maðurinn framkvæmdi í júlí 2020 þar sem hann veittist að tveimur mönnum þar sem þeir sátu við borð í söluturni í Reykjavík, tók annan þeirra kverkataki með annari hendinni og sló hinn í andlitið. Sömuleiðis var hann dæmdur fyrir fíkniefnabrot sem sneri að vörslu á fíkniefnum. Auk fangelsisrefsingarinnar var maðurinn dæmdur til að greiða skipuðum verjanda sínum rúmlega 1,1 milljón króna í málsvarnarlaun. Þá voru fíkniefni gerð upptæk, sem og borðhnífurinn sem maðurinn notaðist við í árásinni í október 2020.
Dómsmál Lögreglan Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira