Sorpa og Reykjavíkurborg undirrita makaskiptasamning Bjarki Sigurðsson skrifar 10. maí 2022 17:47 Frá vinstri: Guðmundur Tryggvi Ólafsson, rekstrarstjóri endurvinnslustöðva hjá SORPU bs., Dagur. B. Eggertsson borgarstjóri, Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri SORPU bs. og Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og stjórnarformaður SORPU bs. við undirritun samningsins í dag. Reykjavíkurborg Tveir samningar voru undirritaðir í dag, annars vegar um lóðarvilyrði fyrir umhverfisvæna byggingu við Ártúnshöfða. Hins vegar var undirritaður samningur um makaskiptasamning á lóðum milli Reykjavíkurborgar og SORPU bs. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Ingvi Jónsson framkvæmdastjóri Klasa og Karl Þráinsson f.h. Lifandi landslags ehf. undirrituðu í dag samning um lóðarvilyrði fyrir umhverfisvæna byggingu á lóð við Ártúnshöfða. Umhverfisvæna byggingingin er hluti af verkefninu Re-Inventing Cities á vegum C40, en það eru samtök yfir 90 stórborga sem vinna saman í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Efnt var til alþjóðlegrar samkeppni C40 samtakanna og Reykjavíkurborgar um sjálfbæra uppbyggingu á vannýttu borgarsvæði. Tillagan Lifandi landslag varð hlutskörpust en þar að baki standa T.ark, Jakob+Macfarlane arkitektar í París, Landslag, Efla, EOC verkfræðistofa í París og CNRS í París. Samkvæmt tillögunni er Lifandi landslag hringlaga bygging með blandaðri byggð íbúða, stúdentagarða, þjónustu og athafnarýma, í samspili náttúru og borgar. Stærsta timburbygging á Íslandi Samkvæmt tillögunni á að nota lágkolefnabyggingarefni, þ.m.t. timbur, til þess að draga úr kolefnisspori og stuðla að hringrásarhagkerfi þannig að úrgangur verði minni en ella. Lifandi landslag er kolefnislaus bygging sem hefur jákvæð áhrif á umhverfið og skýlir staðbundnu vistkerfi og verður stærsta timburbygging á Íslandi. Græn svæði þekja 75% af lóðinni, þar á meðal græn þök og stór garður í miðjunni. Hringlaga bygging Með uppbyggingunni við Elliðaárvog-Ártúnshöfða er verið að breyta iðnaðarsvæði í nýjan umhverfisvænan þéttbýliskjarna. Byggingin er hringlaga og í miðjunni er garður sem er hannaður sem staðbundið vistkerfi og mun taka mið af náttúrunni í kring. Verkefnið mun skapa nýtt vistkerfi í fallegri náttúru Elliðaárinnar og verður í nálægð við Borgarlínuna Makaskipti á lóð Þá undirrituðu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Jón Viggó Gunnarsson framkvæmdastjóri SORPU bs. makaskiptasamning um lóðir í Reykjavík. SORPA bs. framselur lóðina að Sævarhöfða 21 til Reykjavíkurborgar en um er að ræða 9000 fermetra leigulóð. Reykjavík framselur til SORPU bs. lóðinni Lambhagavegi 14 í Grafarvogi sem er ríflega 11000 fermetrar að stærð. SORPA bs. hefur hug á að byggja atvinnuhúsnæði undir starfsemi endurvinnslustöðvar á lóðinni. Reykjavík Borgarstjórn Sorpa Umhverfismál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Ingvi Jónsson framkvæmdastjóri Klasa og Karl Þráinsson f.h. Lifandi landslags ehf. undirrituðu í dag samning um lóðarvilyrði fyrir umhverfisvæna byggingu á lóð við Ártúnshöfða. Umhverfisvæna byggingingin er hluti af verkefninu Re-Inventing Cities á vegum C40, en það eru samtök yfir 90 stórborga sem vinna saman í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Efnt var til alþjóðlegrar samkeppni C40 samtakanna og Reykjavíkurborgar um sjálfbæra uppbyggingu á vannýttu borgarsvæði. Tillagan Lifandi landslag varð hlutskörpust en þar að baki standa T.ark, Jakob+Macfarlane arkitektar í París, Landslag, Efla, EOC verkfræðistofa í París og CNRS í París. Samkvæmt tillögunni er Lifandi landslag hringlaga bygging með blandaðri byggð íbúða, stúdentagarða, þjónustu og athafnarýma, í samspili náttúru og borgar. Stærsta timburbygging á Íslandi Samkvæmt tillögunni á að nota lágkolefnabyggingarefni, þ.m.t. timbur, til þess að draga úr kolefnisspori og stuðla að hringrásarhagkerfi þannig að úrgangur verði minni en ella. Lifandi landslag er kolefnislaus bygging sem hefur jákvæð áhrif á umhverfið og skýlir staðbundnu vistkerfi og verður stærsta timburbygging á Íslandi. Græn svæði þekja 75% af lóðinni, þar á meðal græn þök og stór garður í miðjunni. Hringlaga bygging Með uppbyggingunni við Elliðaárvog-Ártúnshöfða er verið að breyta iðnaðarsvæði í nýjan umhverfisvænan þéttbýliskjarna. Byggingin er hringlaga og í miðjunni er garður sem er hannaður sem staðbundið vistkerfi og mun taka mið af náttúrunni í kring. Verkefnið mun skapa nýtt vistkerfi í fallegri náttúru Elliðaárinnar og verður í nálægð við Borgarlínuna Makaskipti á lóð Þá undirrituðu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Jón Viggó Gunnarsson framkvæmdastjóri SORPU bs. makaskiptasamning um lóðir í Reykjavík. SORPA bs. framselur lóðina að Sævarhöfða 21 til Reykjavíkurborgar en um er að ræða 9000 fermetra leigulóð. Reykjavík framselur til SORPU bs. lóðinni Lambhagavegi 14 í Grafarvogi sem er ríflega 11000 fermetrar að stærð. SORPA bs. hefur hug á að byggja atvinnuhúsnæði undir starfsemi endurvinnslustöðvar á lóðinni.
Reykjavík Borgarstjórn Sorpa Umhverfismál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Sjá meira