Lögregla reynir að sporna við dreifingu á klámi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. apríl 2022 08:31 Tugir Íslendinga eru sagðir framleiða og selja kynferðislegt efni á Onlyfans. Getty Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það vera skyldu sína að reyna eftir fremsta megni að sporna við dreifingu á klámi á Onlyfans. Fátt er þó um svör um hvort lögregla hafi í reynd skoðað málið. Í Kompás var rætt við fólk sem framleiðir kynferðislegt efni á Onlyfans og telur klámbann í lögum úrelt. Ósk Tryggvadóttir er ein þeirra en hún segist að minnsta kosti vita um tugi Íslendinga sem selja aðgang að klámefni á síðunni. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, sagði í samtali við fréttastofu þörf á endurskoðun ákvæðisins í hegningarlögum og vísaði meðal annars í aðgerðaleysi lögreglu. „Það er ekki gott að vera með löggjöf sem við erum ekki að beita. Vegna þess að við viljum að öll löggjöf sé tekin alvarlega.“ Lögregla hafnaði viðtali um málið og í skriflegum svörum er því ekki svarað hvort dreifing á klámi á Onlyfans hafi verið skoðuð. Þar segir þó að öll framleiðsla og dreifing á klámefni sé refsiverð á Íslandi. „Afstaða lögreglunnar til dreifingar á slíku efni er sú að það er skylda okkar að reyna eftir fremsta megni að sporna við slíkri iðju,“ segir í svörum lögreglu. Ekki er sagt útilokað að starfsemin verði skoðuð að frumkvæði lögreglu. „Einnig er líklegt að skattayfirvöld hafi áhuga á hagnaði sem að hlýst af ætlaðri brotastarfsemi.“ Hér að neðan eru svör lögreglu í heild sinni: Hefur lögregla skoðað dreifingu á klámi á Onlyfans? Lögregla: Öll framleiðsla og dreifing á klámefni er refsiverð á Íslandi og afstaða lögreglunnar til dreifingar á slíku efni er sú að það er skylda okkar að reyna eftir fremsta megni að sporna við slíkri iðju. Ef ekki – hvers vegna? Lögregla: Ekkert svar. Telur lögregla að framleiðsla eða dreifing á klámi á miðlinum brjóti í bága við hegningarlög? Lögregla: Þetta er í raun sama svar og hér að ofan, öll dreifing á klámefni er ólögleg á Íslandi. Mál sem þessi geta þó reynst flókin í rannsókn þar sem að sölusíður eru oftast hýstar erlendis þar sem slíkt efni er ekki ólöglegt. Hvað gæti lögregla aðhafst? Lögreglan skoðar hvert mál sem kemur inn á borð til hennar með tilliti til hvað hægt er að gera til að sporna við dreifingu slíks efnis. Lögregla beitir þeim úrræðum sem henni eru tiltæk skv. lögum og reglum við rannsókn mála og taka úrræðin mið af hverju máli fyrir sig. Er líklegt að ráðist verði í sérstaka skoðun á starfseminni? Eins og áður segir þá er hvert mál sem kemur inn til lögreglu skoðað og kannað hvað hægt er að gera og ákvarða hvort um ólögmæta starfsemi eða háttsemi er að ræða í hvert sinn. Ekki er hægt að útiloka að lögregla hafi frumkvæði að því að taka mál til rannsóknar. Einnig er líklegt að skattayfirvöld hafi áhuga á hagnaði sem að hlýst af ætlaðri brotastarfsemi. Kompás Lögreglan Klám Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Í Kompás var rætt við fólk sem framleiðir kynferðislegt efni á Onlyfans og telur klámbann í lögum úrelt. Ósk Tryggvadóttir er ein þeirra en hún segist að minnsta kosti vita um tugi Íslendinga sem selja aðgang að klámefni á síðunni. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, sagði í samtali við fréttastofu þörf á endurskoðun ákvæðisins í hegningarlögum og vísaði meðal annars í aðgerðaleysi lögreglu. „Það er ekki gott að vera með löggjöf sem við erum ekki að beita. Vegna þess að við viljum að öll löggjöf sé tekin alvarlega.“ Lögregla hafnaði viðtali um málið og í skriflegum svörum er því ekki svarað hvort dreifing á klámi á Onlyfans hafi verið skoðuð. Þar segir þó að öll framleiðsla og dreifing á klámefni sé refsiverð á Íslandi. „Afstaða lögreglunnar til dreifingar á slíku efni er sú að það er skylda okkar að reyna eftir fremsta megni að sporna við slíkri iðju,“ segir í svörum lögreglu. Ekki er sagt útilokað að starfsemin verði skoðuð að frumkvæði lögreglu. „Einnig er líklegt að skattayfirvöld hafi áhuga á hagnaði sem að hlýst af ætlaðri brotastarfsemi.“ Hér að neðan eru svör lögreglu í heild sinni: Hefur lögregla skoðað dreifingu á klámi á Onlyfans? Lögregla: Öll framleiðsla og dreifing á klámefni er refsiverð á Íslandi og afstaða lögreglunnar til dreifingar á slíku efni er sú að það er skylda okkar að reyna eftir fremsta megni að sporna við slíkri iðju. Ef ekki – hvers vegna? Lögregla: Ekkert svar. Telur lögregla að framleiðsla eða dreifing á klámi á miðlinum brjóti í bága við hegningarlög? Lögregla: Þetta er í raun sama svar og hér að ofan, öll dreifing á klámefni er ólögleg á Íslandi. Mál sem þessi geta þó reynst flókin í rannsókn þar sem að sölusíður eru oftast hýstar erlendis þar sem slíkt efni er ekki ólöglegt. Hvað gæti lögregla aðhafst? Lögreglan skoðar hvert mál sem kemur inn á borð til hennar með tilliti til hvað hægt er að gera til að sporna við dreifingu slíks efnis. Lögregla beitir þeim úrræðum sem henni eru tiltæk skv. lögum og reglum við rannsókn mála og taka úrræðin mið af hverju máli fyrir sig. Er líklegt að ráðist verði í sérstaka skoðun á starfseminni? Eins og áður segir þá er hvert mál sem kemur inn til lögreglu skoðað og kannað hvað hægt er að gera og ákvarða hvort um ólögmæta starfsemi eða háttsemi er að ræða í hvert sinn. Ekki er hægt að útiloka að lögregla hafi frumkvæði að því að taka mál til rannsóknar. Einnig er líklegt að skattayfirvöld hafi áhuga á hagnaði sem að hlýst af ætlaðri brotastarfsemi.
Kompás Lögreglan Klám Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira