Innlent

Undirrita viljayfirlýsingu um nýja Þjóðarhöll í Laugardalnum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Undirritunin fer fram í trjágöngunum í Laugardal vestanmegin við Skautahöllina klukkan 15:30.
Undirritunin fer fram í trjágöngunum í Laugardal vestanmegin við Skautahöllina klukkan 15:30. Vísir/Vilhelm

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, undirrita viljayfirlýsingu um byggingu nýrrar þjóðarhallar í innanhúsíþróttum í dag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og barnamálaráðuneytinu. Undirritunin fer fram utandyra í trjágöngunum í Laugardal vestanmegin við Skautahöllina klukkan 15:30.


Tengdar fréttir

Niður­staða við­ræðna um nýja þjóðar­höll kynnt á föstu­dag

Niðurstaða úr viðræðum ríkisins og Reykjavíkurborgar um nýja þjóðarhöll fyrir handbolta, körfubolta og aðrar innanhússíþróttir verður kynnt á fundi borgarráðs á morgun. Málið er svo á dagskrá ríkisstjórnar á föstudaginn og verður niðurstaðan kynnt opinberlega í kjölfar þess fundar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.