Telur að Bjarni hafi brotið lög og segir að hann þurfi að víkja Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. apríl 2022 20:15 Oddný G. Harðardóttir segir ummæli Bjarna Benediktssonar sýna fram á stórkostlegt gáleysi. Vísir/Vilhelm Fyrrum fjármálaráðherra telur að Bjarni Benediktsson hafi ekki farið að lögum við söluna á Íslandsbanka og þurfi að víkja. Fjármálaráðherra vísar því alfarið á bug og sér enga ástæðu til þess. Þegar mesti bylurinn vegna sölunnar verði yfirstaðinn muni Íslandsbankamálið sjást í öðru ljósi. Oddný G. Harðardóttur, þingmaður Samfylkingar og fyrrum fjármálaráðherra, segir lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafa verið brotin við útboð á Íslandsbanka. Einkum þar sem fram kemur að ráðherra taki ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað og undirritar samninga fyrir hönd ríkisins um sölu eignarhlutarins. „Ef það er rétt sem að ráðherrann sjálfur segir að hann hafi ekkert vitað þá hefur hann brotið lög og það er stórkostlegt gáleysi,“ segir Oddný. Aðspurð um hvort hann hefði þurft að undirrita hvert einasta tilboð segir hún svo vera. „Samkvæmt lögum þá á hann að samþykkja með því að skrifa undir. Ef hann úthýsir því, þá ber hann samt sem áður ábyrgð,“ segir Oddný. Oddný telur að ráðherrann þurfi að víkja. Tveir höfundar rannsóknarskýrslu Alþingis hafa áður bent á sömu lög og telur annar þeirra að þau hafi verið brotin og hinn að salan sé þvílíkt klúður að fjármálaráðherra eigi að víkja. Telur ekki ástæðu til þess að hann segi af sér Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir af og frá að hann hafi brotið lög við söluna. „Við komum á fót Bankasýslunni til að tryggja ákveðna hlutlægni við meðferð þessara mála,“ segir Bjarni. Stjórnarandstaðan hefur meðal annara kallað eftir því að hann víki en sjálfur segir hann ekki tilefni til þess. „Það er ekki nýtt fyrir mér að pólitískir andstæðingar óski þess að ég víki úr embætti og ég hef ekki komið auga á ástæðu til að gera það,“ segir Bjarni. Stjórn Bankasýslu ríkisins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum í útboðinu og mun að óbreyttu ekki greiða umsamda söluþóknun í tilvikum þar sem ágallar voru við sölu. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fjármálaráðherra vísar alfarið á bug að hafa brotið lög Fyrrverandi fjármálaráðherra telur að fjármálaráðherra hafi brotið lög við söluna á Íslandsbanka. Hann þurfi að víkja, salan sýni spillingu og einkavinavæðingu. Fjármálaráðherra vísar þessu algjörlega á bug og ætlar hvergi að víkja. 20. apríl 2022 13:30 83 prósent landsmanna óánægð með Íslandsbankaútboðið 83 prósent landsmanna eru óánægðir með nýafstaðna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef marka má nýja könnun sem Prósent framkvæmdi fyrir Fréttablaðið. Aðeins 7 prósent eru ánægð með hvernig til tókst og 3 prósent mjög ánægð. 20. apríl 2022 07:26 „Ég hef ekki séð neitt enn þá sem að segir mér að lög hafi verið brotin“ Fjármálaráðherra telur að sýna þurfi þolinmæði á meðan rannsókn á sölu Íslandsbanka stendur yfir. Hann gefur lítið fyrir gagnrýni stjórnarandstöðunnar og fullyrðir að málið verði kannað. Hann segir þó ekkert benda til þess á þessum tíma að lög hafi verið brotin og vill ekkert gefa upp um hvort hann myndi segja af sér, kæmi slíkt brot upp. 19. apríl 2022 23:45 Gagnrýna ákvörðun formanna stjórnarflokkanna: „Í hæsta máta óeðlileg afgreiðsla“ Þingmaður Samfylkingarinnar gagnrýnir einhliða ákvörðun um að leggja niður heila ríkisstofnun og telur ljóst að lagaleg ábyrgð hvíli á fjármálaráðherra. Varaformaður þingflokks Viðreisnar segir ótækt að ríkisstjórnin reki einfaldlega undirmenn þegar hitna fer í kolunum. 19. apríl 2022 20:01 Telur rétt að bíða eftir niðustöðum úttekta áður en framtíð fjármálaráðherra er rædd Forsætisráðherra telur ekki að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna sölunnar á Íslandsbanka. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja Bankasýsluna niður og rannsókn er hafin á sölunni. Bankasýslan segir söluna í samræmi við yfirlýst áform og skoðar lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum bankans. 19. apríl 2022 19:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Píratar vilja stofnun til að rannsaka spilling á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Sjá meira
Oddný G. Harðardóttur, þingmaður Samfylkingar og fyrrum fjármálaráðherra, segir lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafa verið brotin við útboð á Íslandsbanka. Einkum þar sem fram kemur að ráðherra taki ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað og undirritar samninga fyrir hönd ríkisins um sölu eignarhlutarins. „Ef það er rétt sem að ráðherrann sjálfur segir að hann hafi ekkert vitað þá hefur hann brotið lög og það er stórkostlegt gáleysi,“ segir Oddný. Aðspurð um hvort hann hefði þurft að undirrita hvert einasta tilboð segir hún svo vera. „Samkvæmt lögum þá á hann að samþykkja með því að skrifa undir. Ef hann úthýsir því, þá ber hann samt sem áður ábyrgð,“ segir Oddný. Oddný telur að ráðherrann þurfi að víkja. Tveir höfundar rannsóknarskýrslu Alþingis hafa áður bent á sömu lög og telur annar þeirra að þau hafi verið brotin og hinn að salan sé þvílíkt klúður að fjármálaráðherra eigi að víkja. Telur ekki ástæðu til þess að hann segi af sér Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir af og frá að hann hafi brotið lög við söluna. „Við komum á fót Bankasýslunni til að tryggja ákveðna hlutlægni við meðferð þessara mála,“ segir Bjarni. Stjórnarandstaðan hefur meðal annara kallað eftir því að hann víki en sjálfur segir hann ekki tilefni til þess. „Það er ekki nýtt fyrir mér að pólitískir andstæðingar óski þess að ég víki úr embætti og ég hef ekki komið auga á ástæðu til að gera það,“ segir Bjarni. Stjórn Bankasýslu ríkisins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum í útboðinu og mun að óbreyttu ekki greiða umsamda söluþóknun í tilvikum þar sem ágallar voru við sölu.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fjármálaráðherra vísar alfarið á bug að hafa brotið lög Fyrrverandi fjármálaráðherra telur að fjármálaráðherra hafi brotið lög við söluna á Íslandsbanka. Hann þurfi að víkja, salan sýni spillingu og einkavinavæðingu. Fjármálaráðherra vísar þessu algjörlega á bug og ætlar hvergi að víkja. 20. apríl 2022 13:30 83 prósent landsmanna óánægð með Íslandsbankaútboðið 83 prósent landsmanna eru óánægðir með nýafstaðna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef marka má nýja könnun sem Prósent framkvæmdi fyrir Fréttablaðið. Aðeins 7 prósent eru ánægð með hvernig til tókst og 3 prósent mjög ánægð. 20. apríl 2022 07:26 „Ég hef ekki séð neitt enn þá sem að segir mér að lög hafi verið brotin“ Fjármálaráðherra telur að sýna þurfi þolinmæði á meðan rannsókn á sölu Íslandsbanka stendur yfir. Hann gefur lítið fyrir gagnrýni stjórnarandstöðunnar og fullyrðir að málið verði kannað. Hann segir þó ekkert benda til þess á þessum tíma að lög hafi verið brotin og vill ekkert gefa upp um hvort hann myndi segja af sér, kæmi slíkt brot upp. 19. apríl 2022 23:45 Gagnrýna ákvörðun formanna stjórnarflokkanna: „Í hæsta máta óeðlileg afgreiðsla“ Þingmaður Samfylkingarinnar gagnrýnir einhliða ákvörðun um að leggja niður heila ríkisstofnun og telur ljóst að lagaleg ábyrgð hvíli á fjármálaráðherra. Varaformaður þingflokks Viðreisnar segir ótækt að ríkisstjórnin reki einfaldlega undirmenn þegar hitna fer í kolunum. 19. apríl 2022 20:01 Telur rétt að bíða eftir niðustöðum úttekta áður en framtíð fjármálaráðherra er rædd Forsætisráðherra telur ekki að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna sölunnar á Íslandsbanka. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja Bankasýsluna niður og rannsókn er hafin á sölunni. Bankasýslan segir söluna í samræmi við yfirlýst áform og skoðar lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum bankans. 19. apríl 2022 19:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Píratar vilja stofnun til að rannsaka spilling á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Sjá meira
Fjármálaráðherra vísar alfarið á bug að hafa brotið lög Fyrrverandi fjármálaráðherra telur að fjármálaráðherra hafi brotið lög við söluna á Íslandsbanka. Hann þurfi að víkja, salan sýni spillingu og einkavinavæðingu. Fjármálaráðherra vísar þessu algjörlega á bug og ætlar hvergi að víkja. 20. apríl 2022 13:30
83 prósent landsmanna óánægð með Íslandsbankaútboðið 83 prósent landsmanna eru óánægðir með nýafstaðna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef marka má nýja könnun sem Prósent framkvæmdi fyrir Fréttablaðið. Aðeins 7 prósent eru ánægð með hvernig til tókst og 3 prósent mjög ánægð. 20. apríl 2022 07:26
„Ég hef ekki séð neitt enn þá sem að segir mér að lög hafi verið brotin“ Fjármálaráðherra telur að sýna þurfi þolinmæði á meðan rannsókn á sölu Íslandsbanka stendur yfir. Hann gefur lítið fyrir gagnrýni stjórnarandstöðunnar og fullyrðir að málið verði kannað. Hann segir þó ekkert benda til þess á þessum tíma að lög hafi verið brotin og vill ekkert gefa upp um hvort hann myndi segja af sér, kæmi slíkt brot upp. 19. apríl 2022 23:45
Gagnrýna ákvörðun formanna stjórnarflokkanna: „Í hæsta máta óeðlileg afgreiðsla“ Þingmaður Samfylkingarinnar gagnrýnir einhliða ákvörðun um að leggja niður heila ríkisstofnun og telur ljóst að lagaleg ábyrgð hvíli á fjármálaráðherra. Varaformaður þingflokks Viðreisnar segir ótækt að ríkisstjórnin reki einfaldlega undirmenn þegar hitna fer í kolunum. 19. apríl 2022 20:01
Telur rétt að bíða eftir niðustöðum úttekta áður en framtíð fjármálaráðherra er rædd Forsætisráðherra telur ekki að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna sölunnar á Íslandsbanka. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja Bankasýsluna niður og rannsókn er hafin á sölunni. Bankasýslan segir söluna í samræmi við yfirlýst áform og skoðar lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum bankans. 19. apríl 2022 19:21