Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að Magic hafi gengið til liðs við hóp sem vill kaupa Denver Broncos. Forsprakki hópsins er Josh Harris, meðeigandi NBA-liðsins Philadelphia 76ers.
Denver Broncos var sett á sölu í febrúar. Pat Bowlen keypti félagið 1984 og átti það þar til hann lést 2019. Talið er að Denver Broncos verði selt fyrir allt að fjóra milljarða Bandaríkjadala.
Magic á þegar hlut í þremur íþróttafélögum í Los Angeles; hafnaboltaliði Los Angeles Dodgers, körfuboltaliðinu Los Angeles Sparks og fótboltaliðinu Los Angeles Football Club.
Denver Broncos átti afar erfitt uppdráttar á síðasta tímabili og endaði í neðsta sæti Ameríkudeildarinnar. Denver Broncos hefur þrisvar sinnum unnið Ofurskálina, síðast 2015.