Úr tvö hundruð starfsmönnum í þrjá Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. apríl 2022 18:22 Stór hluti Íslendinga hefur beðið í röð eftir sýnatöku við Suðurlandsbraut. Nú virðist sá tími að baki - í bili að minnsta kosti. vísir/Vilhelm Tímamót urðu í faraldrinum í dag þegar sýnatökur heilsugæslunnar voru fluttar frá Suðurlandsbraut en starfsemin verður opnuð í Mjóddinni á morgun. Til marks um miklar breytingar munu einungis þrír starfsmenn sinna sýnatökum á nýjum stað en þegar mest lét störfuðu tvö hundruð á Suðurlandsbraut. Marta María Arnarsdóttir, verkefnastjóri hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir húsnæðið við Suðurlandsbraut einfaldlega orðið of stórt þar sem verulega hefur dregið úr komum í sýnatöku. „Þegar mest var hjá okkur vorum við með opið í tólf tíma. Sérstaklega þegar hraðprófin stóðu sem hæst og allir þurftu að sækja sér vottorð fyrir viðburði og slíkt. Þá voru mörg þúsund manns að koma til okkar á hverjum degi. Núna erum við að taka um hundrað sýnatökur á dag sem okkur finnst bara ekki neitt.“ Marta María Arnarsdóttir, verkefnastjóri hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.vísir/Einar Veistu hvað þið hafið tekið mörg sýni á Suðurlandsbraut? „Já, þau hafa verið yfir milljón. Eða um ein milljón og eitt hundrað og fimmtíu þúsund,“ segir Marta. Hún segir blendnar tilfinningar fylgja flutningunum. „Við erum nánast búin að búa hérna, starfsmennirnir sem hafa sinnt sýnatökum, en við fögnum þessu að sjálfsögðu. Það er mjög gott að faraldurinn sé á niðurleið og við vonum að þetta haldist þannig.“ Afgangur af bóluefni í kössum.vísir/Vilhelm Það er mikið verk að pakka öllu niður en Marta segir heilsugæsluna þó tilbúna fyrir aðra bylgju - sem ríði þó vonandi ekki yfir þjóðina. „Við erum búin að pakka öllu saman þannig að við getum riggað upp stórum sýnatökustað ef þörf er á. Ef það kemur ný bylgja eða nýr heimsfaraldur erum við í stakk búin til þess að skella því í gang með dagsfyrirvara. Þannig við erum að pakka öllu mjög skipulega niður.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Reykjavík Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Til marks um miklar breytingar munu einungis þrír starfsmenn sinna sýnatökum á nýjum stað en þegar mest lét störfuðu tvö hundruð á Suðurlandsbraut. Marta María Arnarsdóttir, verkefnastjóri hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir húsnæðið við Suðurlandsbraut einfaldlega orðið of stórt þar sem verulega hefur dregið úr komum í sýnatöku. „Þegar mest var hjá okkur vorum við með opið í tólf tíma. Sérstaklega þegar hraðprófin stóðu sem hæst og allir þurftu að sækja sér vottorð fyrir viðburði og slíkt. Þá voru mörg þúsund manns að koma til okkar á hverjum degi. Núna erum við að taka um hundrað sýnatökur á dag sem okkur finnst bara ekki neitt.“ Marta María Arnarsdóttir, verkefnastjóri hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.vísir/Einar Veistu hvað þið hafið tekið mörg sýni á Suðurlandsbraut? „Já, þau hafa verið yfir milljón. Eða um ein milljón og eitt hundrað og fimmtíu þúsund,“ segir Marta. Hún segir blendnar tilfinningar fylgja flutningunum. „Við erum nánast búin að búa hérna, starfsmennirnir sem hafa sinnt sýnatökum, en við fögnum þessu að sjálfsögðu. Það er mjög gott að faraldurinn sé á niðurleið og við vonum að þetta haldist þannig.“ Afgangur af bóluefni í kössum.vísir/Vilhelm Það er mikið verk að pakka öllu niður en Marta segir heilsugæsluna þó tilbúna fyrir aðra bylgju - sem ríði þó vonandi ekki yfir þjóðina. „Við erum búin að pakka öllu saman þannig að við getum riggað upp stórum sýnatökustað ef þörf er á. Ef það kemur ný bylgja eða nýr heimsfaraldur erum við í stakk búin til þess að skella því í gang með dagsfyrirvara. Þannig við erum að pakka öllu mjög skipulega niður.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Reykjavík Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira