Mál Dariu tekið aftur upp hjá Útlendingastofnun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. maí 2022 19:32 Daria vill fá að dvelja áfram í örygginu á Íslandi en stjúpfaðir hennar býr hér og íslenskur kærasti. VÍSIR/VILHELM Umsókn hinnar hvítrússnesku Dariu Novitskaya um alþjóðlega vernd hér á landi verður tekin fyrir að nýju hjá Útlendingastofnun. Umsókn henni var synjað í febrúar á þeim forsendum að Pólland væri ábyrgt fyrir henni vegna Dyflinar-reglugerðarinnar. Vegna breyttra aðstæðna í Póllandi hefur verið fallist á endurupptöku máls hennar. Þetta staðfestir Albert Björn Lúðvígsson lögfræðingur hjá CPLS lögmannsstofu, sem gætir hagsmuna Dariu, í samtali við fréttastofu. Hann segir endurupptökuna mikið fagnaðarefni. Daria kom til Íslands í ágúst síðastliðnum og hefur komið sér vel fyrir og tengist landi og þjóð. Hér býr stjúpfarði hennar og íslenskur kærasti en á Íslandi fann hún líka langþráð öryggi eftir róstursama tíma í heimalandinu, Hvíta-Rússlandi, sem einkenndist af mótmælum og óöld undir stjórn Alexanders Lúkasjenka. Daria flúði heimalandið eftir að lögregluyfirvöld í Hvíta-Rússlandi hótuðu að taka af henni barn hennar. Ástæðan var sú að Daria hafði tekið þátt í mótmælum gegn stjórn Lúkasjenka sem hafa skekið Hvíta-Rússland í á annað ár. Daria flúði frá Hvíta-Rússlandi, með nokkrum stoppum, til Íslands. Sjá nánari fréttaskýringu Vísis um ástandið í Hvíta-Rússlandi: Fjöldahandtökur, ofbeldi og landflótti Þrátt fyrir að hafa tekist að flýja harðræði hvítrússneskra stjórnvalda voru raunir hennar ekki allar. Brotið var á henni kynferðislega hér á landi og er mál hennar enn til rannsóknar hjá lögreglu hér á landi. Nú litið til ástæðna flóttans en ekki til Póllands En nú skín ljós í myrkrinu því kærunefnd útlendingamála hefur fallist á það að umsókn hennar um alþjóðlega vernd verði tekin upp að nýju. „Við fórum fram á endurupptöku og bentum á þær aðstæður sem eru nú í Póllandi, þar sem mikill fjöldi flóttafólks frá Úkraínu hefur komið til landsins. Kerfi fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd í Póllandið er sprungið vegna komu úkraínsks flóttafólks og það eru engar forsendur til að senda hana þangað,“ segir Albert Björn, lögfræðingur hennar, í samtali við fréttastofu. Hann bendir á að vegna uppruna hennar gæti hún þar að auki átt von á fordómum í Póllandi þrátt fyrir að hafa barist gegn hvítrússneskum stjórnvöldum. Albert Björn Lúðvígsson gætir hagsmuna Dariu. Umsókn Dariu mun því fara aftur til Útlendingastofnunar til meðferðar og er umsóknarferlið því hafið aftur. Í þetta sinn verður ekki horft til Póllands, á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar, heldur til þess hvort Daria sé flóttakona. „Í ljósi aðstæðna í Póllandi telur kærunefnd að það eigi ekki fara eftir reglugerðinni heldur því að Ísland sé ábyrgt fyrir umsókn Dariu. Nýja málsmeðferðin snýst um að ákvarða hvort Daria sé flóttamaður og sú ákvörðun verður byggð á aðstæðum hennar og stjórnmálaþátttöku í Hvíta-Rússlandi,“ segir Albert. „Þetta voru rosalega góðar fréttir, hún er búin að eiga erfiða tíma og þetta er fyrsta viðurkenningin sem hún fær og vonandi möguleiki að dvelja hér á landi. Hún er mjög glöð með þetta og ég glaður fyrir hennar hönd.“ Hvíta-Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Kynferðisofbeldi Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Sjá meira
Þetta staðfestir Albert Björn Lúðvígsson lögfræðingur hjá CPLS lögmannsstofu, sem gætir hagsmuna Dariu, í samtali við fréttastofu. Hann segir endurupptökuna mikið fagnaðarefni. Daria kom til Íslands í ágúst síðastliðnum og hefur komið sér vel fyrir og tengist landi og þjóð. Hér býr stjúpfarði hennar og íslenskur kærasti en á Íslandi fann hún líka langþráð öryggi eftir róstursama tíma í heimalandinu, Hvíta-Rússlandi, sem einkenndist af mótmælum og óöld undir stjórn Alexanders Lúkasjenka. Daria flúði heimalandið eftir að lögregluyfirvöld í Hvíta-Rússlandi hótuðu að taka af henni barn hennar. Ástæðan var sú að Daria hafði tekið þátt í mótmælum gegn stjórn Lúkasjenka sem hafa skekið Hvíta-Rússland í á annað ár. Daria flúði frá Hvíta-Rússlandi, með nokkrum stoppum, til Íslands. Sjá nánari fréttaskýringu Vísis um ástandið í Hvíta-Rússlandi: Fjöldahandtökur, ofbeldi og landflótti Þrátt fyrir að hafa tekist að flýja harðræði hvítrússneskra stjórnvalda voru raunir hennar ekki allar. Brotið var á henni kynferðislega hér á landi og er mál hennar enn til rannsóknar hjá lögreglu hér á landi. Nú litið til ástæðna flóttans en ekki til Póllands En nú skín ljós í myrkrinu því kærunefnd útlendingamála hefur fallist á það að umsókn hennar um alþjóðlega vernd verði tekin upp að nýju. „Við fórum fram á endurupptöku og bentum á þær aðstæður sem eru nú í Póllandi, þar sem mikill fjöldi flóttafólks frá Úkraínu hefur komið til landsins. Kerfi fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd í Póllandið er sprungið vegna komu úkraínsks flóttafólks og það eru engar forsendur til að senda hana þangað,“ segir Albert Björn, lögfræðingur hennar, í samtali við fréttastofu. Hann bendir á að vegna uppruna hennar gæti hún þar að auki átt von á fordómum í Póllandi þrátt fyrir að hafa barist gegn hvítrússneskum stjórnvöldum. Albert Björn Lúðvígsson gætir hagsmuna Dariu. Umsókn Dariu mun því fara aftur til Útlendingastofnunar til meðferðar og er umsóknarferlið því hafið aftur. Í þetta sinn verður ekki horft til Póllands, á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar, heldur til þess hvort Daria sé flóttakona. „Í ljósi aðstæðna í Póllandi telur kærunefnd að það eigi ekki fara eftir reglugerðinni heldur því að Ísland sé ábyrgt fyrir umsókn Dariu. Nýja málsmeðferðin snýst um að ákvarða hvort Daria sé flóttamaður og sú ákvörðun verður byggð á aðstæðum hennar og stjórnmálaþátttöku í Hvíta-Rússlandi,“ segir Albert. „Þetta voru rosalega góðar fréttir, hún er búin að eiga erfiða tíma og þetta er fyrsta viðurkenningin sem hún fær og vonandi möguleiki að dvelja hér á landi. Hún er mjög glöð með þetta og ég glaður fyrir hennar hönd.“
Hvíta-Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Kynferðisofbeldi Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Sjá meira