Dæmdur fyrir að stinga mann í bakið og bíta og hóta lögreglumanni lífláti Atli Ísleifsson skrifar 18. maí 2022 07:50 Dómari taldi ekki að um neyðarvörn hafi verið að ræða. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann í átján mánaða fangelsi meðal annars fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa stungið mann í bakið með borðhníf og sömuleiðis fyrir að hafa bitið og hótað lögreglumanni lífláti. Dómur féll í málinu fyrr í mánuðinum en var hann birtur í gær. Fullnustu fimmtán mánaða af refsingunni er frestað og mun hún niður falla, haldi maðurinn almennt skilorð. Maðurinn er jafnframt dæmdur til að greiða þeim sem fyrir líkamsárásinni varð 600 þúsund krónur í miskabætur. Í dómnum segir að maðurinn hafi ráðist á annan mann á heimili í október 2020 og stungið hann með borðhníf í bakið með þeim afleiðingum að sá hlaut fimm sentimetra djúpan skurð. Sagði ákærði að um neyðarvörn hafi verið að ræða þar sem hann hafi verið hræddur við þann sem fyrir árásinni varð. Dómari taldi hins vegar að ákærði hafi átt aðra kosti en að grípa til hnífsins í umrætt sinn, meðal þar sem á staðnum hafi verið þriðji maður til hefði getað komið honum til aðstoðar ef þörf var á. Einnig segir að framburður allra beri þess merki að þeir muni ekki atvik skýrt vegna neyslu áfengis og fíkniefna. „Ég brýt á þér puttann“ Annar ákæruliður sneri að því að maðurinn hafi í júlí 2021 bitið lögreglumann í sköflunginn þegar verið var að færa hann í lögreglubíl. Í október sama ár hafi ákærði svo, þegar hann var í fangaklefa á lögreglustöðinni á Hverfisgötu, hótað lögreglumanni lífláti með orðunum: „ég brýt á þér puttann, ég brýt á þér puttann“ og svo tekið um fingur lögreglumannsins og snúið upp á hann. Skömmu síðar hótaði hann svo lögreglumanni því að hann myndi hrækja í andlit hennar og sagt við hana „haltu fokking kjafti pussan þín, ég fokking drep þig, ég finn hvar þú átt heima og ég fokking drep þig og ég er ekki að djóka.“ Réðst á menn í söluturni Enn einn ákæruliðurinn sneri svo að líkamsárás sem maðurinn framkvæmdi í júlí 2020 þar sem hann veittist að tveimur mönnum þar sem þeir sátu við borð í söluturni í Reykjavík, tók annan þeirra kverkataki með annari hendinni og sló hinn í andlitið. Sömuleiðis var hann dæmdur fyrir fíkniefnabrot sem sneri að vörslu á fíkniefnum. Auk fangelsisrefsingarinnar var maðurinn dæmdur til að greiða skipuðum verjanda sínum rúmlega 1,1 milljón króna í málsvarnarlaun. Þá voru fíkniefni gerð upptæk, sem og borðhnífurinn sem maðurinn notaðist við í árásinni í október 2020. Dómsmál Lögreglan Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Dómur féll í málinu fyrr í mánuðinum en var hann birtur í gær. Fullnustu fimmtán mánaða af refsingunni er frestað og mun hún niður falla, haldi maðurinn almennt skilorð. Maðurinn er jafnframt dæmdur til að greiða þeim sem fyrir líkamsárásinni varð 600 þúsund krónur í miskabætur. Í dómnum segir að maðurinn hafi ráðist á annan mann á heimili í október 2020 og stungið hann með borðhníf í bakið með þeim afleiðingum að sá hlaut fimm sentimetra djúpan skurð. Sagði ákærði að um neyðarvörn hafi verið að ræða þar sem hann hafi verið hræddur við þann sem fyrir árásinni varð. Dómari taldi hins vegar að ákærði hafi átt aðra kosti en að grípa til hnífsins í umrætt sinn, meðal þar sem á staðnum hafi verið þriðji maður til hefði getað komið honum til aðstoðar ef þörf var á. Einnig segir að framburður allra beri þess merki að þeir muni ekki atvik skýrt vegna neyslu áfengis og fíkniefna. „Ég brýt á þér puttann“ Annar ákæruliður sneri að því að maðurinn hafi í júlí 2021 bitið lögreglumann í sköflunginn þegar verið var að færa hann í lögreglubíl. Í október sama ár hafi ákærði svo, þegar hann var í fangaklefa á lögreglustöðinni á Hverfisgötu, hótað lögreglumanni lífláti með orðunum: „ég brýt á þér puttann, ég brýt á þér puttann“ og svo tekið um fingur lögreglumannsins og snúið upp á hann. Skömmu síðar hótaði hann svo lögreglumanni því að hann myndi hrækja í andlit hennar og sagt við hana „haltu fokking kjafti pussan þín, ég fokking drep þig, ég finn hvar þú átt heima og ég fokking drep þig og ég er ekki að djóka.“ Réðst á menn í söluturni Enn einn ákæruliðurinn sneri svo að líkamsárás sem maðurinn framkvæmdi í júlí 2020 þar sem hann veittist að tveimur mönnum þar sem þeir sátu við borð í söluturni í Reykjavík, tók annan þeirra kverkataki með annari hendinni og sló hinn í andlitið. Sömuleiðis var hann dæmdur fyrir fíkniefnabrot sem sneri að vörslu á fíkniefnum. Auk fangelsisrefsingarinnar var maðurinn dæmdur til að greiða skipuðum verjanda sínum rúmlega 1,1 milljón króna í málsvarnarlaun. Þá voru fíkniefni gerð upptæk, sem og borðhnífurinn sem maðurinn notaðist við í árásinni í október 2020.
Dómsmál Lögreglan Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira