Beindi byssu að höfði Kardashian en segist aðeins hafa verið að fíflast Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 22. apríl 2022 19:01 Fyrirsætan Blac Chyna er ekki að eiga sjö dagana sæla. Getty/Michael Tran Fyrirsætan Blac Chyna viðurkennir að hafa beint byssu að þáverandi unnusta sínum Rob Kardashian árið 2016, það hafi þó verið gert í gríni. Atvikið er á meðal þess sem fram hefur komið í réttarhöldum í máli Chyna gegn Kardashian fjölskyldunni. Blac Chyna byrjaði með Rob Kardashian árið 2016. Þau trúlofuðu sig fljótt og eignuðust dótturina Dream Kardashian í nóvember sama ár. Þá byrjuðu þau með sinn eigin raunveruleikaþátt á sjónvarpsstöðinni E! sem bar heitið Rob & Chyna. Sambandið entist þó ekki lengi, því í febrúar árið 2017 slitu þau trúlofuninni og má segja að í kjölfarið hafi allt farið í háaloft þeirra á milli. Sjá: Stormasamt samband Rob Kardashian og Blac Chyna Rob hefur sakað Chyna um áfengis- og lyfjamisnotkun og framhjáhald. En hann er sagður hafa hefnt sín á henni með því að deila nektarmyndum af henni á netinu. Árið 2017 höfðaði Chyna því mál gegn Rob og sótti um nálgunarbann. Rob Kardashian og Blac Chyna voru trúlofuð árið 2016.Getty/Gabe Ginsberg Segir mæðgurnar hafa látið taka þáttinn af dagskrá Á þriðjudaginn hófust svo réttarhöld í Los Angeles í máli sem Chyna höfðaði gegn móður Robs og systrum, þeim Kris Jenner, Kim Kardashian, Khloé Kardashian og Kylie Jenner. Chyna sakar þær mæðgur um að hafa notað áhrif sín innan bransans til þess að eyðileggja orðspor sitt með þeim afleiðingum að þátturinn Rob & Chyna hafi verið tekinn af dagskrá. Talið er að réttarhöldin muni standa yfir í tíu daga en á meðal vitna er sjónvarpsmaðurinn Ryan Seacrest sem var einn af framleiðendum þáttanna. Segir Chyna hafa hótað að drepa Kylie Kris Jenner bar vitni í gær en þar greindi hún frá því að Chyna hafi hótað að drepa dóttur sína Kylie Jenner sem var á þeim tíma í sambandi með rapparanum Tyga sem er barnsfaðir Chyna. Chyna hafi einnig beitt Tyga ofbeldi. Kris Jenner segir fjölskylduna ekki hafa tilkynnt þetta til lögreglu þar sem hún hafi viljað halda þessu innan fjölskyldunnar. Hún hafi ekki haft miklar áhyggjur af þessari hótun þar sem það hafi verið margt annað í gangi hjá fjölskyldunni á þessum tíma. „Það var bara mikið drama í gangi, sem ég er vön í minni fjölskyldu,“ sagði Kris Jenner fyrir framan kviðdóminn í Los Angeles. Systurnar Kim, Kylie og Khloé og móðir þeirra Kris hafa staðið í réttarhöldum síðustu daga.Getty/Charley Galley Reyndi að ná athygli Robs með því að vefja snúru um háls hans Í réttarhöldunum í vikunni hefur einnig komið fram atvik þar sem Chyna er sögð hafa miðað hlaðinni byssu að höfði Robs. Chyna hefur viðurkennt athæfið en segist aldrei hafa sett fingurinn á gikkinn. Byssan hafi verið óhlaðin og hún hafi aðeins verið að grínast. Chyna viðurkennir að hún hafi reiðst eitt skiptið sem Rob læsti sig inni í herbergi með síma hennar, með þeim afleiðingum að hún fleygði piparkökuhúsi og skemmdi sjónvarp þeirra. Þá hefur komið fram annað atvik þar sem Chyna