Lífið

Barns­feðurnir svara fyrir sig eftir yfir­lýsingu Blac Chyna

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Fyrirsætan Blac Chyna segist hafa þurft að losa sig við þrjár bifreiðar á dögunum.
Fyrirsætan Blac Chyna segist hafa þurft að losa sig við þrjár bifreiðar á dögunum. Getty/Michael Tran

Það vakti athygli á dögunum þegar bandaríska fyrirsætan Blac Chyna tilkynnti fylgjendum sínum á Twitter að hún hefði þurft að losa sig við þrjár af bifreiðum sínum, verandi einstæð móðir með engan fjárhagslegan stuðning frá barnsfeðrum sínum.

Chyna á hinn níu ára gamla King Cairo með rapparanum Tyga og hina fimm ára gömlu Dream með Rob Kardashian.

Eftir að Chyna setti inn umrædda færslu var Kardashian fljótur að svara fyrir sig og skrifaði:

„Ég borga 37 þúsund dollara á ári fyrir skólavist dóttur minnar. Ég sé um allan lækniskostnað. Ég borga fyrir allar hennar tómstundir. Ég er með dóttur mína frá þriðjudögum til laugardaga. Af hverju ætti ég að borga meðlag?“

Chyna og Kardashian voru par árið 2016. En hún átti í sambandi við Tyga árin 2012-2014. Þess má geta að á meðan Chyna og Kardashian voru saman, átti Tyga í sambandi við Kylie Jenner, systur Kardashian, og hittust Chyna og Tyga því í fjölskylduboðum Kardashian fjölskyldunnar.

Athugasemd Kardashian vakti mikla athygli og fylgdi Tyga fast á eftir með annarri athugasemd:

„Ég borga 40 þúsund dollara á ári fyrir skólavist sonar míns og hann býr hjá mér mánudaga til laugardaga. Af hverju ætti ég að borga meðlag?“

Nokkru seinna skrifaði Tyga svo aðra athugasemd þar sem hann furðaði sig á því að Kardashian skyldi borga minna en hann.

Þessari Twitter-umræðu var þó eytt út og birti fyrirsætan nýja tilkynningu skömmu seinna þar sem hún sagðist nú ætla að einbeita sér að réttarhöldum sínum gegn Kris Jenner, Kim Kardashian og Khloé Kardashian og Kylie Jenner.

Kveðst fyrirsætan hafa verið með vinsælan þátt sem mæðgurnar hafi látið taka af dagskrá árið 2017. Það hafi ekki aðeins haft fjárhagsleg áhrif, heldur einnig mikil áhrif á börnin hennar.

„Að réttarhöldunum loknum mun ég geta sagt King og Dream með stolti að ég hafi gert allt sem ég gat til þess að leiðrétta það ranga sem þær gerðu mér,“ skrifar Chyna í tilkynningunni.

Birta Líf Ólafsdóttir fór yfir málið í Brennslutei vikunnar í morgun.

Klippa: Brennslute vikunnar: Óskarsverðlaunin, Blac Chyna og Coachella

Tengdar fréttir

David­son orðinn vel merktur Kar­dashian fyrir lífs­tíð

Grínistinn Pete Davidson sýndi nýlega nýtt húðflúr tileinkað kærustu sinni Kim Kardashian. Þetta er ekki fyrsta húðflúrið sem hann fær sér tileinkað henni og má því segja að hann sé vel merktur - og það fyrir lífstíð.

Harðlega gagnrýnd fyrir ummæli sín um konur í viðskiptum: „Það nennir enginn að vinna þessa dagana“

Athafnakonan Kim Kardashian sagði í viðtali á dögunum að til þess að ná árangri í viðskiptum þyrftu konur einfaldlega að leggja harðar að sér. Fyrir þessi ummæli var hún harðlega gagnrýnd, enda er Kardashian fædd inn í afar auðuga fjölskyldu. Til þess að beina athyglinni frá þessum ummælum greip Kardashian til þess ráðs að birta fyrstu myndina af kærasta sínum Pete Davidson á Instagram-síðu sinni og virðist það hafa virkað vel.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.