Innlent

Stapa breytt í stúdenta­garð

Eiður Þór Árnason skrifar
Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri FS, Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, og Isabel Alejandra Diaz, forseti stúdentaráðs, undirrita viljayfirlýsinguna.
Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri FS, Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, og Isabel Alejandra Diaz, forseti stúdentaráðs, undirrita viljayfirlýsinguna. Kristinn Ingvarsson

Háskóli Íslands (HÍ) hyggst selja Félagsstofnun stúdenta (FS) bygginguna Stapa við Hringbraut eftir að núverandi starfsemi HÍ þar flyst í nýtt húsnæði Heilbrigðisvísindasviðs á Landspítalasvæðinu. Til stendur að breyta Stapa í stúdentagarð sem fellur að Gamla Garði og nýrri viðbyggingu hans.

Stúdentaráð Háskóla Íslands, HÍ og FS undirrituðu viljayfirlýsingu þess efnis í gær en stúdentaráð hefur lengi haft það á stefnu sinni að Stapi verði nýttur undir stúdentahúsnæði.

Fram kemur í tilkynningu frá stúdentaráði, HÍ, og FS að Stapi, sem upphaflega bar nafnið Stúdentaheimilið, hafi verið byggður af FS árið 1971 og seldur HÍ við byggingu Háskólatorgs árið 2007. 

Stapi var byggður af Félagsstofnun stúdenta árið 1971.

Stapi hýsti áður Ferðaskrifstofu stúdenta, Bóksölu stúdenta og síðar Stúdentakjallarann. Undanfarinn rúman áratug hefur námsbraut í sjúkraþjálfun haft aðstöðu í Stapa.

„Stúdentaráð telur þetta vera heillaskref fyrir háskólasamfélagið og mikilvægan áfanga í fjölgun stúdentaíbúða nærri og á svæði Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.