Innlent

Tólf sækjast eftir að taka við embætti ríkisendurskoðanda

Atli Ísleifsson skrifar
Húsnæði Ríkisendurskoðunar í Bríetartúni í Reykjavík.
Húsnæði Ríkisendurskoðunar í Bríetartúni í Reykjavík. Ríkisendurskoðun

Tólf einstaklingar hafa gefið kost á sér í embætti ríkisendurskoðanda.

Frá þessu segir á vef Alþingis. Sá sem verður skipaður í stöðuna mun því taka við af Skúla Eggerti Þórðarsyni sem tók við embætti ráðuneytisstjóra í nýju menningar- og viðskiptaráðuneyti fyrr á árinu. Skúli hafði gegnt embætti ríkisendurskoðenda frá árinu 2018 og var ríkisskattstjóri í tólf ár.

Þau sem sækja um stöðu ríkisendurskoðenda nú eru:

  • Ásgeir Brynjar Torfason, PhD í reikningsskilum,
  • Birgir Finnbogason, löggiltur endurskoðandi,
  • Davíð Ólafur Ingimarsson, stjórnsýslufræðingur,
  • Eiríkur Einarsson, viðskiptafræðingur ,
  • Guðmundur Björgvin Helgason, stjórnmálafræðingur,
  • Guðrún Torfhildur Gísladóttir, löggiltur endurskoðandi,
  • Jón Arnar Baldurs, löggiltur endurskoðandi,
  • Jón H. Sigurðsson, löggiltur endurskoðandi,
  • Jón Magnússon, viðskiptafræðingur,
  • Kristrún Helga Ingólfsdóttir, löggiltur endurskoðandi,
  • Páll Grétar Steingrímsson, löggiltur endurskoðandi
  • Sigurður H. Helgason, stjórnsýslufræðingur.

Í tilkynningunni á vef þingsins segir að undirnefnd forsætisnefndar, sem þau Birgir Ármannsson, forseti Alþingis og formaður undirnefndar, Oddný G. Harðardóttir, 1. varaforseti, og Líneik Anna Sævarsdóttir, 2. varaforseti, skipa hafi gengið frá skipan ráðgjafarnefndar.

„Ráðgjafarnefndin verður undirnefndinni til aðstoðar við að gera tillögu til forsætisnefndar um einstakling sem forsætisnefnd tilnefnir við kosningu í embættið, en ríkisendurskoðandi er kjörinn á þingfundi.

Eftirtaldir sérfræðingar skipa ráðgjafarnefndina: Þorgeir Örlygsson, fv. forseti Hæstaréttar, sem er jafnframt formaður nefndarinnar, Katrín S. Óladóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum og framkvæmdastjóri Hagvangs, og Stefán Svavarsson, lektor og löggiltur endurskoðandi. Starfsmaður nefndarinnar er Heiðrún Pálsdóttir, ritari forseta Alþingis,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×