Segir tvo hafa ráðist á son hennar meðan þrír aðrir horfðu á Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. maí 2022 18:30 Hjördís segir að sonur hennar hafi ekki þekkt árásarmennina neitt. Vísir/Arnar Ungur maður varð fyrir fólskulegri og tilefnislausri árás í bílakjallara á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Maðurinn þekkti árásarmennina ekkert og segir móðir hans árásina hafa haft veruleg áhrif á hann. Lögregla segir mál svipuð þessu hafa komið á sitt borð undanfarið. Það var síðasta sunnudag sem maðurinn, sem er átján ára, stöðvaði bíl sinn í bílakjallara þar sem hann hafi aðeins þurft að dytta að bílnum sínum. Móðir hans segir að þar fyrir hafi verið fimm ungir menn sem sonur hennar þekkti ekkert. Í fyrstu hafi þeir látið son hennar í friði en þegar hann hafi ætlað að koma sér burt hafi þeir beðið hann um að koma út úr bílnum og ræða við þá. Í framhaldinu hafi tveir þeirra ráðist á hann á meðan hinir fylgdust með. „Nokkur högg, og hann svona áttar sig á því og ver sig bara. Setur hendurnar fyrir og öskrar á þessa stráka, af hverju þeir væru að þessu,“ segir Hjördís Bára Gestsdóttir, móðir unga mannsins. Hjördís segir son sinn hafa komið alblóðugan heim, með sprungna efri vör sem hafi þurft að sauma, mar og skrámur. Hann hafi sloppið óbrotinn en málið hafi tekið á hann andlega. Hún telur það hafa verið hárrétt viðbrögð hjá syni hennar að láta í sér heyra. Það hafi líklega orðið til þess að árásarmennirnir hafi að endingu látið sig hverfa. „Auðvitað er manni brugðið. Maður veit að þetta kemur til með að hafa áhrif. Það er ákveðin frelsissvipting sem að fylgir þessu. Þú ferð ekkert hvert sem er og hvenær sem er, og jafnvel ekki einn. Þú ert alltaf að líta um öxl þér og svoleiðis, þannig að mér er ekkert sama þegar hann er eitthvað á ferðinni.“ Ekki einsdæmi Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er málið nú til rannsóknar, auk þess sem sams konar mál hafi komið upp undanfarið. Það er að segja, líkamsárásarmál þar sem engin tengsl eru á milli brotaþola og árásarmanna og árásirnar virðast framdar án tilefnis eða aðdraganda. Oft sé um ungt fólk að ræða, stundum ólögráða. Í slíkum málum þurfi lögregla að grípa til ráðstafana í samstarfi við foreldra og barnaverndaryfirvöld. Þá eru dæmi þess að ungt fólk búi sér til ástæður til að efna til slagsmála, taki þau upp á síma sína og hlaði síðan upp á samfélagsmiðla. Hjördís segist telja forvarnastarfi vera ábótavant og hvetur foreldra til að fræða börnin sín svo sporna megi við ofbeldi meðal ungmenna. „Við þurfum öll virkilega að hugsa um þessa hluti og gera eitthvað í þessu. Það þarf bara að standa saman.“ Lögreglumál Börn og uppeldi Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Það var síðasta sunnudag sem maðurinn, sem er átján ára, stöðvaði bíl sinn í bílakjallara þar sem hann hafi aðeins þurft að dytta að bílnum sínum. Móðir hans segir að þar fyrir hafi verið fimm ungir menn sem sonur hennar þekkti ekkert. Í fyrstu hafi þeir látið son hennar í friði en þegar hann hafi ætlað að koma sér burt hafi þeir beðið hann um að koma út úr bílnum og ræða við þá. Í framhaldinu hafi tveir þeirra ráðist á hann á meðan hinir fylgdust með. „Nokkur högg, og hann svona áttar sig á því og ver sig bara. Setur hendurnar fyrir og öskrar á þessa stráka, af hverju þeir væru að þessu,“ segir Hjördís Bára Gestsdóttir, móðir unga mannsins. Hjördís segir son sinn hafa komið alblóðugan heim, með sprungna efri vör sem hafi þurft að sauma, mar og skrámur. Hann hafi sloppið óbrotinn en málið hafi tekið á hann andlega. Hún telur það hafa verið hárrétt viðbrögð hjá syni hennar að láta í sér heyra. Það hafi líklega orðið til þess að árásarmennirnir hafi að endingu látið sig hverfa. „Auðvitað er manni brugðið. Maður veit að þetta kemur til með að hafa áhrif. Það er ákveðin frelsissvipting sem að fylgir þessu. Þú ferð ekkert hvert sem er og hvenær sem er, og jafnvel ekki einn. Þú ert alltaf að líta um öxl þér og svoleiðis, þannig að mér er ekkert sama þegar hann er eitthvað á ferðinni.“ Ekki einsdæmi Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er málið nú til rannsóknar, auk þess sem sams konar mál hafi komið upp undanfarið. Það er að segja, líkamsárásarmál þar sem engin tengsl eru á milli brotaþola og árásarmanna og árásirnar virðast framdar án tilefnis eða aðdraganda. Oft sé um ungt fólk að ræða, stundum ólögráða. Í slíkum málum þurfi lögregla að grípa til ráðstafana í samstarfi við foreldra og barnaverndaryfirvöld. Þá eru dæmi þess að ungt fólk búi sér til ástæður til að efna til slagsmála, taki þau upp á síma sína og hlaði síðan upp á samfélagsmiðla. Hjördís segist telja forvarnastarfi vera ábótavant og hvetur foreldra til að fræða börnin sín svo sporna megi við ofbeldi meðal ungmenna. „Við þurfum öll virkilega að hugsa um þessa hluti og gera eitthvað í þessu. Það þarf bara að standa saman.“
Lögreglumál Börn og uppeldi Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira