Útrýma þurfi gráu svæðunum þar sem fólk lendir á milli úrræða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. apríl 2022 15:46 Kleppur hýsir fimm geðdeildir Landspítalans; Réttardeild, öryggisdeild, göngudeild, endurhæfingardeild og sérhæfð endurhæfingardeild. Vísir/Vilhel Ríkisendurskoðun leggur áherslu á að efla þurfi söfnun upplýsinga, meðferð gagna og aðgengi að þeim þegar geðheilbrigðisþjónusta er annars vegar. Eyða þurfi lagalegri óvissu um skil á gögnum til embættis landlæknis og halda betur utan um upplýsingar um tíðni óvæntra atvika í geðheilbrigðisþjónustu og kvartanir henni tengdri. Þá þarf að greina þjónustu- og mannaflaþörf í geðheilbrigðisþjónustunni og auka yfirsýn heilbrigðisráðuneytis um kostnað við veitingu hennar. Þetta er meðal niðurstaðna í nýlokinni stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi þar sem fjallað er um stefnu stjórnvalda, skipulag þjónustu, kostnað og árangur í geðheilbrigðismálum. Fulltrúar Ríkisendurskoðunar kynntu skýrsluna á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis fyrr í dag. Ríkisendurskoðun segir skipulag geðheilbrigðisþjónustu í megindráttum í samræmi við stefnu stjórnvalda um þrjú þjónustustig og að rétt þjónusta skuli veitt á réttum stað. Það ætti því að vera til þess fallið að stuðla að árangri í málaflokknum. Ákveðnir fyrrnefndir vankantar séu hins vegar á kerfinu sem dragi úr árangri við framkvæmd. „Jafnframt þarf að tryggja betur samfellda og samþætta þjónustu með því að auka samvinnu og samhæfingu þjónustuveitenda. Þá þarf að útrýma gráum svæðum þar sem einstaklingar lenda milli úrræða og fá ekki viðeigandi þjónustu. Mörg þessara svæða eru vel þekkt en illa hefur gengið að fækka þeim.“ Mikilvægt sé að tryggja fólki tímanlegt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu við hæfi samkvæmt skilgreindum viðmiðum um biðtíma og jafna aðgengi fólks að geðheilbrigðisþjónustu, m.a. með því að ljúka samningum við sjálfstætt starfandi geðlækna og sálfræðinga og tryggja þjónustu á fleiri tungumálum en íslensku. Að mati Ríkisendurskoðunar þarf að stuðla að nægu framboði hæfs fagfólks á sviði geðheilbrigðismála en þar þurfi að horfa til kjara, starfsumhverfis og húsnæðismála. Enn fremur þurfi að tryggja nægt námsframboð og námsstöður svo vinna megi gegn skorti einstakra fagstétta. Þá leggur Ríkisendurskoðun áherslu á að tryggja þurfi tilvist geðheilsuteyma en sum þeirra hafi eingöngu verið fjármögnuð í afmarkaðan tíma. Þá þurfi einnig að skoða fýsileika þess að hafa ávallt fulltrúa félagsþjónustu innan teymanna til að efla samstarf heilbrigðis- og félagsþjónustu. „Til að ná fram skilvirkni og árangri í geðheilbrigðismálum þarf að vera til staðar skýr framtíðarsýn og markviss stefnumótun. Stefnu stjórnvalda þarf svo að fylgja eftir með aðgerðaráætlun sem felur í sér skýr og vel skilgreind markmið, tímamörk og tilgreinda ábyrgðaraðila,“ segir á vef Ríkisendurskoðunar. Skýrsluna í heild má sjá að neðan. Tengd skjöl Gedheilbrigdisthjonusta_skyrslaPDF1.9MBSækja skjal Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
Þá þarf að greina þjónustu- og mannaflaþörf í geðheilbrigðisþjónustunni og auka yfirsýn heilbrigðisráðuneytis um kostnað við veitingu hennar. Þetta er meðal niðurstaðna í nýlokinni stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi þar sem fjallað er um stefnu stjórnvalda, skipulag þjónustu, kostnað og árangur í geðheilbrigðismálum. Fulltrúar Ríkisendurskoðunar kynntu skýrsluna á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis fyrr í dag. Ríkisendurskoðun segir skipulag geðheilbrigðisþjónustu í megindráttum í samræmi við stefnu stjórnvalda um þrjú þjónustustig og að rétt þjónusta skuli veitt á réttum stað. Það ætti því að vera til þess fallið að stuðla að árangri í málaflokknum. Ákveðnir fyrrnefndir vankantar séu hins vegar á kerfinu sem dragi úr árangri við framkvæmd. „Jafnframt þarf að tryggja betur samfellda og samþætta þjónustu með því að auka samvinnu og samhæfingu þjónustuveitenda. Þá þarf að útrýma gráum svæðum þar sem einstaklingar lenda milli úrræða og fá ekki viðeigandi þjónustu. Mörg þessara svæða eru vel þekkt en illa hefur gengið að fækka þeim.“ Mikilvægt sé að tryggja fólki tímanlegt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu við hæfi samkvæmt skilgreindum viðmiðum um biðtíma og jafna aðgengi fólks að geðheilbrigðisþjónustu, m.a. með því að ljúka samningum við sjálfstætt starfandi geðlækna og sálfræðinga og tryggja þjónustu á fleiri tungumálum en íslensku. Að mati Ríkisendurskoðunar þarf að stuðla að nægu framboði hæfs fagfólks á sviði geðheilbrigðismála en þar þurfi að horfa til kjara, starfsumhverfis og húsnæðismála. Enn fremur þurfi að tryggja nægt námsframboð og námsstöður svo vinna megi gegn skorti einstakra fagstétta. Þá leggur Ríkisendurskoðun áherslu á að tryggja þurfi tilvist geðheilsuteyma en sum þeirra hafi eingöngu verið fjármögnuð í afmarkaðan tíma. Þá þurfi einnig að skoða fýsileika þess að hafa ávallt fulltrúa félagsþjónustu innan teymanna til að efla samstarf heilbrigðis- og félagsþjónustu. „Til að ná fram skilvirkni og árangri í geðheilbrigðismálum þarf að vera til staðar skýr framtíðarsýn og markviss stefnumótun. Stefnu stjórnvalda þarf svo að fylgja eftir með aðgerðaráætlun sem felur í sér skýr og vel skilgreind markmið, tímamörk og tilgreinda ábyrgðaraðila,“ segir á vef Ríkisendurskoðunar. Skýrsluna í heild má sjá að neðan. Tengd skjöl Gedheilbrigdisthjonusta_skyrslaPDF1.9MBSækja skjal
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira