Innlent

Hjarta­steinn af­hjúpaður í minningu Guð­rúnar Helga­dóttur

Smári Jökull Jónsson skrifar
Fjölskylda Guðrúnar Helgadóttur ásamt fulltrúum Hafnarfjarðarbæjar og þeim Gunnari Helgasyni og Birni Thoroddsen sem komu fram á athöfn sem haldin var við þetta tilefni.
Fjölskylda Guðrúnar Helgadóttur ásamt fulltrúum Hafnarfjarðarbæjar og þeim Gunnari Helgasyni og Birni Thoroddsen sem komu fram á athöfn sem haldin var við þetta tilefni. Hafnarfjarðarbær

Í gær var lagður hjartasteinn í minningu Guðrúnar Helgadóttur fyrir framan Bæjarbíó í miðbæ Hafnarfjarðar en Guðrún lést þann 23.mars síðastliðinn. Fjölskylda Guðrúnar afhjúpaði minnisvarðann.

Um er að ræða heiðursverðlaun Hafnarfjarðar en Björgvin Halldórsson var sá fyrsti til að hljóta þann virðingarvott þegar steinn var lagður í júlí í fyrra.

Hugmyndin að virðingarvotti við Guðrúnu Helgadóttur kviknaði fyrst í samtali við höfundinn sjálfan í kjölfar þess að hún var heiðruð í Hafnarfirði fyrir framlag til íslenskrar menningar árið 2018. Guðrúnu og fjölskyldu leist vel á hugmyndina og nú hefur hjartasteinninn verið afhjúpaður.

Guðrún var sjálf Hafnfirðingur og hefur sögusvið nokkurra bóka hennar verið í Hafnarfirði og þá meðal annars tengt æskuheimili fjölskyldu hennar á Jófríðarstaðavegi.

Þegar Hjartasteinninn var afhjúpaður í gær las Gunnar Helgason rithöfundur upp úr bókinni Jón Oddur og Jón Bjarni og þá lék Björn Thoroddsen, bæjarlistamaður Hafnarfjarðar, nokkur vel valin lög.


Tengdar fréttir

Guðrún Helgadóttir er látin

Guðrún Helgadóttir, rithöfundur, fyrrverandi alþingismaður og forseti Alþingis, lést í nótt á hjúkrunarheimilinu Mörk í Reykjavík. Guðrún var 86 ára að aldri.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.