Innlent

Segja skrif­ræði stjórn­valda hindra eld­flauga­skot frá Langa­nesi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá eldflaugaskoti Skyrora á Langanesi sumarið 2020.
Frá eldflaugaskoti Skyrora á Langanesi sumarið 2020. Mynd/Skyrora

Skoska eldflaugafyrirtækið Skyrora segir að „óþarfa skrifræði“ íslenskra stjórnvalda sé að tefja það að félagið geti skotið eldflaug á loft frá Langanesi.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birtist á vefsíðu fyrirtækisins í dag.

Ef til vill kannast einhverjir Íslendingar við nafnið Skyrora, en félagið skaut á loft eldflaug frá Langanesi sumarið 2020, sem heppnaðist vel.

Í tilkynningu á vef fyrirtækisins segir að það sé nú reiðubúið til að skjóta Skylark L eldflauginni á loft frá Langanesi, þar sem félagið er með færanlegan skotpall.

Eldflaugin er ellefu metrar á hæð og hefur fimmtíu kílóa burðargetu. Er þetta fyrsta eldflaug félagsins sem getur flogið hærra en 100 kílómetra frá yfirborði jarðar.

Upphaflega stóð til að skjóta eldflauginni á loft síðastliðinn september.

„Allt var til reiðu hjá Skyrora að stíga þetta mikilvæga skref í átt að lokamarkmiði sínu, að skjóta fyrstu eldflauginni á sporbraut umhverfis jörðu frá Bretlandi árið 2023, en staðið hefur á leyfum frá íslenskum yfirvöldum til að það takist, segir á vef fyrirtækisins þar sem þetta er kallað „óþarfa skrifræði“. Skorar fyrirtækið á íslensk stjórnvöld að veita leyfi fyrir eldflaugaskotinu.

Skot Skylark L flaugarinnar er sagt vera mikilvægt skref í átt að lokamarkmiði fyrirtækisins, sem er að skjóta enn stærri eldlflaug á loft frá Bretlandi á næsta ári, Skyrora XL.


Tengdar fréttir

Leita enn að því sem féll í sjóinn

Enn er verið að að athuga hvort hægt sé að endurheimta þá hluta Skylark Micro eldflaugarinnar sem féllu í sjóinn eftir vel heppnað eldflaugaskot á Langanesi um helgina.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×