Lífið

Systur rísa en stjarna Úkraínu skín langskærast

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Systur tryggðu Íslandi sæti í úrslitum Eurovision í gærkvöldi.
Systur tryggðu Íslandi sæti í úrslitum Eurovision í gærkvöldi. EBU/SARAH LOUISE BENNETT

Framlag Íslands í Eurovision er í tuttugasta sæti meðal veðbanka yfir þær þjóðir sem líklegastar eru til að bera sigur úr býtum annað kvöld. Fátt getur komið í veg fyrir sigur Úkraínu, ef marka má veðbanka að minnsta kosti.

Systur fóru nokkuð óvænt upp úr undankeppninni á þriðjudagskvöldið. Þær sögðu meira að segja sjálfar að það hefði komið þeim á óvart að heyra „Ísland“ þegar tilkynnt var að sæti í úrslitum var tryggt. 

Kátínan var gríðarlega mikil, svo mikil að önnur bakrödd Íslands pissaði aðeins í sig eins og fram kom í viðtali á Stöð 2 í gær.

Fátt virðist geta komið í veg fyrir að framlag Úkraínu, Kalush Orchestra með lagið Stefania, fagni sigri annað kvöld. Sextíu prósent líkur eru taldar á sigri Úkraínu sem njóta mikils stuðnings í skugga innrásar Rússlands í landið.

Framlag Íslands er í seinni hlutanum á laugardagskvöldið, nánar tiltekið númer átján í röðinni. Taldar eru innan við eitt prósent líkur á íslenskum sigri annað kvöld. Margir líta þó á það sem stóran sigur að hafa tryggt sig í lokakvöldið.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.