Innlent

Jörð heldur áfram að skjálfa á Reykjanesi: Skjálfti upp á 4,3 við Grindavík

Árni Sæberg skrifar
Land hefur risið við Þorbjörn við Grindavík undanfarið.
Land hefur risið við Þorbjörn við Grindavík undanfarið. Stöð 2/Egill

Jarðskjálfti varð fyrir stundu á Reykjanesi en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu er enn verið að meta stærð skjálftans. Nýjustu mælingar benda til þess að hann hafa verið 4,2 að stærð.

Íbúar á Reykjanesi segjast hafa fundið vel fyrir skjálftanum sem reið yfir um klukkan 17:40.

Blaðamaður Vísis sem búsettur er í Grindavík segir skjálftann hafa fundist mjög vel þar í bæ sem og fleiri sem hafa riðið yfir í dag. Hann segir muni hafa hrunið úr hillum á heimilum fólk.

Upptök skjálftans voru 5,6 kílómetra norð-vestur af Grindavík. 

Frá því í hádeginu hafa sjö skjálftar mælst yfir þremur að stærð á Reykjanesi.

Veðurstofa Íslands varar við aukinni hættu á grjóthruni og skriðum á svæðinu vegna skjálftahrinunnar. Fólk er beðið um að sýna aðgát á svæðinu.

Fréttin hefur verið uppfærð. Lokaniðurstaða veðurstofunnar er að einn skjálfti hafi riðið yfir kl. 17:38, en ekki tveir eins og stendur á vef veðurstofunnar. Hann var 4,3 að stærð en ekki 4,2 eða 4,8 eins og fyrstu niðurstöður bentu til.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.