Tónlist

Rúlluðu upp dómararennslinu og áhorfendur klöppuðu með

Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifa
Dómararennsli Systra í kvöld gekk vel og þær náðu salnum með sér, sem klappaði í takt við lagið.
Dómararennsli Systra í kvöld gekk vel og þær náðu salnum með sér, sem klappaði í takt við lagið. EBU

Systur luku rétt í þessu við flutning sinn á laginu Með hækkandi sól á dómararennslinu sem fram fer nú í Pala Alpitour höllinni.

Hópurinn átti mjög vel heppnaða æfingu í dag og dómararennslið gekk sömuleiðis mjög vel. Systkinin voru örugg og yfirveguð í flutningi sínum og hljómuðu mjög vel. 

Áhorfendur klöppuðu taktfast með laginu og fögnuðu Íslenska atriðinu vel. Systur gerðu allar hjartatákn í lok atriðisins, til stuðningi Úkraínu og mátti sjá áhorfendur senda þeim hjörtu til baka úr áhorfendastúkunni. 

Atkvæði dómnefnda telur 50 prósent á móti símaatkvæðum svo þetta rennsli var einstaklega mikilvægt. 


Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum

Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×