Verðlaunin voru haldin MGM Grand Garden leikvanginum í Las Vegas og Sean Diddy Combs var kynnir. Verðlaun voru veitt þeim sem hafa náð árangri í sölu á plötum og lögum, á streymisveitum, í útvarpsspilunum, á tónleikaferðalögum og tengingum á samfélagsmiðlum.
The Weeknd með flestar tilnefningar
Tónlistarmaðurinn The Weeknd var með flestar tilnefningar í alls sautján flokkum. Þar á eftir kom Doja Cat með fjórtán tilnefningar. Sá hópur sem hlaut flestar tilnefningar var BTS sem hafa tvisvar setið á toppi Billboard listans síðasta árið með lögin Butter og Permission to Dance.
Sigurvegarar sáu rautt
Dua Lipa tók meðal annars heim titilinn fyrir besta útvarpslagið fyrir Levitating. Taylor Swift tók verðlaunin fyrir bestu kántrí plötuna fyrir Red (Taylor's Version) sem var platan sem hún endurgerði til þess að eiga hana sjálf eftir miklar deilur við Scooter Braun sem á upphaflegu plötuna. Hún vann einnig sem besta kántrí söngkonan.
Aðrir sem fór heim með verðlaun voru Olivia Rodrigo, Drake, Justin Bieber og Ed Sheeran en hér er hægt að nálgast lista yfir alla vinningshafa kvöldsins.
„Ég skrifaði þetta lag fyrir konuna mína“
Machine Gun kelly vakti upp mikla undrun þegar hann flutti lagið sitt Twin Flame sem hann sagðist hafa samið fyrir eiginkonu sína, Megan Fox. Hann sagðist einnig vera að flytja lagið fyrir ófædda barnið þeirra:
„Og þetta er fyrir ófædda barnið okkar,“
sagði hann sem vakti upp margar spurningar. Þá hvort að þau væru búin að gifta sig og hvort að þau ættu eða hefðu á einhverjum tímapunkti átt von á barni.
Hann söng textann í kjölfarið sem sagði „farðu að sofa, ég sé þig í draumunum mínum, þetta breytir öllu, nú þarf ég að sleppa þér frjálsum“. Eftir framkomuna sagði hann á samfélagsmiðlum að það hafi brotið hjartað sitt að syngja þennan hluta lagsins en það hafi komið sem viðbót við upphaflega lagið ári eftir að það var samið.
Táknmynd
Mary J Blige hlaut sérstök verðlaun fyrir allt það sem hún hefur afrekað í tónlistinni og var engin önnur en Janet Jackson sem veitti henni verðlaunin. Mary J var fljót að benda á að Janet væri sjálf táknmynd.
„Það að vera táknmynd þýðir fyrir mér að komast yfir hindranir til þess að afreka hið óhugsandi og vera víða dáð fyrir að hafa áhrif yfir fjölda fólks, það er það sem ég hef alltaf staðið fyrir,“ sagði tónlistarkonan sem hefur hlotið níu Grammy verðlaun.
.@maryjblige is an icon with a multi-decade career full of hits! Congrats on being the recipient of the 2022 #BBMAs Icon Award! #IconMJB pic.twitter.com/4tIcYUMryR
— Billboard Music Awards (@BBMAs) May 16, 2022
Hér að neðan má sjá myndir frá kvöldinu: