Flóttamenn frá öðrum löndum en Úkraínu upplifa mismunun Snorri Másson skrifar 17. maí 2022 23:01 Óánægja ríkir á meðal flóttamanna og starfsfólks innan kerfisins með það sem lýst er sem mismunun íslenskra stjórnvalda á flóttafólki. Talsmaður Rauða krossins gagnrýnir að úkraínskum börnum sé gert hærra undir höfði en öðrum með beinum fjárhagslegum stuðningi. Ráðherra segir að verið sé að taka sérstaklega utan um Úkraínumenn núna. Í kringum eitt þúsund úkraínskir flóttamenn hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi frá áramótum, flestir þeirra að flýja hörmulegar aðstæður í heimalandi sínu. Íslensk stjórnvöld einsettu sér frá upphafi að taka vel á móti þeim. „Úkraínufólk hefur fengið ákaflega móttökur hér á Íslandi af hálfu stjórnvalda og það er bara frábært. Hins vegar hefur borið á því að flóttafólk frá öðrum uppruna heldur en Úkraínu finnist því vera mismunað. Stundum er það einhver misskilningur og stundum ekki. Þannig að það þarf að laga,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins. Atli Viðar Thorstensen er sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins.Vísir/Arnar Úkraínumenn fá sjálfkrafa vernd þegar þeir koma hingað til lands og því fylgja viss réttindi. Nú síðast var líka sagt frá því að ríkið myndi greiða 200 þúsund krónur með hverju úkraínsku barni til sveitarfélagsins þar sem fjölskylda þess hefði búsetu. Þetta gildir aðeins um úkraínsk börn. „Þetta kom okkur satt að segja svolítið á óvart. Við höfum ekki rætt þetta við ráðherra beint en við munum falast eftir frekari útskýringum á þessu en það er kannski erfitt að sjá málefnalegan rökstuðning á því að flóttafólki af ákveðnum uppruna sé gert hærra undir höfði en öðrum,“ segir Atli. Börn eru alltaf börn Menntamálaráðherra kveðst í samtali við fréttastofu vilja nýta velvilja í samfélaginu gagnvart flóttafólki til að bæta kerfið í heild. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Í kringum 1.000 úkraínskir flóttamenn hafa sótt um vernd á Íslandi frá áramótum, en samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru aðrir flóttamenn, og starfsfólk innan þess kerfis, óánægðir með að úkraínskum flóttamönnum sé gert hærra undir höfði en öðrum.Vísir/Vilhelm En þér finnst ekki verið að mismuna með þessu bara til úkraínskra barna? „Við erum að taka sérstaklega utan um þetta verkefni núna vegna þess að sveitarfélögin bjuggust við því að það kæmi gríðarlegur hópur úkraínskra flóttamanna og það var ákall eftir því að við kæmum inn í það með einhverjum hætti. Það erum við að gera núna. Ég held að það sé tækifæri til að gera enn betur gagnvart börnum af erlendum uppruna og það er algerlega hárrétt að við verðum að gæta þess að börn eru alltaf börn, sama hvort þau koma frá Úkraínu eða annars staðar frá,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Umsóknir um alþjóðlega vernd aldrei verið fleiri Íslenska ríki hefur aldrei tekið á móti fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd, en þeir eru 1.508 það sem af er ári. Þá hefur ríkið tekið á móti 979 flóttamönnum frá Úkraínu en húsnæðisskortur virðist ætla að verða mikil áskorun. 13. maí 2022 12:00 Íslendingar senda milljarð í mannúðar- og efnahagsaðstoð til Úkraínu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti í dag að Ísland muni auka framlag sitt til mannúðarmála og efnahagsaðstoðar til Úkraínu. Framlagið nemi nú samtals einum milljarði króna. 5. maí 2022 20:01 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Í kringum eitt þúsund úkraínskir flóttamenn hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi frá áramótum, flestir þeirra að flýja hörmulegar aðstæður í heimalandi sínu. Íslensk stjórnvöld einsettu sér frá upphafi að taka vel á móti þeim. „Úkraínufólk hefur fengið ákaflega móttökur hér á Íslandi af hálfu stjórnvalda og það er bara frábært. Hins vegar hefur borið á því að flóttafólk frá öðrum uppruna heldur en Úkraínu finnist því vera mismunað. Stundum er það einhver misskilningur og stundum ekki. Þannig að það þarf að laga,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins. Atli Viðar Thorstensen er sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins.Vísir/Arnar Úkraínumenn fá sjálfkrafa vernd þegar þeir koma hingað til lands og því fylgja viss réttindi. Nú síðast var líka sagt frá því að ríkið myndi greiða 200 þúsund krónur með hverju úkraínsku barni til sveitarfélagsins þar sem fjölskylda þess hefði búsetu. Þetta gildir aðeins um úkraínsk börn. „Þetta kom okkur satt að segja svolítið á óvart. Við höfum ekki rætt þetta við ráðherra beint en við munum falast eftir frekari útskýringum á þessu en það er kannski erfitt að sjá málefnalegan rökstuðning á því að flóttafólki af ákveðnum uppruna sé gert hærra undir höfði en öðrum,“ segir Atli. Börn eru alltaf börn Menntamálaráðherra kveðst í samtali við fréttastofu vilja nýta velvilja í samfélaginu gagnvart flóttafólki til að bæta kerfið í heild. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Í kringum 1.000 úkraínskir flóttamenn hafa sótt um vernd á Íslandi frá áramótum, en samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru aðrir flóttamenn, og starfsfólk innan þess kerfis, óánægðir með að úkraínskum flóttamönnum sé gert hærra undir höfði en öðrum.Vísir/Vilhelm En þér finnst ekki verið að mismuna með þessu bara til úkraínskra barna? „Við erum að taka sérstaklega utan um þetta verkefni núna vegna þess að sveitarfélögin bjuggust við því að það kæmi gríðarlegur hópur úkraínskra flóttamanna og það var ákall eftir því að við kæmum inn í það með einhverjum hætti. Það erum við að gera núna. Ég held að það sé tækifæri til að gera enn betur gagnvart börnum af erlendum uppruna og það er algerlega hárrétt að við verðum að gæta þess að börn eru alltaf börn, sama hvort þau koma frá Úkraínu eða annars staðar frá,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Umsóknir um alþjóðlega vernd aldrei verið fleiri Íslenska ríki hefur aldrei tekið á móti fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd, en þeir eru 1.508 það sem af er ári. Þá hefur ríkið tekið á móti 979 flóttamönnum frá Úkraínu en húsnæðisskortur virðist ætla að verða mikil áskorun. 13. maí 2022 12:00 Íslendingar senda milljarð í mannúðar- og efnahagsaðstoð til Úkraínu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti í dag að Ísland muni auka framlag sitt til mannúðarmála og efnahagsaðstoðar til Úkraínu. Framlagið nemi nú samtals einum milljarði króna. 5. maí 2022 20:01 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Umsóknir um alþjóðlega vernd aldrei verið fleiri Íslenska ríki hefur aldrei tekið á móti fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd, en þeir eru 1.508 það sem af er ári. Þá hefur ríkið tekið á móti 979 flóttamönnum frá Úkraínu en húsnæðisskortur virðist ætla að verða mikil áskorun. 13. maí 2022 12:00
Íslendingar senda milljarð í mannúðar- og efnahagsaðstoð til Úkraínu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti í dag að Ísland muni auka framlag sitt til mannúðarmála og efnahagsaðstoðar til Úkraínu. Framlagið nemi nú samtals einum milljarði króna. 5. maí 2022 20:01