Tæpar fimmtíu milljónir á viku: Óttast að ný bylgja netglæpa sé að hefjast Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. maí 2022 12:58 Gísli Jökull Gíslason er rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. vísir/sigurjón Á einni viku hafa þrjú íslensk fyrirtæki tapað samanlagt um 50 milljónum króna vegna árása netþrjóta á tölvupósthólf þeirra. Lögreglumaður hefur áhyggjur af því að slíkir glæpir séu aftur að ná sér á strik á Íslandi. Um áraraðir voru svokölluð fyrirmælasvik algengasta form netglæpa á Íslandi. Fyrir þremur árum hafði þó tekist að sporna við þeim með samstilltu átaki og fræðslu til fyrirtækja en nú virðast þeir aftur vera að ná sér á strik. „Í byrjun þessarar viku og í síðustu viku fengum við inn þrjú mál þar sem við erum að horfa á heildartjón sem fer að nálgast fimmtíu milljónir hjá þremur fyrirtækjum,“ segir Gísli Jökull Gíslason, rannsóknarlögreglumaður. 50 milljónir tapaðar á einni viku sem er stór hluti af því 800 milljóna króna heildartjóni sem hefur hlotist af fyrirmælasvikum frá upphafi á Íslandi. Fyrirtækin sjálf ábyrg fyrir eigin greiðslum Fyrirmælasvik er það kallað þegar tölvuþrjótar ná stjórn á tölvupósthólfum fyrirtækja þar sem þeir ná að grípa tölvupósta með reikningum og skipta út reikningsnúmerum á þeim áður en þeir koma út eða inn úr pósthólfinu. Þannig greiða fyrirtækin gjald inn á reikning glæpamannanna en halda að þau séu að greiða þeim sem þau eiga í viðskiptum við. Í nær öllum tilfellum er ómögulegt að sækja peninginn til baka sem hefur verið lagður inn á rangan reikning. „Þetta er mjög mikið tjón fyrir þann sem sendi peninginn því að það er í raun og veru á þína ábyrgð ef þú átt að greiða fyrir eitthvað að peningarnir fari rétta leið. Og ef þú hefur sent peningana þína, jafnvel þó að búið sé að brjótast inn í pósthólf viðsemjanda þíns þá ert það samt þú sem að ert ábyrgur fyrir greiðslunni - að hún berist á réttan stað,“ segir Gísli Jökull. Gera sumarstarfsfólk að skotmarki sínu Hann telur ekki að málin þrjú tengist þrátt fyrir að þau hafi öll gerst með óvenju stuttu millibili. „Ég er búinn að skoða þessi þrjú mál og mér finnst ólíklegt að þetta sé sami hópurinn þarna að baki. Enda er þetta skipulögð glæpastarfsemi og það eru margir mismunandi hópar sem að standa þarna að baki,“ segir Gísli Jökull. Hann óttast þó að þetta sé upphafið að nýrri bylgju slíkra netglæpa. „Núna bara á stuttum tíma erum við að sjá þrjú mál sem eru frekar stór og við höfum áhyggjur af að þegar líður að sumri að það jafnvel muni aukast því að þeir sem eru glæpamenn miða oft á tímabil þar sem þeir vita eða giska á að afleysingafólk sjái um þessar greiðslur,“ segir Gísli Jökull. Lögreglumál Netglæpir Tækni Tölvuárásir Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Sjá meira
Um áraraðir voru svokölluð fyrirmælasvik algengasta form netglæpa á Íslandi. Fyrir þremur árum hafði þó tekist að sporna við þeim með samstilltu átaki og fræðslu til fyrirtækja en nú virðast þeir aftur vera að ná sér á strik. „Í byrjun þessarar viku og í síðustu viku fengum við inn þrjú mál þar sem við erum að horfa á heildartjón sem fer að nálgast fimmtíu milljónir hjá þremur fyrirtækjum,“ segir Gísli Jökull Gíslason, rannsóknarlögreglumaður. 50 milljónir tapaðar á einni viku sem er stór hluti af því 800 milljóna króna heildartjóni sem hefur hlotist af fyrirmælasvikum frá upphafi á Íslandi. Fyrirtækin sjálf ábyrg fyrir eigin greiðslum Fyrirmælasvik er það kallað þegar tölvuþrjótar ná stjórn á tölvupósthólfum fyrirtækja þar sem þeir ná að grípa tölvupósta með reikningum og skipta út reikningsnúmerum á þeim áður en þeir koma út eða inn úr pósthólfinu. Þannig greiða fyrirtækin gjald inn á reikning glæpamannanna en halda að þau séu að greiða þeim sem þau eiga í viðskiptum við. Í nær öllum tilfellum er ómögulegt að sækja peninginn til baka sem hefur verið lagður inn á rangan reikning. „Þetta er mjög mikið tjón fyrir þann sem sendi peninginn því að það er í raun og veru á þína ábyrgð ef þú átt að greiða fyrir eitthvað að peningarnir fari rétta leið. Og ef þú hefur sent peningana þína, jafnvel þó að búið sé að brjótast inn í pósthólf viðsemjanda þíns þá ert það samt þú sem að ert ábyrgur fyrir greiðslunni - að hún berist á réttan stað,“ segir Gísli Jökull. Gera sumarstarfsfólk að skotmarki sínu Hann telur ekki að málin þrjú tengist þrátt fyrir að þau hafi öll gerst með óvenju stuttu millibili. „Ég er búinn að skoða þessi þrjú mál og mér finnst ólíklegt að þetta sé sami hópurinn þarna að baki. Enda er þetta skipulögð glæpastarfsemi og það eru margir mismunandi hópar sem að standa þarna að baki,“ segir Gísli Jökull. Hann óttast þó að þetta sé upphafið að nýrri bylgju slíkra netglæpa. „Núna bara á stuttum tíma erum við að sjá þrjú mál sem eru frekar stór og við höfum áhyggjur af að þegar líður að sumri að það jafnvel muni aukast því að þeir sem eru glæpamenn miða oft á tímabil þar sem þeir vita eða giska á að afleysingafólk sjái um þessar greiðslur,“ segir Gísli Jökull.
Lögreglumál Netglæpir Tækni Tölvuárásir Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent