Innlent

Forsetinn keypti fyrsta ljósið eftir æsilega Síkisferð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðni forseti ásamt meðlimum Reykjavíkurdætra og fulltrúum Barnaheilla-Save the Children.
Guðni forseti ásamt meðlimum Reykjavíkurdætra og fulltrúum Barnaheilla-Save the Children. Vísir/Vilhelm

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, keypti fyrsta ljósið í landssöfnun Barnaheilla-Save the Children á Íslandi en söfnunin hófst í dag og stendur til 4. maí. Safnað er til styrktar verkefninu Verndarar barna, sem er forvarnaverkefni Barnaheilla gegn kynferðisofbeldi á börnum. Söfnunin ber heitið „Hjálpumst að við að vernda börn”.

Markmið verkefnisins er að efla vitundarvakningu og fræðslu í forvörnum gegn kynferðisofbeldi, meðal annars með öflugum námskeiðum fyrir þá sem vilja fá þjálfun í að fyrirbyggja kynferðisofbeldi og bregðast við af ábyrgð.

Hægt er að styrkja átakið með kaupum á ljósum, til dæmis á vef Barnaheilla.

Guðni forseti var mættur við opnun söfnunarinnar í húsakynnum Barnaheilla að Fákafeni 9 klukkan ellefu í morgun. Forsetinn var staddur í Síkinu á Sauðarkróki í gærkvöldi þar sem æsilegur leikur heimamanna í Tindastóli gegn Njarðvíkingum í undanúrslitum Subway-deildar karla fór fram.

Tindastóll sigraði að loknum tvíframlengdum leik og má reikna að fosetinn, sem er íþróttaáhugamaður mikill, hafi því ekki verið kominn á höfuðborgarsvæðið fyrr en seint í nótt. Það var þó ekki að sjá á honum neinn svefnmissi við opnun söfnunarinnar í morgun.

Hljómsveitin Reykjavíkurdætur var á staðnum við upphaf söfnunarinnar og fluttu ávarp.

Fréttin hefur verið uppfærð en Reykjavíkurdætur fluttu ávarp í stað fyrirhugaðs flutnings á lagi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.