Hátt í 300 milljóna sekt fyrir skattalagabrot Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. maí 2022 14:15 Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri ótilgreinds einkahlutafélags þarf að greiða ríkissjóði 283 milljónir króna fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum, ella sæta fangelsi í 360 daga. Maðurinn var einnig dæmdur í 24 mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Maðurinn, sem ekki er nafngreindur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, var sem stjórnarmaður, framkvæmdastjóri og prókúruhafi í ótilgreindu einkahlutafélagi, sem nú er afskráð, ákærður fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum í rekstri félagsins Manninum var gefið að sök að hafa ekki staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti í rekstri einkahlutafélagsins fyrir uppgjörstímabilin júlí-ágúst til og með nóvember-desember árið 2019, samtals að fjárhæð rúmlega 141 milljón króna. Vildi að fésektarlágmark ætti ekki við Maðurinn játaði sök fyrir dómi en krafðist þess að fésektarlágmark, sem er að lágmarki tvöföld þeirri skattfjárhæð sem um ræðir, ætti ekki við í málinu. Lagði hann fram gögn sem sýndu að á tímabilinu 8. október 2019 til 4. maí 2020 hafi 128,5 milljónir króan verið greiddar inn á skattskuldir einkahlutafélagsins en einungis 809 þúsund krónur farið inn á höfuðstól krafna þeirra virðisaukaskattskulda sem ákært var fyrir. Héraðsdómur Reykjavíkur leit meðal annars til þess að maðurinn játaði greiðlega sök í málinu.Vísir/Vilhelm. Var bent á að hefði maðurinn óskað þess að greiðslurnar rynnu inn á höfuðstól kröfu vegna ógreidds virðisaukaskatts hefði krafan vegna hans einungis numið rúmlega þrettán milljónum króna. Í dómi héraðsdóms segir að til þess að fésektarlágmark eigi ekki við þyrfti eigi minna en þriðjungur þess sem gjaldfallið var að vera greitt, því teldust greiðslurnar í þessu tilfelli ekki vera verulegar. Var fésektarlágmar því látið gilda. Litið til greiðlegrar játningar Alls þarf maðurinn því að greiða ríkissjóði 283 milljónir króna, eða tvöfalda þá skattupphæð sem um ræðir í málinu. Greiði maðurinn ekki skuldina innan fjögurra vikna þarf hann að sæta 360 daga fangelsi. Þá var maðurinn einnig dæmdur í 24 mánaða skilorðsbundið fangelsi, en tekið er fram í dómi héraðsdóms að maðurinn hafi ekki áður gerst sekur um refsiverð brot og að litið hafi verið til greiðlegrar játningar hans í málinu. Skattar og tollar Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Maðurinn, sem ekki er nafngreindur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, var sem stjórnarmaður, framkvæmdastjóri og prókúruhafi í ótilgreindu einkahlutafélagi, sem nú er afskráð, ákærður fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum í rekstri félagsins Manninum var gefið að sök að hafa ekki staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti í rekstri einkahlutafélagsins fyrir uppgjörstímabilin júlí-ágúst til og með nóvember-desember árið 2019, samtals að fjárhæð rúmlega 141 milljón króna. Vildi að fésektarlágmark ætti ekki við Maðurinn játaði sök fyrir dómi en krafðist þess að fésektarlágmark, sem er að lágmarki tvöföld þeirri skattfjárhæð sem um ræðir, ætti ekki við í málinu. Lagði hann fram gögn sem sýndu að á tímabilinu 8. október 2019 til 4. maí 2020 hafi 128,5 milljónir króan verið greiddar inn á skattskuldir einkahlutafélagsins en einungis 809 þúsund krónur farið inn á höfuðstól krafna þeirra virðisaukaskattskulda sem ákært var fyrir. Héraðsdómur Reykjavíkur leit meðal annars til þess að maðurinn játaði greiðlega sök í málinu.Vísir/Vilhelm. Var bent á að hefði maðurinn óskað þess að greiðslurnar rynnu inn á höfuðstól kröfu vegna ógreidds virðisaukaskatts hefði krafan vegna hans einungis numið rúmlega þrettán milljónum króna. Í dómi héraðsdóms segir að til þess að fésektarlágmark eigi ekki við þyrfti eigi minna en þriðjungur þess sem gjaldfallið var að vera greitt, því teldust greiðslurnar í þessu tilfelli ekki vera verulegar. Var fésektarlágmar því látið gilda. Litið til greiðlegrar játningar Alls þarf maðurinn því að greiða ríkissjóði 283 milljónir króna, eða tvöfalda þá skattupphæð sem um ræðir í málinu. Greiði maðurinn ekki skuldina innan fjögurra vikna þarf hann að sæta 360 daga fangelsi. Þá var maðurinn einnig dæmdur í 24 mánaða skilorðsbundið fangelsi, en tekið er fram í dómi héraðsdóms að maðurinn hafi ekki áður gerst sekur um refsiverð brot og að litið hafi verið til greiðlegrar játningar hans í málinu.
Skattar og tollar Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira