Maður á Teslu hafi tilkynnt son hennar í bakaríinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. apríl 2022 13:23 Til vinstri má sjá Teslu-bifreiðina sem móðirin segir að maðurinn, sem tilkynnti son hennar til lögreglu, hafi verið á. Til hægri má sjá skjáskot úr myndbandi sem móðirin tók í bakaríinu þegar lögregla vitjaði sonar hennar. Samsett Móðir drengsins sem lögregla hefur nú haft afskipti af í tvígang í tengslum við leit að strokufanga segir málið hafa gríðarleg áhrif á son sinn, sem sé nú í raun fangi á eigin heimili. Hún var með syni sínum í bakaríi í Mjóddinni í morgun þegar lögreglumenn renndu í hlað að fylgja eftir ábendingu um mögulega staðsetningu strokufangans - sem reyndist sextán ára sonurinn. Gabríel Douane Boama slapp úr haldi lögreglu í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrradag þegar mál hans var þar til meðferðar. Kristján Helgi Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að staðan á málinu sé í raun óbreytt frá því í gær. Ekki sé búið að finna Gabríel en lögregla elti vísbendingar sem berist. Þar sé einkum um að ræða borgara sem hringi og telji sig hafa séð hann. Tilkynningar séu fjölmargar, þar af allt að fimmtán í morgun. Mikil reiði braust út á samfélagsmiðlum í gær eftir að greint var frá því að sérsveit ríkislögreglustjóra hefði haft afskipti af unglingspilti í strætisvagni í tengslum við leitina að Gabríel. Drengurinn og Gabríel eru báðir dökkir á hörund og margir, þar á meðal þingmenn og landsfrægur tónlistarmaður, hafa velt því upp að atvikið, sem og athugasemdir netverja um málið, byggi á kynþáttafordómum. Niðurlægjandi atvik Móðir piltsins, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir í samtali við fréttastofu að hún hafi verið í bakaríi í Mjóddinni í morgun með syni sínum þegar lögreglu bar að garði. Hún segir að karlmaður á Teslu-bifreið hafi hringt á lögreglu þegar hann sá son hennar. Hún komst í mikið uppnám, enda ekki sólarhringur liðinn frá því að sérsveitin hafði afskipti af syni hennar í strætisvagni. Hún segir atvikið niðurlægjandi og aðgerðir lögreglu, og viðbrögð í samfélaginu, byggi greinilega á fordómum. Móðirin átti fund með ríkislögreglustjóra vegna málsins í gær og segist eiga annan slíkan fund í dag eftir uppákomu morgunsins. Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki viljað tjá sig um atvikið í dag. Ríkislögreglustjóri sagði í yfirlýsingu í gærkvöldi vegna strætóuppákomunnar að embættið harmaði að drengur sem ekki tengdist málinu á nokkurn hátt hefði blandast inn í það. Móðirin ræðir málið einnig ítarlega við Kjarnann í dag. Lögreglumál Reykjavík Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Bakarí Mest lesið Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Gabríel Douane Boama slapp úr haldi lögreglu í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrradag þegar mál hans var þar til meðferðar. Kristján Helgi Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að staðan á málinu sé í raun óbreytt frá því í gær. Ekki sé búið að finna Gabríel en lögregla elti vísbendingar sem berist. Þar sé einkum um að ræða borgara sem hringi og telji sig hafa séð hann. Tilkynningar séu fjölmargar, þar af allt að fimmtán í morgun. Mikil reiði braust út á samfélagsmiðlum í gær eftir að greint var frá því að sérsveit ríkislögreglustjóra hefði haft afskipti af unglingspilti í strætisvagni í tengslum við leitina að Gabríel. Drengurinn og Gabríel eru báðir dökkir á hörund og margir, þar á meðal þingmenn og landsfrægur tónlistarmaður, hafa velt því upp að atvikið, sem og athugasemdir netverja um málið, byggi á kynþáttafordómum. Niðurlægjandi atvik Móðir piltsins, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir í samtali við fréttastofu að hún hafi verið í bakaríi í Mjóddinni í morgun með syni sínum þegar lögreglu bar að garði. Hún segir að karlmaður á Teslu-bifreið hafi hringt á lögreglu þegar hann sá son hennar. Hún komst í mikið uppnám, enda ekki sólarhringur liðinn frá því að sérsveitin hafði afskipti af syni hennar í strætisvagni. Hún segir atvikið niðurlægjandi og aðgerðir lögreglu, og viðbrögð í samfélaginu, byggi greinilega á fordómum. Móðirin átti fund með ríkislögreglustjóra vegna málsins í gær og segist eiga annan slíkan fund í dag eftir uppákomu morgunsins. Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki viljað tjá sig um atvikið í dag. Ríkislögreglustjóri sagði í yfirlýsingu í gærkvöldi vegna strætóuppákomunnar að embættið harmaði að drengur sem ekki tengdist málinu á nokkurn hátt hefði blandast inn í það. Móðirin ræðir málið einnig ítarlega við Kjarnann í dag.
Lögreglumál Reykjavík Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Bakarí Mest lesið Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent