Flóttamenn frá öðrum löndum en Úkraínu upplifa mismunun Snorri Másson skrifar 17. maí 2022 23:01 Óánægja ríkir á meðal flóttamanna og starfsfólks innan kerfisins með það sem lýst er sem mismunun íslenskra stjórnvalda á flóttafólki. Talsmaður Rauða krossins gagnrýnir að úkraínskum börnum sé gert hærra undir höfði en öðrum með beinum fjárhagslegum stuðningi. Ráðherra segir að verið sé að taka sérstaklega utan um Úkraínumenn núna. Í kringum eitt þúsund úkraínskir flóttamenn hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi frá áramótum, flestir þeirra að flýja hörmulegar aðstæður í heimalandi sínu. Íslensk stjórnvöld einsettu sér frá upphafi að taka vel á móti þeim. „Úkraínufólk hefur fengið ákaflega móttökur hér á Íslandi af hálfu stjórnvalda og það er bara frábært. Hins vegar hefur borið á því að flóttafólk frá öðrum uppruna heldur en Úkraínu finnist því vera mismunað. Stundum er það einhver misskilningur og stundum ekki. Þannig að það þarf að laga,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins. Atli Viðar Thorstensen er sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins.Vísir/Arnar Úkraínumenn fá sjálfkrafa vernd þegar þeir koma hingað til lands og því fylgja viss réttindi. Nú síðast var líka sagt frá því að ríkið myndi greiða 200 þúsund krónur með hverju úkraínsku barni til sveitarfélagsins þar sem fjölskylda þess hefði búsetu. Þetta gildir aðeins um úkraínsk börn. „Þetta kom okkur satt að segja svolítið á óvart. Við höfum ekki rætt þetta við ráðherra beint en við munum falast eftir frekari útskýringum á þessu en það er kannski erfitt að sjá málefnalegan rökstuðning á því að flóttafólki af ákveðnum uppruna sé gert hærra undir höfði en öðrum,“ segir Atli. Börn eru alltaf börn Menntamálaráðherra kveðst í samtali við fréttastofu vilja nýta velvilja í samfélaginu gagnvart flóttafólki til að bæta kerfið í heild. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Í kringum 1.000 úkraínskir flóttamenn hafa sótt um vernd á Íslandi frá áramótum, en samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru aðrir flóttamenn, og starfsfólk innan þess kerfis, óánægðir með að úkraínskum flóttamönnum sé gert hærra undir höfði en öðrum.Vísir/Vilhelm En þér finnst ekki verið að mismuna með þessu bara til úkraínskra barna? „Við erum að taka sérstaklega utan um þetta verkefni núna vegna þess að sveitarfélögin bjuggust við því að það kæmi gríðarlegur hópur úkraínskra flóttamanna og það var ákall eftir því að við kæmum inn í það með einhverjum hætti. Það erum við að gera núna. Ég held að það sé tækifæri til að gera enn betur gagnvart börnum af erlendum uppruna og það er algerlega hárrétt að við verðum að gæta þess að börn eru alltaf börn, sama hvort þau koma frá Úkraínu eða annars staðar frá,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Umsóknir um alþjóðlega vernd aldrei verið fleiri Íslenska ríki hefur aldrei tekið á móti fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd, en þeir eru 1.508 það sem af er ári. Þá hefur ríkið tekið á móti 979 flóttamönnum frá Úkraínu en húsnæðisskortur virðist ætla að verða mikil áskorun. 13. maí 2022 12:00 Íslendingar senda milljarð í mannúðar- og efnahagsaðstoð til Úkraínu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti í dag að Ísland muni auka framlag sitt til mannúðarmála og efnahagsaðstoðar til Úkraínu. Framlagið nemi nú samtals einum milljarði króna. 5. maí 2022 20:01 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Í kringum eitt þúsund úkraínskir flóttamenn hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi frá áramótum, flestir þeirra að flýja hörmulegar aðstæður í heimalandi sínu. Íslensk stjórnvöld einsettu sér frá upphafi að taka vel á móti þeim. „Úkraínufólk hefur fengið ákaflega móttökur hér á Íslandi af hálfu stjórnvalda og það er bara frábært. Hins vegar hefur borið á því að flóttafólk frá öðrum uppruna heldur en Úkraínu finnist því vera mismunað. Stundum er það einhver misskilningur og stundum ekki. Þannig að það þarf að laga,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins. Atli Viðar Thorstensen er sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins.Vísir/Arnar Úkraínumenn fá sjálfkrafa vernd þegar þeir koma hingað til lands og því fylgja viss réttindi. Nú síðast var líka sagt frá því að ríkið myndi greiða 200 þúsund krónur með hverju úkraínsku barni til sveitarfélagsins þar sem fjölskylda þess hefði búsetu. Þetta gildir aðeins um úkraínsk börn. „Þetta kom okkur satt að segja svolítið á óvart. Við höfum ekki rætt þetta við ráðherra beint en við munum falast eftir frekari útskýringum á þessu en það er kannski erfitt að sjá málefnalegan rökstuðning á því að flóttafólki af ákveðnum uppruna sé gert hærra undir höfði en öðrum,“ segir Atli. Börn eru alltaf börn Menntamálaráðherra kveðst í samtali við fréttastofu vilja nýta velvilja í samfélaginu gagnvart flóttafólki til að bæta kerfið í heild. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Í kringum 1.000 úkraínskir flóttamenn hafa sótt um vernd á Íslandi frá áramótum, en samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru aðrir flóttamenn, og starfsfólk innan þess kerfis, óánægðir með að úkraínskum flóttamönnum sé gert hærra undir höfði en öðrum.Vísir/Vilhelm En þér finnst ekki verið að mismuna með þessu bara til úkraínskra barna? „Við erum að taka sérstaklega utan um þetta verkefni núna vegna þess að sveitarfélögin bjuggust við því að það kæmi gríðarlegur hópur úkraínskra flóttamanna og það var ákall eftir því að við kæmum inn í það með einhverjum hætti. Það erum við að gera núna. Ég held að það sé tækifæri til að gera enn betur gagnvart börnum af erlendum uppruna og það er algerlega hárrétt að við verðum að gæta þess að börn eru alltaf börn, sama hvort þau koma frá Úkraínu eða annars staðar frá,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Umsóknir um alþjóðlega vernd aldrei verið fleiri Íslenska ríki hefur aldrei tekið á móti fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd, en þeir eru 1.508 það sem af er ári. Þá hefur ríkið tekið á móti 979 flóttamönnum frá Úkraínu en húsnæðisskortur virðist ætla að verða mikil áskorun. 13. maí 2022 12:00 Íslendingar senda milljarð í mannúðar- og efnahagsaðstoð til Úkraínu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti í dag að Ísland muni auka framlag sitt til mannúðarmála og efnahagsaðstoðar til Úkraínu. Framlagið nemi nú samtals einum milljarði króna. 5. maí 2022 20:01 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Umsóknir um alþjóðlega vernd aldrei verið fleiri Íslenska ríki hefur aldrei tekið á móti fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd, en þeir eru 1.508 það sem af er ári. Þá hefur ríkið tekið á móti 979 flóttamönnum frá Úkraínu en húsnæðisskortur virðist ætla að verða mikil áskorun. 13. maí 2022 12:00
Íslendingar senda milljarð í mannúðar- og efnahagsaðstoð til Úkraínu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti í dag að Ísland muni auka framlag sitt til mannúðarmála og efnahagsaðstoðar til Úkraínu. Framlagið nemi nú samtals einum milljarði króna. 5. maí 2022 20:01