Segir níðstönginni hafa verið beint gegn starfsemi Sólsetursins Smári Jökull Jónsson skrifar 30. apríl 2022 11:38 Níðstöngin sem reist var við Skrauthóla. Aðsend Íbúi við Skrauthóla við Esjurætur segir að honum hafi borist nafnlaus ábending um að níðstöng, sem reist var nærri húsi hans í gær, hafi verið beint gegn starfsemi Sólsetursins. Undanfarið hafa deilur átt sér stað á milli íbúa í hverfinu og aðstandenda Sólsetursins og þeirra sem þangað venja komur sínar. Í gær var greint frá því að níðstöng hafi verið reist við Skrauthóla og sagði Guðni Halldórsson, íbúi á Skrauthólum 2, að níðstöngin hafi augljóslega verið reist í framhaldi af umfjöllun fjölmiðla um málið. Hann hafi lýst upplifun sinni af starfsemi Sólsetursins og greinilega hafi verið brugðist við með hótun. Nú hefur Guðni birt færslu á Facebook síðu sinni þar sem hann segir að íbúum á Skrauthólum hafi borist nafnlaus ábending um að níðstöngin hafi ekki verið beint gegn þeim heldur gegn starfsemi Sólsetursins og meintu andlegu og kynferðislegu ofbeldi, sem sá sem sendi ábendinguna fullyrðir að þar eigi sér stað. „Við sem búum á Skrauthólum og erum hluti af siðmenntuðu samfélagi erum fórnarlömb í þessu máli og lendum þarna í skotlínunni. Við erum bara venjulegt fólk sem viljum fá að lifa okkar venjulega lífi og teljum okkur eiga fullan rétt á því,“ skrifar Guðni og bætir við að gott sé að vita að níðstönginni hafi ekki verið beint gegn þeim. Greint var frá því í frétt Vísis í gær að málið sé til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í viðtali sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Kristjana Þórarinsdóttir, eiginkona Guðna, að henni þætti líklegast að fólk frá Sólsetrinu hafi átt þátt í málinu. Þó nokkrir einstaklingar búa við hliðina á fjölskyldu Kristjönu að Skrauthólum í ósamþykktu húsnæði, þar á meðal gömlum strætisvögnum. Kristjana líkir þeim við sértrúnaðarsöfnuð þar sem þau eru með ýmis konar athafnir og hátíðir. „Við erum búin að reyna að tilkynna þetta og fá þetta stöðvað. Þetta er náttúrulega rosalegt ónæði og það á ekki að líðast að fólk geti bara flutt upp í sveit og gert hvað sem það vill,“ segir Kristjana. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Sjá meira
Undanfarið hafa deilur átt sér stað á milli íbúa í hverfinu og aðstandenda Sólsetursins og þeirra sem þangað venja komur sínar. Í gær var greint frá því að níðstöng hafi verið reist við Skrauthóla og sagði Guðni Halldórsson, íbúi á Skrauthólum 2, að níðstöngin hafi augljóslega verið reist í framhaldi af umfjöllun fjölmiðla um málið. Hann hafi lýst upplifun sinni af starfsemi Sólsetursins og greinilega hafi verið brugðist við með hótun. Nú hefur Guðni birt færslu á Facebook síðu sinni þar sem hann segir að íbúum á Skrauthólum hafi borist nafnlaus ábending um að níðstöngin hafi ekki verið beint gegn þeim heldur gegn starfsemi Sólsetursins og meintu andlegu og kynferðislegu ofbeldi, sem sá sem sendi ábendinguna fullyrðir að þar eigi sér stað. „Við sem búum á Skrauthólum og erum hluti af siðmenntuðu samfélagi erum fórnarlömb í þessu máli og lendum þarna í skotlínunni. Við erum bara venjulegt fólk sem viljum fá að lifa okkar venjulega lífi og teljum okkur eiga fullan rétt á því,“ skrifar Guðni og bætir við að gott sé að vita að níðstönginni hafi ekki verið beint gegn þeim. Greint var frá því í frétt Vísis í gær að málið sé til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í viðtali sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Kristjana Þórarinsdóttir, eiginkona Guðna, að henni þætti líklegast að fólk frá Sólsetrinu hafi átt þátt í málinu. Þó nokkrir einstaklingar búa við hliðina á fjölskyldu Kristjönu að Skrauthólum í ósamþykktu húsnæði, þar á meðal gömlum strætisvögnum. Kristjana líkir þeim við sértrúnaðarsöfnuð þar sem þau eru með ýmis konar athafnir og hátíðir. „Við erum búin að reyna að tilkynna þetta og fá þetta stöðvað. Þetta er náttúrulega rosalegt ónæði og það á ekki að líðast að fólk geti bara flutt upp í sveit og gert hvað sem það vill,“ segir Kristjana.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Sjá meira