er sökuð um að hafa reynt að kyrkja Rob með iPhone snúru. Chyna segist aftur á móti aðeins hafa verið að reyna ná athygli Robs sem hafi verið niðursokkinn í tölvuleik. Réttarhöldin hafa ekki komið vel út fyrir Chyna, að minnsta kosti ekki fram að þessu. Hún segist aftur á móti hafa orðið fyrir gríðarlegu fjárhagslegu tjóni eftir að þáttur hennar var tekinn af dagskrá. Því krefst hún þess að Kardashian fjölskyldan greiði henni 100 milljónir Bandaríkjadollara í skaðabætur. Hollywood Tengdar fréttir Barnsfeðurnir svara fyrir sig eftir yfirlýsingu Blac Chyna Það vakti athygli á dögunum þegar bandaríska fyrirsætan Blac Chyna tilkynnti fylgjendum sínum á Twitter að hún hefði þurft að losa sig við þrjár af bifreiðum sínum, verandi einstæð móðir með engan fjárhagslegan stuðning frá barnsfeðrum sínum. 5. apríl 2022 11:30 Blac Chyna á Íslandi Bandaríska athafnarkonan og fyrirsætan Blac Chyna er stödd hér á landi og gistir hún í einni af lúxussvítum Bláa Lónsins. 7. desember 2018 10:30 Stormasamt samband Rob Kardashian og Blac Chyna Það er margt búið að gerast í þessu stutta sambandi sem fór úr böndunum seinustu helgi. 23. desember 2016 11:15 Blac Chyna og Rob Kardashian eignast stúlku Þetta er fyrsta barn parsins en Chyna átti áður dreng með rapparanum Tyga. 10. nóvember 2016 18:00 Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Sjá meira
Blac Chyna byrjaði með Rob Kardashian árið 2016. Þau trúlofuðu sig fljótt og eignuðust dótturina Dream Kardashian í nóvember sama ár. Þá byrjuðu þau með sinn eigin raunveruleikaþátt á sjónvarpsstöðinni E! sem bar heitið Rob & Chyna. Sambandið entist þó ekki lengi, því í febrúar árið 2017 slitu þau trúlofuninni og má segja að í kjölfarið hafi allt farið í háaloft þeirra á milli. Sjá: Stormasamt samband Rob Kardashian og Blac Chyna Rob hefur sakað Chyna um áfengis- og lyfjamisnotkun og framhjáhald. En hann er sagður hafa hefnt sín á henni með því að deila nektarmyndum af henni á netinu. Árið 2017 höfðaði Chyna því mál gegn Rob og sótti um nálgunarbann. Rob Kardashian og Blac Chyna voru trúlofuð árið 2016.Getty/Gabe Ginsberg Segir mæðgurnar hafa látið taka þáttinn af dagskrá Á þriðjudaginn hófust svo réttarhöld í Los Angeles í máli sem Chyna höfðaði gegn móður Robs og systrum, þeim Kris Jenner, Kim Kardashian, Khloé Kardashian og Kylie Jenner. Chyna sakar þær mæðgur um að hafa notað áhrif sín innan bransans til þess að eyðileggja orðspor sitt með þeim afleiðingum að þátturinn Rob & Chyna hafi verið tekinn af dagskrá. Talið er að réttarhöldin muni standa yfir í tíu daga en á meðal vitna er sjónvarpsmaðurinn Ryan Seacrest sem var einn af framleiðendum þáttanna. Segir Chyna hafa hótað að drepa Kylie Kris Jenner bar vitni í gær en þar greindi hún frá því að Chyna hafi hótað að drepa dóttur sína Kylie Jenner sem var á þeim tíma í sambandi með rapparanum Tyga sem er barnsfaðir Chyna. Chyna hafi einnig beitt Tyga ofbeldi. Kris Jenner segir fjölskylduna ekki hafa tilkynnt þetta til lögreglu þar sem hún hafi viljað halda þessu innan fjölskyldunnar. Hún hafi ekki haft