Mjög mikil vonbrigði með bankasöluna Snorri Másson skrifar 28. apríl 2022 19:31 Hildur Björnsdóttir ætlar sér að verða borgarstjóri. En þung umræða um frammistöðu ríkisstjórnarflokkanna í landsmálunum er að hennar mati að skyggja á nauðsynlega umræðu um sveitarstjórnarmál í aðdraganda kosninga. Vísir/Egill Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, kveðst hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með sölu ríkisins á Íslandsbanka. Hún segir að það sé óþolandi fyrir hana sem nýjan oddvita að þurfa að svara fyrir söluna. „Það er auðvitað óþolandi fyrir mig að þurfa að svara fyrir og taka skellinn fyrir mál sem ég hafði ekkert með að gera. Ég er auðvitað nýkjörinn oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Ég er yngsta konan til að gegna þeirri stöðu og því fylgja auðvitað nýjar áherslur og ný ásýnd. Mig langar til að eiga samtal við fólkið í borginni um það hver við erum og fyrir hvað við stöndum, en við komumst ekki að í umræðunni fyrir þungri umræðu um landsmálin,“ segir Hildur í samtali við fréttastofu, en hún var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Augljóslega var eitthvað að hérna í framkvæmdinni. Það skiptir auðvitað miklu máli í málum af þessum toga að um þau ríki traust. Það hefur ekki tekist að mynda traust um framkvæmd þessa máls. Ég held að þarna þurfi auðvitað að sjálfsögðu að velta við öllum steinum og öll kurl þurfa að koma til grafar. Maður verður bara að reyna að treysta ferlinu fram undan og sjá hvað kemur út úr því. En þetta veldur manni auðvitað allt mjög miklum vonbrigðum,“ segir Hildur. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 19,4% fylgi í Reykjavík nú þegar tæpar þrjár vikur eru til sveitarstjórnarkosninga. Flokkurinn náði 30,8% í síðustu kosningum. Þið eruð að mælast með eins og við sjáum, ekki nægilega gott fylgi að ykkar mati. Þið nefnið Bankasöluna sem eitthvað sem kann að vera að hafa áhrif, en ykkar listi. Það er líka talað um klofning innan hans. Það getur ekki verið að það sé ekki líka að hafa áhrif? „Það er enginn klofningur innan okkar lista. Sjálfstæðisflokkurinn samanstendur af mjög fjölbreyttu fólki. Þannig byggjum við okkar tilveru sem breiðfylking. Þarna er fólk á öllum aldri með ólíkan bakgrunn, saman komum við að borðinu, myndum okkar sýn og málefnastefnu sem við stöndum öll saman um. Það er enginn klofningur hjá okkur, bara full samstaða,“ segir Hildur. Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Salan á Íslandsbanka Borgarstjórn Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
„Það er auðvitað óþolandi fyrir mig að þurfa að svara fyrir og taka skellinn fyrir mál sem ég hafði ekkert með að gera. Ég er auðvitað nýkjörinn oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Ég er yngsta konan til að gegna þeirri stöðu og því fylgja auðvitað nýjar áherslur og ný ásýnd. Mig langar til að eiga samtal við fólkið í borginni um það hver við erum og fyrir hvað við stöndum, en við komumst ekki að í umræðunni fyrir þungri umræðu um landsmálin,“ segir Hildur í samtali við fréttastofu, en hún var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Augljóslega var eitthvað að hérna í framkvæmdinni. Það skiptir auðvitað miklu máli í málum af þessum toga að um þau ríki traust. Það hefur ekki tekist að mynda traust um framkvæmd þessa máls. Ég held að þarna þurfi auðvitað að sjálfsögðu að velta við öllum steinum og öll kurl þurfa að koma til grafar. Maður verður bara að reyna að treysta ferlinu fram undan og sjá hvað kemur út úr því. En þetta veldur manni auðvitað allt mjög miklum vonbrigðum,“ segir Hildur. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 19,4% fylgi í Reykjavík nú þegar tæpar þrjár vikur eru til sveitarstjórnarkosninga. Flokkurinn náði 30,8% í síðustu kosningum. Þið eruð að mælast með eins og við sjáum, ekki nægilega gott fylgi að ykkar mati. Þið nefnið Bankasöluna sem eitthvað sem kann að vera að hafa áhrif, en ykkar listi. Það er líka talað um klofning innan hans. Það getur ekki verið að það sé ekki líka að hafa áhrif? „Það er enginn klofningur innan okkar lista. Sjálfstæðisflokkurinn samanstendur af mjög fjölbreyttu fólki. Þannig byggjum við okkar tilveru sem breiðfylking. Þarna er fólk á öllum aldri með ólíkan bakgrunn, saman komum við að borðinu, myndum okkar sýn og málefnastefnu sem við stöndum öll saman um. Það er enginn klofningur hjá okkur, bara full samstaða,“ segir Hildur.
Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Salan á Íslandsbanka Borgarstjórn Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira