Vill láta reisa styttu af Bobby Fischer við gröf hans í Laugardælakirkjugarði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. maí 2022 21:05 Margir koma að gröf Fidchers í Laugardælakirkjugarði, ekki síst erlendir ferðamenn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fimmtíu ár eru í sumar var skákeinvígi aldarinnar á milli Bobby Fischers og Boris Spasskís í Laugardalshöllinni. Verðlaunaféð á núvirði var um tvö hundruð milljónir króna. Guðni Ágústsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra vill láta reisa styttu af Fischer við gröf hans í Laugardælakirkjugarð við Selfoss. Góðir gestir komu nýlega færandi hendi í Fischersetrið á Selfossi og færðu safninu að gjöf innrammaða og myndskreytta grein á íslensku og úrdrátt úr henni á ensku um fjármálin tengd Einvígi aldarinnar. Þrátt fyrir að skrifaðar hafi verið fjölmargar bækur og margar greinar ritaðar um skákeinvígið hefur fjárhagshlið þess aldrei verið mikið uppi á yfirborðinu. Hilmar Viggósson sá um fjármál einvígisins. „Við byrjuðum má segja alveg blankir en einvígið endaði þannig fjárhagslega að við fórum með hagnað út úr því. Það var hagnaður upp á mig minnir 16 milljónir króna,“ segir Hilmar. Hilmar segir að Bobby Fischer hafi fengið um 200 milljónir króna í verðlaun fyrir sigur í einvíginu á núvirði. Hilmar Viggósson, sem sá um fjármál einvígsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað gerði hann við alla þessa peninga? „Hann geymdi þá í banka og gott ef það var ekki í Landsbankanum í einhvern tíma.“ Einvíginu lauk 1. september 1972 en fyrsta skákin var teflt 11. júlí. Leiði Bobby Fischers er í Laugardælakirkjugarði rétt við Selfoss þar sem hann hvílir. Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra og velunnari Fischersetursins vill láta reisa risa styttu af Fischer við kirkjuna. „Þangað koma rúturnar, það eru biðraðir oft á sumrin við grafreitinn. Fólk myndar sig við grafarsteininn og þar heiðra margir minningu hans. Ég vil fá upp á vegginn í Laugardælakirkju bestu skák Bobby Fiscers og okkar snillings, Friðriks Ólafssonar,“ segir Guðni. Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, sem vill láta reisa styttu af Bobby Fischer við gröf hans í Laugardælakirkjugarði.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig vill Guðni halda upp á 50 ára afmæli einvígsins? „Það er bara þjóðhátið, þeir ætla að gera það, hingað koma bestu skákmenn heimsins og heimsmeistarinn að tefla, þannig að við eigum að gera þetta að ærlegri þjóðhátíð, skákþjóðin Ísland.“ Frá afhendingu gjafarinnar til Fischersetursins á Selfossi, sem Aldís Sigfúsdóttir tók á móti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Flóahreppur Einvígi aldarinnar Bobby Fischer Styttur og útilistaverk Söfn Kirkjugarðar Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
Góðir gestir komu nýlega færandi hendi í Fischersetrið á Selfossi og færðu safninu að gjöf innrammaða og myndskreytta grein á íslensku og úrdrátt úr henni á ensku um fjármálin tengd Einvígi aldarinnar. Þrátt fyrir að skrifaðar hafi verið fjölmargar bækur og margar greinar ritaðar um skákeinvígið hefur fjárhagshlið þess aldrei verið mikið uppi á yfirborðinu. Hilmar Viggósson sá um fjármál einvígisins. „Við byrjuðum má segja alveg blankir en einvígið endaði þannig fjárhagslega að við fórum með hagnað út úr því. Það var hagnaður upp á mig minnir 16 milljónir króna,“ segir Hilmar. Hilmar segir að Bobby Fischer hafi fengið um 200 milljónir króna í verðlaun fyrir sigur í einvíginu á núvirði. Hilmar Viggósson, sem sá um fjármál einvígsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað gerði hann við alla þessa peninga? „Hann geymdi þá í banka og gott ef það var ekki í Landsbankanum í einhvern tíma.“ Einvíginu lauk 1. september 1972 en fyrsta skákin var teflt 11. júlí. Leiði Bobby Fischers er í Laugardælakirkjugarði rétt við Selfoss þar sem hann hvílir. Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra og velunnari Fischersetursins vill láta reisa risa styttu af Fischer við kirkjuna. „Þangað koma rúturnar, það eru biðraðir oft á sumrin við grafreitinn. Fólk myndar sig við grafarsteininn og þar heiðra margir minningu hans. Ég vil fá upp á vegginn í Laugardælakirkju bestu skák Bobby Fiscers og okkar snillings, Friðriks Ólafssonar,“ segir Guðni. Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, sem vill láta reisa styttu af Bobby Fischer við gröf hans í Laugardælakirkjugarði.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig vill Guðni halda upp á 50 ára afmæli einvígsins? „Það er bara þjóðhátið, þeir ætla að gera það, hingað koma bestu skákmenn heimsins og heimsmeistarinn að tefla, þannig að við eigum að gera þetta að ærlegri þjóðhátíð, skákþjóðin Ísland.“ Frá afhendingu gjafarinnar til Fischersetursins á Selfossi, sem Aldís Sigfúsdóttir tók á móti.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Flóahreppur Einvígi aldarinnar Bobby Fischer Styttur og útilistaverk Söfn Kirkjugarðar Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira