Innlent

Að­eins eitt sem kemst að hjá Súð­víkingum fyrir kosningar

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Súðavíkurhlíðin getur reynst hættuleg. 
Súðavíkurhlíðin getur reynst hættuleg.  Stöð 2

Það er aðeins eitt sem Súðvíkingar vilja á næsta kjörtímabili - göng. Sveitarfélagið segir skilið við flokkakerfið og velur í kosningum þá fimm í sveitarfélaginu sem eru best til þess fallnir að stjórna bænum og fá ríkið til að leggja göngin.

Við sunnan­vert Ísa­fjarðar­djúp stendur nokkuð stórt en fá­mennt sveitar­fé­lag. Súða­víkur­hreppur en þar búa ekki nema 215 manns.

Í sveitar­stjórn sitja fimm full­trúar. Í meiri­hluta eru þrír frá Hrepps­listanum en í minni­hluta tveir frá Víkur­listanum.

En nú á að breyta þessu kerfi og efna til ó­hlut­bundinna kosninga í annað skipti í sögu sveitar­fé­lagsins.

Það virkar þannig að allir sem eru kjör­gengir í sveitar­fé­laginu, sam­tals 174, gætu verið kosnir í þessa fimm manna sveitar­stjórn af sveitungum sínum og verða að vinna saman út kjör­tíma­bilið.

Fátt annað en göng komast að fyrir kosningar

En hver eru stærstu málin fyrir í­búum Súðar­víkur­hrepps á næsta kjör­tíma­bili? Svarið virðist ein­falt.

Við litum við í Álfta­veri í Súða­vík þar sem finna má bæjar­skrif­stofurnar en einnig fé­lags­að­stöðu eldri borgara.

„Ja, við höfum nú alltaf verið að berjast fyrir því að fá jarð­göng hérna á milli, mér finnst það nú bara vera númer eitt, tvö og þrjú í rauninni. Það hefur verið hita­málið hérna,“ segir Odd­ný Elín­borg Bergs­dóttir.

Oddný Elínborg Bergsdóttir. 

Og vin­kona Odd­nýjar, Rann­veig Jóna Ragnars­dóttir, er sam­mála henni: „Það brennur nú mest á að við fáum göng hérna. Og bara kannski fleiri at­vinnu­tæki­færi.“

Rannveig Jóna Ragnarsdóttir. 

Samúel Snær Jónas­son verk­taki er ein­mitt í miðjum klíðum við að taka grjót úr Súða­víkur­hlíð þegar við rekumst á hann. Hann væri til í göng til Ísa­fjarðar.

„Jú það væri ekki leiðin­legt. Eins og þú sérð hérna fyrir aftan mig þá er hlíðin alveg hrylli­leg. Nóg af grjót­hruni og snjó­flóðum,“ segir hann.

Sigurður Ingi veit það

Já, göng yfir til Ísa­fjarðar eru mjög greini­lega það sem Súð­víkingar vilja. Á­stand Súða­víkur­vegar er vanda­málið en þar falla ár­lega snjó­flóð og er grjót­hrun ansi mikið á veginum.

Bragi Þór Thor­odd­sen er sveitar­stjóri Súða­víkur­hrepps og hann er vel með­vitaður um vilja íbúa.

Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. 

„Já, þetta hefur alveg gríðar­leg á­hrif í sam­fé­lagið hérna. Það eru margir sem veigra sér við að keyra þennan vetrar­veg,“ segir Bragi.

Og lausnin á á­standinu er að­eins ein að hans mati:

„Sigurður Ingi veit það. Við erum auð­vitað að tala um göng hér. Það er eina raun­hæfa lausnin, það segir sig bara sjálft. Þú getur ekki stýrt því hvað fellur mikið af úr­komu í snjó­komu yfir veturinn.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×