Innlent

Vilja mislit, sæt og krúttleg lömb

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Anna og Guðmundur eru eingöngu með mislitt fé.
Anna og Guðmundur eru eingöngu með mislitt fé. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sauðburður eru nú að hefjast hjá sauðfjárbændum um land allt. Bændur í Ölfusi segja lang skemmtilegast að fá mislit lömb. Af þeim sjö kindum, sem eru bornar hjá þeim erum fimm þrílembdar.

Anna Höskuldsdóttir og Guðmundur Ingvarsson á bænum Akurgerði í Ölfusi eru með 45 kindur sér og fjölskyldunni til ánægju. Fyrstu ærnar báru fyrir nokkrum dögum og síðan koma hinar í kjölfarið. Barnabörnin eru dugleg að koma í heimsókn til að skoða og halda á lömbunum. Af þeim sjö, sem eru bornar núna eru fimm þrílembdar, sem Guðmundur segir allt of mikið.

„Já, já, það er mikil fjórsemi enda er bústofninn af Ströndunum. Strandagenið, það klikkar ekki, kindurnar okkar eru allar ættaðar þaðan. Þetta er tvímælalaust skemmtilegasti tími ársins með kindurnar,“ segir Guðmundur.+

Guðmundur í Akurgerði, sem hefur alltaf mjög gaman af því að stússast í fénu á bænum.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Anna er af Ströndunum. Hún segist bara vilja mislit lömb, þau séu svo falleg, sæt og krúttleg.

„Já, ég vil bara liti, það er ég sem ræð, nei, nei, það er ekki ég sem ræð, við erum saman í þetta. Þetta er frábær og yndislegur tími í sveitinni, það er svo gaman þegar lömbin eru með svona marga lit,“ segir Anna.

Anna og Guömundur eru sammála um að vorið sé skemmtilegasti tíminn í sveitinni, ekki síst þegar lömbin eru að koma í heiminn.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Ættu fleiri að vera með kindur? „Já, bara svona nokkrar til að eiga heima og leika sér með.“

Anna, sem er svo hrifin af mislitum, sætum og krúttlegum lömbum.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Og barnabörnin eru dugleg að koma í heimsókn?

„Já, mjög, þeim finnst mjög gaman af þessu. Þau eiga öll einhverja kind hjá okkur,“ segir Anna, alsæl með lífið í sveitinni.

Barnabörnin eru dugleg að heimsækja afa og ömmu í sveitina til að fá að halda á lömbunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×