Viðreisn lofar lengstu göngugötu heims í miðbænum Snorri Másson skrifar 4. maí 2022 07:02 „Strikið vs. Göngugata frá Ingólfstorgi að Hlemmi. Let's make history!“ skrifaði Pawel Bartoszek borgarfulltrúi á Twitter fyrir skemmstu. Pawel vill gera allan Laugaveg að göngugötu, en hvernig liti það út? Í innslaginu hér að ofan er sú hugmynd sett fram myndrænt og sýnt hvernig hún gæti verið útfærð. Sömuleiðis er gengið niður Laugaveginn í félagsskap frambjóðandans. Lengra en Strikið í Kaupmannahöfn Eins og sakir standa er aðeins þrjú hundruð og fimmtíu metra kafli á milli Ingólfstorgs og Hlemms varanleg göngugata. Ef allt Austurstræti, Bankastræti og Laugavegur yrðu lögð undir göngugötu frá Ingólfstorgi og upp að Hlemmi yrði það eins og hálfs kílómetra löng gata. Strikið í Kaupmannahöfn er núna lengsta göngugata heims, en það er lagt til samanburðar við þessa hugmynd verður ljóst að Laugavegur yrði lengsta göngugata í heimi. Í Íslandi í dag var rætt við Pawel um þessa hugmynd, sem hann segir ekki kosningabrellu: „Ég held að þetta væri bara brilliant. Við sjáum að sá partur Laugavegar sem þegar er göngugata hefur heppnast mjög vel.“ Pawel Bartoszek er ötull talsmaður göngugatna í Reykjavík. Hann sagði frá hugmyndum um heimsmet í þeim efnum í Íslandi í dag.Vísir Þær áhyggjur eru jafnan viðraðar í tengslum við göngugötur að þar þrífist verslun síður, þar sem fólk vill heldur koma á bílum og geta lagt þeim. Pawel segir hins vegar að samkvæmt hans útreikningum þrífist verslun betur á þeim kafla Laugavegar sem hefur verið gerður að göngugötu. „Mér finnst borðleggjandi að taka kaflann upp að Barónsstíg á næstu fjórum árum. Það er smá flókinn kafli þarna efst sem er á milli Barónsstígs og Snorrabrautar, vegna þess að þar er í dag bílastæðahús. Það gæti því frekar verið spurning um fjögur árin þar á eftir, en sýnin er klárlega þangað,“ segir Pawel Bartoszek. Pawel segir að Reykvíkingar gætu að lokum vanist þessu, jafnvel þótt aðlögunin sé sannarlega að taka sinn tíma á þeim köflum sem þegar eru göngugötur, samanber þetta innslag hér frá því síðasta sumar: Borgarstjórn Reykjavík Göngugötur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Ísland í dag Tengdar fréttir Pawel sækist aftur eftir öðru sæti Viðreisnar í Reykjavík Borgarfulltrúinn Pawel Bartoszek sækist eftir öðru sæti í prófkjöri Viðreisnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Pawel var í öðru sæti á lista flokksins fyrir síðustu kosningar. 2. febrúar 2022 16:10 Ánægja með göngugötur eykst á milli ára Tæplega 70 prósent Reykvíkinga eru jákvæð gagnvart göngugötum borgarinnar, um tveimur prósentustigum fleiri en árið á undan, samkvæmt niðurstöðum könnunar Maskínu sem Reykjavíkurborg lét vinna. 24. september 2021 18:53 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Pawel vill gera allan Laugaveg að göngugötu, en hvernig liti það út? Í innslaginu hér að ofan er sú hugmynd sett fram myndrænt og sýnt hvernig hún gæti verið útfærð. Sömuleiðis er gengið niður Laugaveginn í félagsskap frambjóðandans. Lengra en Strikið í Kaupmannahöfn Eins og sakir standa er aðeins þrjú hundruð og fimmtíu metra kafli á milli Ingólfstorgs og Hlemms varanleg göngugata. Ef allt Austurstræti, Bankastræti og Laugavegur yrðu lögð undir göngugötu frá Ingólfstorgi og upp að Hlemmi yrði það eins og hálfs kílómetra löng gata. Strikið í Kaupmannahöfn er núna lengsta göngugata heims, en það er lagt til samanburðar við þessa hugmynd verður ljóst að Laugavegur yrði lengsta göngugata í heimi. Í Íslandi í dag var rætt við Pawel um þessa hugmynd, sem hann segir ekki kosningabrellu: „Ég held að þetta væri bara brilliant. Við sjáum að sá partur Laugavegar sem þegar er göngugata hefur heppnast mjög vel.“ Pawel Bartoszek er ötull talsmaður göngugatna í Reykjavík. Hann sagði frá hugmyndum um heimsmet í þeim efnum í Íslandi í dag.Vísir Þær áhyggjur eru jafnan viðraðar í tengslum við göngugötur að þar þrífist verslun síður, þar sem fólk vill heldur koma á bílum og geta lagt þeim. Pawel segir hins vegar að samkvæmt hans útreikningum þrífist verslun betur á þeim kafla Laugavegar sem hefur verið gerður að göngugötu. „Mér finnst borðleggjandi að taka kaflann upp að Barónsstíg á næstu fjórum árum. Það er smá flókinn kafli þarna efst sem er á milli Barónsstígs og Snorrabrautar, vegna þess að þar er í dag bílastæðahús. Það gæti því frekar verið spurning um fjögur árin þar á eftir, en sýnin er klárlega þangað,“ segir Pawel Bartoszek. Pawel segir að Reykvíkingar gætu að lokum vanist þessu, jafnvel þótt aðlögunin sé sannarlega að taka sinn tíma á þeim köflum sem þegar eru göngugötur, samanber þetta innslag hér frá því síðasta sumar:
Borgarstjórn Reykjavík Göngugötur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Ísland í dag Tengdar fréttir Pawel sækist aftur eftir öðru sæti Viðreisnar í Reykjavík Borgarfulltrúinn Pawel Bartoszek sækist eftir öðru sæti í prófkjöri Viðreisnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Pawel var í öðru sæti á lista flokksins fyrir síðustu kosningar. 2. febrúar 2022 16:10 Ánægja með göngugötur eykst á milli ára Tæplega 70 prósent Reykvíkinga eru jákvæð gagnvart göngugötum borgarinnar, um tveimur prósentustigum fleiri en árið á undan, samkvæmt niðurstöðum könnunar Maskínu sem Reykjavíkurborg lét vinna. 24. september 2021 18:53 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Pawel sækist aftur eftir öðru sæti Viðreisnar í Reykjavík Borgarfulltrúinn Pawel Bartoszek sækist eftir öðru sæti í prófkjöri Viðreisnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Pawel var í öðru sæti á lista flokksins fyrir síðustu kosningar. 2. febrúar 2022 16:10
Ánægja með göngugötur eykst á milli ára Tæplega 70 prósent Reykvíkinga eru jákvæð gagnvart göngugötum borgarinnar, um tveimur prósentustigum fleiri en árið á undan, samkvæmt niðurstöðum könnunar Maskínu sem Reykjavíkurborg lét vinna. 24. september 2021 18:53