Innlent

Tæp tuttugu prósent telja hóp­upp­sögn starfs­fólks Eflingar rétt­lætan­lega

Árni Sæberg skrifar
Öllu starfsfólki Eflingar var sagt upp þegar Sólveig Anna Jónsdóttir var nýtekin aftur við starfi formanns.
Öllu starfsfólki Eflingar var sagt upp þegar Sólveig Anna Jónsdóttir var nýtekin aftur við starfi formanns. Vísir/Vilhelm

Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna telur hópuppsögn alls starfsfólk Eflingar hafa verið óásættanlega. Tæplega fimmtungur fólks telur hana hafa verið réttlætanlega.

Í nýjum þjóðarpúlsi Gallup var eftirfarandi spurning lögð fyrir handahófsvalið úrtak dagana 23. til 27. apríl síðastliðinn: „Ertu sammála eða ósammála því að hópuppsögn á skrifstofu Eflingar sé réttlætanleg?“

5,6 prósent sögðust vera að öllu leyti sammála, 5,7 prósent mjög sammála, 8 prósent frekar sammála, 13 prósent hvorki sammála né ósammála, 13,8 prósent frekar ósammála, 18,3 prósent mjög ósammála og 35,4 prósent að öllu leyti ósammála.

Eldra fólk virðist frekar telja uppsögnina réttlætanlega en yngra. Þrjátíu prósent fólks yfir sextugu ára aldir eru sammála en aðeins 11 prósent fólks undir þrítugu.

Þá er fólk líklegra til að vera ósammála því hærra menntunarstig sem það hefur. Sama gildir um fjölskyldutekjur.

Athygli vekur að þeir sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef gengið yrði til kosninga núna, eru líklegastir til að vera ósammála, eða 87 prósent. 31 prósent kjósenda Flokks fólksins telja uppsögnina réttlætanlega en aðeins 40 prósent ekki.

Langstærsti hópurinn sem telur uppsögnina réttlætanlega eru þeir sem myndu kjósa annan flokk en þá sem eru á þingi núna, eða sléttur helmingur. Þar á meðal eru þeir sem myndu kjósa Sósíalistaflokk Íslands.


Tengdar fréttir

Segir upp öllu starfs­fólki Eflingar

Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er nýtekin aftur við sem formaður Eflingar, lagði til á stjórnarfundi félagsins í dag að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp störfum. Tillagan var lögð fram og samþykkt af átta manna meirihluta B-lista undir forystu Sólveigar Önnu.

Hitafundur félagsmanna Eflingar hafinn á Hlíðarenda

Félagsfundur Eflingar þar sem umræðuefnið er skipulagsbreytingar á skrifstofu félagsins hefst klukkan 18 í Valsheimilinu. Boðað var til fundarins í kjölfar þess að tillaga nýkjörins formanns Eflingar þess efnis að segja upp öllu starfsfólki á skrifstofunni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.