Hátt í 300 milljóna sekt fyrir skattalagabrot Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. maí 2022 14:15 Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri ótilgreinds einkahlutafélags þarf að greiða ríkissjóði 283 milljónir króna fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum, ella sæta fangelsi í 360 daga. Maðurinn var einnig dæmdur í 24 mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Maðurinn, sem ekki er nafngreindur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, var sem stjórnarmaður, framkvæmdastjóri og prókúruhafi í ótilgreindu einkahlutafélagi, sem nú er afskráð, ákærður fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum í rekstri félagsins Manninum var gefið að sök að hafa ekki staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti í rekstri einkahlutafélagsins fyrir uppgjörstímabilin júlí-ágúst til og með nóvember-desember árið 2019, samtals að fjárhæð rúmlega 141 milljón króna. Vildi að fésektarlágmark ætti ekki við Maðurinn játaði sök fyrir dómi en krafðist þess að fésektarlágmark, sem er að lágmarki tvöföld þeirri skattfjárhæð sem um ræðir, ætti ekki við í málinu. Lagði hann fram gögn sem sýndu að á tímabilinu 8. október 2019 til 4. maí 2020 hafi 128,5 milljónir króan verið greiddar inn á skattskuldir einkahlutafélagsins en einungis 809 þúsund krónur farið inn á höfuðstól krafna þeirra virðisaukaskattskulda sem ákært var fyrir. Héraðsdómur Reykjavíkur leit meðal annars til þess að maðurinn játaði greiðlega sök í málinu.Vísir/Vilhelm. Var bent á að hefði maðurinn óskað þess að greiðslurnar rynnu inn á höfuðstól kröfu vegna ógreidds virðisaukaskatts hefði krafan vegna hans einungis numið rúmlega þrettán milljónum króna. Í dómi héraðsdóms segir að til þess að fésektarlágmark eigi ekki við þyrfti eigi minna en þriðjungur þess sem gjaldfallið var að vera greitt, því teldust greiðslurnar í þessu tilfelli ekki vera verulegar. Var fésektarlágmar því látið gilda. Litið til greiðlegrar játningar Alls þarf maðurinn því að greiða ríkissjóði 283 milljónir króna, eða tvöfalda þá skattupphæð sem um ræðir í málinu. Greiði maðurinn ekki skuldina innan fjögurra vikna þarf hann að sæta 360 daga fangelsi. Þá var maðurinn einnig dæmdur í 24 mánaða skilorðsbundið fangelsi, en tekið er fram í dómi héraðsdóms að maðurinn hafi ekki áður gerst sekur um refsiverð brot og að litið hafi verið til greiðlegrar játningar hans í málinu. Skattar og tollar Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sjá meira
Maðurinn, sem ekki er nafngreindur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, var sem stjórnarmaður, framkvæmdastjóri og prókúruhafi í ótilgreindu einkahlutafélagi, sem nú er afskráð, ákærður fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum í rekstri félagsins Manninum var gefið að sök að hafa ekki staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti í rekstri einkahlutafélagsins fyrir uppgjörstímabilin júlí-ágúst til og með nóvember-desember árið 2019, samtals að fjárhæð rúmlega 141 milljón króna. Vildi að fésektarlágmark ætti ekki við Maðurinn játaði sök fyrir dómi en krafðist þess að fésektarlágmark, sem er að lágmarki tvöföld þeirri skattfjárhæð sem um ræðir, ætti ekki við í málinu. Lagði hann fram gögn sem sýndu að á tímabilinu 8. október 2019 til 4. maí 2020 hafi 128,5 milljónir króan verið greiddar inn á skattskuldir einkahlutafélagsins en einungis 809 þúsund krónur farið inn á höfuðstól krafna þeirra virðisaukaskattskulda sem ákært var fyrir. Héraðsdómur Reykjavíkur leit meðal annars til þess að maðurinn játaði greiðlega sök í málinu.Vísir/Vilhelm. Var bent á að hefði maðurinn óskað þess að greiðslurnar rynnu inn á höfuðstól kröfu vegna ógreidds virðisaukaskatts hefði krafan vegna hans einungis numið rúmlega þrettán milljónum króna. Í dómi héraðsdóms segir að til þess að fésektarlágmark eigi ekki við þyrfti eigi minna en þriðjungur þess sem gjaldfallið var að vera greitt, því teldust greiðslurnar í þessu tilfelli ekki vera verulegar. Var fésektarlágmar því látið gilda. Litið til greiðlegrar játningar Alls þarf maðurinn því að greiða ríkissjóði 283 milljónir króna, eða tvöfalda þá skattupphæð sem um ræðir í málinu. Greiði maðurinn ekki skuldina innan fjögurra vikna þarf hann að sæta 360 daga fangelsi. Þá var maðurinn einnig dæmdur í 24 mánaða skilorðsbundið fangelsi, en tekið er fram í dómi héraðsdóms að maðurinn hafi ekki áður gerst sekur um refsiverð brot og að litið hafi verið til greiðlegrar játningar hans í málinu.
Skattar og tollar Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sjá meira