Lífið

Kourtney og Travis giftu sig í Las Vegas

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Kourtney Kardashian og Travis Barker á Grammy verðlaunahátíðinni í Las Vegas um helgina, nokkrum klukkustundum fyrir brúðkaupið.
Kourtney Kardashian og Travis Barker á Grammy verðlaunahátíðinni í Las Vegas um helgina, nokkrum klukkustundum fyrir brúðkaupið. Getty/Axelle Bauer-Griffin

TMZ sagði rétt í þessu frá því að Kourtney Kardashian og Travis Barker hafi gift sig í Las Vegas um helgina.

Travis kom fram á Grammy verðlaununum á sunnudag og samkvæmt TMZ nýttu þau Las Vegas heimsóknina vel og létu pússa sig saman í leiðinni. Elvis Presley eftirherma sá um athöfnina en kapellan er opin allan sólarhringinn.

Um klukkan rúmlega 01:30 um nóttina, nokkrum klukkustundum eftir Grammy frammistöðu Travis, voru þau gefin saman í kapellu í borginni samkvæmt frétt TMZ. Ljósmyndari og öryggisteymi var með þeim og fengu starfsmenn kapellunnar ekki að taka myndir af athöfninni. 

Travis fór á skeljarnar í október á síðasta ári en þau eiga bæði börn úr fyrri samböndum. Hún á börnin Mason, Penelope og Reign með sínum fyrrverandi, Scott Disick. Hann á fyrir Landon og Alabama með fyrrverandi eiginkonu sinni, leikkonunni Shanna Moakler.

Raunveruleikastjarnan hefur ekki birt myndir frá brúðkaupinu eða staðfest fréttirnar opinberlega. Ekki liggur fyrir hvort myndavélar fyrir nýjan raunveruleikaþátt Kardashian fjölskyldunnar hafi verið með í för. Hugsanlega hafa þau selt einhverju tímariti birtingarréttinn að brúðkaupsmyndunum.

Nýjasta myndin af þeim á Instagram síðu Kourtney er frá Óskarsverðlaununum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.