Mál Dariu tekið aftur upp hjá Útlendingastofnun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. maí 2022 19:32 Daria vill fá að dvelja áfram í örygginu á Íslandi en stjúpfaðir hennar býr hér og íslenskur kærasti. VÍSIR/VILHELM Umsókn hinnar hvítrússnesku Dariu Novitskaya um alþjóðlega vernd hér á landi verður tekin fyrir að nýju hjá Útlendingastofnun. Umsókn henni var synjað í febrúar á þeim forsendum að Pólland væri ábyrgt fyrir henni vegna Dyflinar-reglugerðarinnar. Vegna breyttra aðstæðna í Póllandi hefur verið fallist á endurupptöku máls hennar. Þetta staðfestir Albert Björn Lúðvígsson lögfræðingur hjá CPLS lögmannsstofu, sem gætir hagsmuna Dariu, í samtali við fréttastofu. Hann segir endurupptökuna mikið fagnaðarefni. Daria kom til Íslands í ágúst síðastliðnum og hefur komið sér vel fyrir og tengist landi og þjóð. Hér býr stjúpfarði hennar og íslenskur kærasti en á Íslandi fann hún líka langþráð öryggi eftir róstursama tíma í heimalandinu, Hvíta-Rússlandi, sem einkenndist af mótmælum og óöld undir stjórn Alexanders Lúkasjenka. Daria flúði heimalandið eftir að lögregluyfirvöld í Hvíta-Rússlandi hótuðu að taka af henni barn hennar. Ástæðan var sú að Daria hafði tekið þátt í mótmælum gegn stjórn Lúkasjenka sem hafa skekið Hvíta-Rússland í á annað ár. Daria flúði frá Hvíta-Rússlandi, með nokkrum stoppum, til Íslands. Sjá nánari fréttaskýringu Vísis um ástandið í Hvíta-Rússlandi: Fjöldahandtökur, ofbeldi og landflótti Þrátt fyrir að hafa tekist að flýja harðræði hvítrússneskra stjórnvalda voru raunir hennar ekki allar. Brotið var á henni kynferðislega hér á landi og er mál hennar enn til rannsóknar hjá lögreglu hér á landi. Nú litið til ástæðna flóttans en ekki til Póllands En nú skín ljós í myrkrinu því kærunefnd útlendingamála hefur fallist á það að umsókn hennar um alþjóðlega vernd verði tekin upp að nýju. „Við fórum fram á endurupptöku og bentum á þær aðstæður sem eru nú í Póllandi, þar sem mikill fjöldi flóttafólks frá Úkraínu hefur komið til landsins. Kerfi fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd í Póllandið er sprungið vegna komu úkraínsks flóttafólks og það eru engar forsendur til að senda hana þangað,“ segir Albert Björn, lögfræðingur hennar, í samtali við fréttastofu. Hann bendir á að vegna uppruna hennar gæti hún þar að auki átt von á fordómum í Póllandi þrátt fyrir að hafa barist gegn hvítrússneskum stjórnvöldum. Albert Björn Lúðvígsson gætir hagsmuna Dariu. Umsókn Dariu mun því fara aftur til Útlendingastofnunar til meðferðar og er umsóknarferlið því hafið aftur. Í þetta sinn verður ekki horft til Póllands, á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar, heldur til þess hvort Daria sé flóttakona. „Í ljósi aðstæðna í Póllandi telur kærunefnd að það eigi ekki fara eftir reglugerðinni heldur því að Ísland sé ábyrgt fyrir umsókn Dariu. Nýja málsmeðferðin snýst um að ákvarða hvort Daria sé flóttamaður og sú ákvörðun verður byggð á aðstæðum hennar og stjórnmálaþátttöku í Hvíta-Rússlandi,“ segir Albert. „Þetta voru rosalega góðar fréttir, hún er búin að eiga erfiða tíma og þetta er fyrsta viðurkenningin sem hún fær og vonandi möguleiki að dvelja hér á landi. Hún er mjög glöð með þetta og ég glaður fyrir hennar hönd.“ Hvíta-Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Kynferðisofbeldi Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Þetta staðfestir Albert Björn Lúðvígsson lögfræðingur hjá CPLS lögmannsstofu, sem gætir hagsmuna Dariu, í samtali við fréttastofu. Hann segir endurupptökuna mikið fagnaðarefni. Daria kom til Íslands í ágúst síðastliðnum og hefur komið sér vel fyrir og tengist landi og þjóð. Hér býr stjúpfarði hennar og íslenskur kærasti en á Íslandi fann hún líka langþráð öryggi eftir róstursama tíma í heimalandinu, Hvíta-Rússlandi, sem einkenndist af mótmælum og óöld undir stjórn Alexanders Lúkasjenka. Daria flúði heimalandið eftir að lögregluyfirvöld í Hvíta-Rússlandi hótuðu að taka af henni barn hennar. Ástæðan var sú að Daria hafði tekið þátt í mótmælum gegn stjórn Lúkasjenka sem hafa skekið Hvíta-Rússland í á annað ár. Daria flúði frá Hvíta-Rússlandi, með nokkrum stoppum, til Íslands. Sjá nánari fréttaskýringu Vísis um ástandið í Hvíta-Rússlandi: Fjöldahandtökur, ofbeldi og landflótti Þrátt fyrir að hafa tekist að flýja harðræði hvítrússneskra stjórnvalda voru raunir hennar ekki allar. Brotið var á henni kynferðislega hér á landi og er mál hennar enn til rannsóknar hjá lögreglu hér á landi. Nú litið til ástæðna flóttans en ekki til Póllands En nú skín ljós í myrkrinu því kærunefnd útlendingamála hefur fallist á það að umsókn hennar um alþjóðlega vernd verði tekin upp að nýju. „Við fórum fram á endurupptöku og bentum á þær aðstæður sem eru nú í Póllandi, þar sem mikill fjöldi flóttafólks frá Úkraínu hefur komið til landsins. Kerfi fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd í Póllandið er sprungið vegna komu úkraínsks flóttafólks og það eru engar forsendur til að senda hana þangað,“ segir Albert Björn, lögfræðingur hennar, í samtali við fréttastofu. Hann bendir á að vegna uppruna hennar gæti hún þar að auki átt von á fordómum í Póllandi þrátt fyrir að hafa barist gegn hvítrússneskum stjórnvöldum. Albert Björn Lúðvígsson gætir hagsmuna Dariu. Umsókn Dariu mun því fara aftur til Útlendingastofnunar til meðferðar og er umsóknarferlið því hafið aftur. Í þetta sinn verður ekki horft til Póllands, á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar, heldur til þess hvort Daria sé flóttakona. „Í ljósi aðstæðna í Póllandi telur kærunefnd að það eigi ekki fara eftir reglugerðinni heldur því að Ísland sé ábyrgt fyrir umsókn Dariu. Nýja málsmeðferðin snýst um að ákvarða hvort Daria sé flóttamaður og sú ákvörðun verður byggð á aðstæðum hennar og stjórnmálaþátttöku í Hvíta-Rússlandi,“ segir Albert. „Þetta voru rosalega góðar fréttir, hún er búin að eiga erfiða tíma og þetta er fyrsta viðurkenningin sem hún fær og vonandi möguleiki að dvelja hér á landi. Hún er mjög glöð með þetta og ég glaður fyrir hennar hönd.“
Hvíta-Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Kynferðisofbeldi Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira