Mjög mikil vonbrigði með bankasöluna Snorri Másson skrifar 28. apríl 2022 19:31 Hildur Björnsdóttir ætlar sér að verða borgarstjóri. En þung umræða um frammistöðu ríkisstjórnarflokkanna í landsmálunum er að hennar mati að skyggja á nauðsynlega umræðu um sveitarstjórnarmál í aðdraganda kosninga. Vísir/Egill Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, kveðst hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með sölu ríkisins á Íslandsbanka. Hún segir að það sé óþolandi fyrir hana sem nýjan oddvita að þurfa að svara fyrir söluna. „Það er auðvitað óþolandi fyrir mig að þurfa að svara fyrir og taka skellinn fyrir mál sem ég hafði ekkert með að gera. Ég er auðvitað nýkjörinn oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Ég er yngsta konan til að gegna þeirri stöðu og því fylgja auðvitað nýjar áherslur og ný ásýnd. Mig langar til að eiga samtal við fólkið í borginni um það hver við erum og fyrir hvað við stöndum, en við komumst ekki að í umræðunni fyrir þungri umræðu um landsmálin,“ segir Hildur í samtali við fréttastofu, en hún var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Augljóslega var eitthvað að hérna í framkvæmdinni. Það skiptir auðvitað miklu máli í málum af þessum toga að um þau ríki traust. Það hefur ekki tekist að mynda traust um framkvæmd þessa máls. Ég held að þarna þurfi auðvitað að sjálfsögðu að velta við öllum steinum og öll kurl þurfa að koma til grafar. Maður verður bara að reyna að treysta ferlinu fram undan og sjá hvað kemur út úr því. En þetta veldur manni auðvitað allt mjög miklum vonbrigðum,“ segir Hildur. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 19,4% fylgi í Reykjavík nú þegar tæpar þrjár vikur eru til sveitarstjórnarkosninga. Flokkurinn náði 30,8% í síðustu kosningum. Þið eruð að mælast með eins og við sjáum, ekki nægilega gott fylgi að ykkar mati. Þið nefnið Bankasöluna sem eitthvað sem kann að vera að hafa áhrif, en ykkar listi. Það er líka talað um klofning innan hans. Það getur ekki verið að það sé ekki líka að hafa áhrif? „Það er enginn klofningur innan okkar lista. Sjálfstæðisflokkurinn samanstendur af mjög fjölbreyttu fólki. Þannig byggjum við okkar tilveru sem breiðfylking. Þarna er fólk á öllum aldri með ólíkan bakgrunn, saman komum við að borðinu, myndum okkar sýn og málefnastefnu sem við stöndum öll saman um. Það er enginn klofningur hjá okkur, bara full samstaða,“ segir Hildur. Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Salan á Íslandsbanka Borgarstjórn Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Skýrt í regluverkinu að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Sjá meira
„Það er auðvitað óþolandi fyrir mig að þurfa að svara fyrir og taka skellinn fyrir mál sem ég hafði ekkert með að gera. Ég er auðvitað nýkjörinn oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Ég er yngsta konan til að gegna þeirri stöðu og því fylgja auðvitað nýjar áherslur og ný ásýnd. Mig langar til að eiga samtal við fólkið í borginni um það hver við erum og fyrir hvað við stöndum, en við komumst ekki að í umræðunni fyrir þungri umræðu um landsmálin,“ segir Hildur í samtali við fréttastofu, en hún var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Augljóslega var eitthvað að hérna í framkvæmdinni. Það skiptir auðvitað miklu máli í málum af þessum toga að um þau ríki traust. Það hefur ekki tekist að mynda traust um framkvæmd þessa máls. Ég held að þarna þurfi auðvitað að sjálfsögðu að velta við öllum steinum og öll kurl þurfa að koma til grafar. Maður verður bara að reyna að treysta ferlinu fram undan og sjá hvað kemur út úr því. En þetta veldur manni auðvitað allt mjög miklum vonbrigðum,“ segir Hildur. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 19,4% fylgi í Reykjavík nú þegar tæpar þrjár vikur eru til sveitarstjórnarkosninga. Flokkurinn náði 30,8% í síðustu kosningum. Þið eruð að mælast með eins og við sjáum, ekki nægilega gott fylgi að ykkar mati. Þið nefnið Bankasöluna sem eitthvað sem kann að vera að hafa áhrif, en ykkar listi. Það er líka talað um klofning innan hans. Það getur ekki verið að það sé ekki líka að hafa áhrif? „Það er enginn klofningur innan okkar lista. Sjálfstæðisflokkurinn samanstendur af mjög fjölbreyttu fólki. Þannig byggjum við okkar tilveru sem breiðfylking. Þarna er fólk á öllum aldri með ólíkan bakgrunn, saman komum við að borðinu, myndum okkar sýn og málefnastefnu sem við stöndum öll saman um. Það er enginn klofningur hjá okkur, bara full samstaða,“ segir Hildur.
Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Salan á Íslandsbanka Borgarstjórn Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Skýrt í regluverkinu að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Sjá meira