Fundað hjá Flokki fólksins vegna skilaboða Tómasar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. apríl 2022 16:11 Guðmundur Ingi Kristinsson í pontu Alþingis á dögunum. vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson, formaður þingflokks Flokks fólksins, segist hafa rætt við Tómas A. Tómasson, þingmann flokksins, um skilaboð sem hann sendi árið 2014 þar sem Tómas lýsti kynlífi sínu með yngri konum í Taílandi. Vísir greindi frá skilaboðunum fyrir hádegi í dag. Þau eru frá 2014 og segir Tómas, þá nýlentur í höfuðborginni Bangkok, meðal annars: „Ein dásamleg 26 ára ca. 45 kg var að yfirgefa herbergið smokklaust. En byrjaði á nuddkonunni fyrr í dag, kvöldið er ungt, 20.21.“ Í framhaldinu segist hann ætla að láta kunningja sinn vita þegar hann „tek eina fyrir thig“. Tómas sagði í samtali við fréttastofu ekki líta svo á að hann hefði greitt fyrir kynlíf í Taílandi. „Hann er fullorðinn einstaklingur“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur ekki svarað símtölum fréttastofu í dag. Guðmundur Ingi Kristinsson, formaður þingflokksins, segir málið til skoðunar hjá flokknum. „Þetta gerðist áður en hann kom í flokkinn. Hann er fullorðinn einstaklingur, ber auðvitað ábyrgð á sjálfum sér,“ segir Guðmundur Ingi. „Við skoðum þetta og veltum fyrir okkur öllu í þessu máli, og tökum síðan ákvörðun,“ bætir hann við. Spurður hvernig málið slær hann segir Guðmundur Ingi: „Þetta er ekki gott en þetta er verst fyrir hann.“ „Að mörgu leyti sorgarmál“ Guðmundur Ingi segir skoðun málsins ekki langt komna. „Við ætlum að gefa okkur góðan tíma til að skoða þetta mál,“ segir Guðmundur Ingi. Tómas A. Tómasson hefur verið kjörinn fulltrúi frá síðasta hausti. Hann átti samkvæmt smáskilaboðum kynferðisleg samskipti við taílenska konu árið 2014 og segist ekki hafa greitt fyrir þau.Vísir „Við skoðum þetta og veltum fyrir okkur öllu í þessu máli, og tökum síðan ákvörðun.“ Ekkert liggi fyrir um hvort Tómasi verði vikið úr flokknum. „Við ætlum að fara í gegnum þetta og skoða þetta. Þetta er að mörgu leyti sorgarmál, við verðum að skoða það, ræða það og svo kemur niðurstaða,“ segir Guðmundur Ingi. Ekkert heyrst í Ingu Sæland Hann viti ekkert hvenær niðurstaða liggi fyrir. Málið verði að fá sinn tíma. Hann hafi þegar hitt Tómas og muni gera það áfram. Guðmundur Ingi segir Ingu Sæland formann flokksins í veikindaleyfi sem sé að líkindum ástæða þess að ekkert hafi heyrst frá henni varðandi málið. Inga hefur ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu í dag. Inga var þó í viðtali á Bylgjunni í gær um blóðmerahald. Guðmundur segir þau Ingu hafa rætt saman en það hafi verið tveggja manna tal. Aðspurður um hvað formanninum finnist um málið segir Guðmundur Ingi: „Þið verðið að spyrja hana um það.“ Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Tómas lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi Tómas A. Tómasson þingmaður lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi sem vísað er til í smáskilaboðum sem hann sendi til kunningja síns árið 2014. 28. apríl 2022 11:24 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Vísir greindi frá skilaboðunum fyrir hádegi í dag. Þau eru frá 2014 og segir Tómas, þá nýlentur í höfuðborginni Bangkok, meðal annars: „Ein dásamleg 26 ára ca. 45 kg var að yfirgefa herbergið smokklaust. En byrjaði á nuddkonunni fyrr í dag, kvöldið er ungt, 20.21.“ Í framhaldinu segist hann ætla að láta kunningja sinn vita þegar hann „tek eina fyrir thig“. Tómas sagði í samtali við fréttastofu ekki líta svo á að hann hefði greitt fyrir kynlíf í Taílandi. „Hann er fullorðinn einstaklingur“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur ekki svarað símtölum fréttastofu í dag. Guðmundur Ingi Kristinsson, formaður þingflokksins, segir málið til skoðunar hjá flokknum. „Þetta gerðist áður en hann kom í flokkinn. Hann er fullorðinn einstaklingur, ber auðvitað ábyrgð á sjálfum sér,“ segir Guðmundur Ingi. „Við skoðum þetta og veltum fyrir okkur öllu í þessu máli, og tökum síðan ákvörðun,“ bætir hann við. Spurður hvernig málið slær hann segir Guðmundur Ingi: „Þetta er ekki gott en þetta er verst fyrir hann.“ „Að mörgu leyti sorgarmál“ Guðmundur Ingi segir skoðun málsins ekki langt komna. „Við ætlum að gefa okkur góðan tíma til að skoða þetta mál,“ segir Guðmundur Ingi. Tómas A. Tómasson hefur verið kjörinn fulltrúi frá síðasta hausti. Hann átti samkvæmt smáskilaboðum kynferðisleg samskipti við taílenska konu árið 2014 og segist ekki hafa greitt fyrir þau.Vísir „Við skoðum þetta og veltum fyrir okkur öllu í þessu máli, og tökum síðan ákvörðun.“ Ekkert liggi fyrir um hvort Tómasi verði vikið úr flokknum. „Við ætlum að fara í gegnum þetta og skoða þetta. Þetta er að mörgu leyti sorgarmál, við verðum að skoða það, ræða það og svo kemur niðurstaða,“ segir Guðmundur Ingi. Ekkert heyrst í Ingu Sæland Hann viti ekkert hvenær niðurstaða liggi fyrir. Málið verði að fá sinn tíma. Hann hafi þegar hitt Tómas og muni gera það áfram. Guðmundur Ingi segir Ingu Sæland formann flokksins í veikindaleyfi sem sé að líkindum ástæða þess að ekkert hafi heyrst frá henni varðandi málið. Inga hefur ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu í dag. Inga var þó í viðtali á Bylgjunni í gær um blóðmerahald. Guðmundur segir þau Ingu hafa rætt saman en það hafi verið tveggja manna tal. Aðspurður um hvað formanninum finnist um málið segir Guðmundur Ingi: „Þið verðið að spyrja hana um það.“
Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Tómas lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi Tómas A. Tómasson þingmaður lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi sem vísað er til í smáskilaboðum sem hann sendi til kunningja síns árið 2014. 28. apríl 2022 11:24 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Tómas lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi Tómas A. Tómasson þingmaður lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi sem vísað er til í smáskilaboðum sem hann sendi til kunningja síns árið 2014. 28. apríl 2022 11:24