Innlent

Ung­lingarnir hefðu kosið sama fólkið og hlaut kjör í Reyk­hóla­hreppi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Í Reykhólahreppi var persónukjör. 
Í Reykhólahreppi var persónukjör.  Vísir

Skuggakosningar til sveitarstjórnar voru haldnar á nýafstöðnu ungmennaþingi í Reykhólahreppi og mikill samhljómur var með niðurstöðum þeirra og niðurstöðum sveitarstjórnarkosninganna. Ólíklegt er því að breytingar hefðu orðið á niðurstöðunum þó ungmenni væru yngri þegar þau fengju atkvæðisrétt. 

Persónukosningar fóru fram í Reykhólahreppi og engir framboðslistar voru lagðir fram. Atkvæði voru nokkuð dreifð og munaði aðeins einu atkvæði á þeim sem endaði í fyrsta sæti og þeim sem lenti í því öðru. Athygli vekur að aðeins einn karlmaður er í nýrri sveitarstjórn. 

Talning var seinlegri og flóknari en áður og lauk henni á miðnætti samkvæmt tilkynningu á vef sveitarfélagsins. 

Á kjörskrá voru 184 en alls greiddu 99 atkvæði, þannig að kjörsókn 53,8%. Auðir og ógildir seðlar voru sex. Atkvæðin féllu svona:

 • Árný Huld Haraldsdóttir 58 atkvæði
 • Jóhanna Ösp Einarsdóttir 53 atkvæði
 • Hrefna Jónsdóttir 52 atkvæði
 • Vilberg Þráinsson 30 atkvæði
 • Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir 28 

Varamenn í sveitarstjórn eru:

 1. Arnþór Sigurðsson
 2. Rebekka Eiríksdóttir
 3. Eggert Ólafsson
 4. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir
 5. Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir

Eins og áður segir hefðu litlar breytingar orðið á ef unglingar í sveitarfélaginu hefðu fengið að kjósa. Niðurstöður skuggakosninga ungmennaþingsins voru þær sömu og niðurstöður kosninga, utan örlítilla breytinga á varamannalistanum, sem kom svona út: 

 1. Arnþór Sigurðsson
 2. Rebekka Eiríksdóttir
 3. Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir
 4. Katla Sólborg Friðriksdóttir
 5. Eiríkur Kristjánsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.