Lífið

Kourtney Kardashian og Travis Barker giftu sig í alvörunni

Elísabet Hanna skrifar
Travis Barker og Kourtney Kardashian voru glæsileg saman á Met Gala.
Travis Barker og Kourtney Kardashian voru glæsileg saman á Met Gala. Getty/Cindy Ord/MG22

Eftir að hafa tekið æfingarbrúðkaup í síðasta mánuði eru Kourtney Kardashian og Travis Barker, einnig þekkt undir paranafninus Kravis, búin að ganga í það heilaga. Í þetta skiptið er það í alvörunni, lagalega séð.

Nýgift

Parið trúlofaði sig í október í fyrra eftir að hafa verið trúlofuð í innan við ár en vinir til margra ára. Samkvæmt heimildarmanni giftu þau sig á sunnudaginn í Santa Barbara í náinni athöfn í ráðhúsinu líkt og TMZ greindi fyrst frá. Eftir athöfnina keyrðu þau í burtu í blæjubíl sem var merktur „Just Married“.

Næst á dagskrá er brúðkaup á Ítalíu

Þau þurftu að gifta sig lagalega áður en þau halda risa stórt brúðkaup á Ítalíu sem á að eiga sér stað fljótlega. Þá munu börnin þeirra, fjölskyldur og vinir verða viðstödd. Eftir lagalega brúðkaupið í Santa Barbara eru líklega öll for-brúðkaupin búin en æfingarbrúðkaupið fór fram í Las Vegas þar sem Elvis Presley eftirherma gifti þau án lagalegra skjala.

Dóttir hennar í uppnámi

Í raunveruleikaþættinum The Kardashians á Hulu mátti sjá augnablikið þar sem parið trúlofaði sig og stuttu síðar þegar Kourtney hringdi í dóttur sína Penelope til þess að segja henni fréttirnar. Dóttir hennar fór í mikið uppnám og skellti á. 

Í þáttunum má einnig sjá hvernig barnsfaðir hennar og fyrrverandi kærasti Scott Disick á erfitt með að meðtaka fréttirnar og óttast það að verða ekki lengur partur af fjölskyldunni líkt og hann hefur verið síðustu ár þrátt fyrir sambandsslitin. 


Tengdar fréttir

Innlit í barnahús Kourtney Kardashian

Á YouTube-rásinni Architectural Digest má reglulega finna myndbönd þar sem þekkt fólk leyfir áhorfendum að kíkja í heimsókn og sjá heimili þeirra.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.