miklar áhyggjur af þessari hótun þar sem það hafi verið margt annað í gangi hjá fjölskyldunni á þessum tíma. „Það var bara mikið drama í gangi, sem ég er vön í minni fjölskyldu,“ sagði Kris Jenner fyrir framan kviðdóminn í Los Angeles. Systurnar Kim, Kylie og Khloé og móðir þeirra Kris hafa staðið í réttarhöldum síðustu daga.Getty/Charley Galley Reyndi að ná athygli Robs með því að vefja snúru um háls hans Í réttarhöldunum í vikunni hefur einnig komið fram atvik þar sem Chyna er sögð hafa miðað hlaðinni byssu að höfði Robs. Chyna hefur viðurkennt athæfið en segist aldrei hafa sett fingurinn á gikkinn. Byssan hafi verið óhlaðin og hún hafi aðeins verið að grínast. Chyna viðurkennir að hún hafi reiðst eitt skiptið sem Rob læsti sig inni í herbergi með síma hennar, með þeim afleiðingum að hún fleygði piparkökuhúsi og skemmdi sjónvarp þeirra. Þá hefur komið fram annað atvik þar sem Chyna er sökuð um að hafa reynt að kyrkja Rob með iPhone snúru. Chyna segist aftur á móti aðeins hafa verið að reyna ná athygli Robs sem hafi verið niðursokkinn í tölvuleik. Réttarhöldin hafa ekki komið vel út fyrir Chyna, að minnsta kosti ekki fram að þessu. Hún segist aftur á móti hafa orðið fyrir gríðarlegu fjárhagslegu tjóni eftir að þáttur hennar var tekinn af dagskrá. Því krefst hún þess að Kardashian fjölskyldan greiði henni 100 milljónir Bandaríkjadollara í skaðabætur.
Hollywood Tengdar fréttir Barnsfeðurnir svara fyrir sig eftir yfirlýsingu Blac Chyna Það vakti athygli á dögunum þegar bandaríska fyrirsætan Blac Chyna tilkynnti fylgjendum sínum á Twitter að hún hefði þurft að losa sig við þrjár af bifreiðum sínum, verandi einstæð móðir með engan fjárhagslegan stuðning frá barnsfeðrum sínum. 5. apríl 2022 11:30 Blac Chyna á Íslandi Bandaríska athafnarkonan og fyrirsætan Blac Chyna er stödd hér á landi og gistir hún í einni af lúxussvítum Bláa Lónsins. 7. desember 2018 10:30 Stormasamt samband Rob Kardashian og Blac Chyna Það er margt búið að gerast í þessu stutta sambandi sem fór úr böndunum seinustu helgi. 23. desember 2016 11:15 Blac Chyna og Rob Kardashian eignast stúlku Þetta er fyrsta barn parsins en Chyna átti áður dreng með rapparanum Tyga. 10. nóvember 2016 18:00 Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Sjá meira
Barnsfeðurnir svara fyrir sig eftir yfirlýsingu Blac Chyna Það vakti athygli á dögunum þegar bandaríska fyrirsætan Blac Chyna tilkynnti fylgjendum sínum á Twitter að hún hefði þurft að losa sig við þrjár af bifreiðum sínum, verandi einstæð móðir með engan fjárhagslegan stuðning frá barnsfeðrum sínum. 5. apríl 2022 11:30
Blac Chyna á Íslandi Bandaríska athafnarkonan og fyrirsætan Blac Chyna er stödd hér á landi og gistir hún í einni af lúxussvítum Bláa Lónsins. 7. desember 2018 10:30
Stormasamt samband Rob Kardashian og Blac Chyna Það er margt búið að gerast í þessu stutta sambandi sem fór úr böndunum seinustu helgi. 23. desember 2016 11:15
Blac Chyna og Rob Kardashian eignast stúlku Þetta er fyrsta barn parsins en Chyna átti áður dreng með rapparanum Tyga. 10. nóvember 2016 18:00