Lífið

Sau­tján blaða­menn hlutu gull­merki Blaða­manna­­fé­lags Ís­lands

Elísabet Hanna skrifar
Flestir þeirra sem hlutu gullmerki BÍ í gær.
Flestir þeirra sem hlutu gullmerki BÍ í gær. Haraldur Jónasson

 Sautján blaðamenn gull­merki Blaðamanna­fé­lags Íslands í gær. Þeir sem hljóta gullmerkið hafa helgað líf sitt blaðamennsku, hafa starfað við það í fjörutíu ár eða helgað sig hagsmunum blaðamannastéttarinnar.

Stjórn Blaðamannafélags Íslands ákveður á hverjum tíma hverjir uppfylla ofangreind skilyrði og fer yfir það fyrir aðalfund félagsins ár hvert. Meðal þeirra sem hlutu viðurkenninguna voru Þórir Guðmundsson, Edda G. Andrésdóttir, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Elín Albertsdóttir og Kristján Már Unnarsson. 

Edda G. Andrésdóttir var meðal þeirra sem tók við gullmerki BÍ.Haraldur Jónasson.

Hjörtur Gíslason, formaður siðanefndar, lét af störfum eftir þrjátíu og eitt ár í nefndinni en hann var kosinn í hana á aðalfundi BÍ árið 1991. Enginn hefur setið jafnlengi í siðanefnd og Hjörtur.

Enginn hefur setið jafnlengi í siðanefnd og Hjörtur Gíslason.Haraldur Jónasson.

Hér að neðan má sjá lista yfir alla sem hlutu gullmerkið:

 • Agnes G. Bragadóttir
 • Edda G. Andrésdóttir
 • Elín Albertsdóttir
 • Eiríkur Jónsson
 • Eiríkur St. Eiríksson
 • Emilía Björg Björnsdóttir
 • Guðlaugur Bergmundsson
 • Hjörtur Gíslason
 • Kristján Már Unnarsson
 • Lúðvík Geirsson
 • Sigmundur Ernir Rúnarsson
 • Sveinn Kr. Guðjónsson
 • Sævar Guðbjörnsson
 • Valgerður K. Jónsdóttir
 • Valgerður Þ. Jónsdóttir
 • Víðir Sigurðsson
 • Þórir Guðmundsson

Tengdar fréttir

Heiðraðir fyrir 40 ára feril

Níu blaðamenn voru heiðraðir fyrir 40 ára feril með gullmerki Blaðamannafélags Íslands síðastliðinn föstudag, um leið og nýr salur félagsins var formlega tekinn í notkun.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.