Krefjast að þing komi strax saman vegna nýrra vendinga Eiður Þór Árnason skrifar 19. apríl 2022 16:01 Þingsalur Alþingis stendur auður þessa dagana. Vísir/Vilhelm Allir stjórnarandstöðuflokkar á Alþingi hafa krafist þess að þing komi saman vegna nýrra vendinga í tengslum við söluna Íslandsbanka. Að óbreyttu verður næsti þingfundur ekki haldinn fyrr en mánudaginn 25. apríl. „Nú liggur fyrir að ríkisstjórnin hyggst bregðast við þungri gagnrýni á fyrirkomulag stjórnvalda á sölu fjórðungseignarhluta ríkisins í Íslandsbanka með því að leggja Bankasýsluna niður. Ríkisstjórnin hefur hins vegar ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla í viku og fundaði ekki á hefðbundnum fundartíma ríkisstjórnar í dag.“ Þannig hefst bréf þingflokksformanna stjórnarandstöðuflokkanna til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Birgis Ármannssonar, forseta Alþingis. Að sögn þingflokksformanna Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins, Viðreisnar og Miðflokksins er ótækt að mál sem varði grundvallarhagsmuni þjóðarinnar séu leidd til lykta með fréttatilkynningum ríkisstjórnarinnar. Þar er til vísað til yfirlýsingar sem formenn stjórnarflokkanna sendu frá sér í morgun á þá leið að til stæði að leggja niður Bankasýslu ríkisins í kjölfar nýafstaðinnar sölu hennar á hlut ríkisins í Íslandsbanka. „Af þeirri ástæðu beinir stjórnarandstaðan þeirri eindregnu kröfu til forsætisráðherra að þing komi saman án tafar. Er það gert með vísan til 3. mgr. 77. gr. þingskaparlaga nr. 55/1991 þar sem segir að forseta Alþingis sé skylt að boða til fundar setji forsætisráðherra fram ósk um það. Er því óskað atbeina forsætisráðherra við það að þing komi saman. Þar fari fram umræða um framkvæmd stjórnvalda á sölunni,“ segir í bréfi stjórnarandstöðunnar. Ekki staðið að öllu leyti undir væntingum Í sameiginlegri yfirlýsingu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Sigurðs Inga Jóhannssonar innviðaráðherra frá því í morgun segir að framkvæmd sölunnar hafi ekki staðið „að öllu leyti undir væntingum stjórnvalda, meðal annars um gagnsæi og skýra upplýsingagjöf.“ Ríkisstjórnin, og einkum fjármálaráðherra, hefur mátt þola harða gagnrýni vegna fyrirkomulags útboðsins þar sem völdum hópi fjárfesta var boðið að kaupa hlut í Íslandsbanka á afslætti. Í yfirlýsingunni kemur jafnframt fram að upp hafi komið spurningar, álitamál og gagnrýni um framkvæmd sölunnar sem rannsaka þurfi og upplýsa almenning um. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa margir fordæmt yfirlýsinguna og sagt hana til marks um að ráðherrar vilji fórna Bankasýslunni til að komast hjá því að taka sjálfir ábyrgð á sölunni. Þá hafa sumir kallað eftir afsögn Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu í dag að hún telji ekki þörf á því að Bjarni víki vegna málsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telur ekki nauðsynlegt að fjármálaráðherra víki Að mati Katrínar Jakobsdóttur fjármálaráðherra er ekki þörf á að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra víki vegna Íslandsbankamálsins. 19. apríl 2022 14:24 „Ef það á að leggja niður bankasýsluna þá þarf að leggja niður ráðherra“ Sitt sýnist hverjum um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja Bankasýslu ríkisins niður í tilraun til að lægja pólitíska storminn sem ríkir um nýafstaðna sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta. 19. apríl 2022 14:09 Skoða lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum í útboðinu Bankasýsla ríksins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum sem sáu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Stjórn stofnunarinnar segir að umsamdar söluþóknanir verði ekki greiddar í tilvikum þar sem ágallar hafi verið við söluna. 19. apríl 2022 12:05 Vilja leggja niður Bankasýsluna og ekki ráðist í frekari sölu á Íslandsbanka að sinni Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. 19. apríl 2022 10:38 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
„Nú liggur fyrir að ríkisstjórnin hyggst bregðast við þungri gagnrýni á fyrirkomulag stjórnvalda á sölu fjórðungseignarhluta ríkisins í Íslandsbanka með því að leggja Bankasýsluna niður. Ríkisstjórnin hefur hins vegar ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla í viku og fundaði ekki á hefðbundnum fundartíma ríkisstjórnar í dag.“ Þannig hefst bréf þingflokksformanna stjórnarandstöðuflokkanna til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Birgis Ármannssonar, forseta Alþingis. Að sögn þingflokksformanna Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins, Viðreisnar og Miðflokksins er ótækt að mál sem varði grundvallarhagsmuni þjóðarinnar séu leidd til lykta með fréttatilkynningum ríkisstjórnarinnar. Þar er til vísað til yfirlýsingar sem formenn stjórnarflokkanna sendu frá sér í morgun á þá leið að til stæði að leggja niður Bankasýslu ríkisins í kjölfar nýafstaðinnar sölu hennar á hlut ríkisins í Íslandsbanka. „Af þeirri ástæðu beinir stjórnarandstaðan þeirri eindregnu kröfu til forsætisráðherra að þing komi saman án tafar. Er það gert með vísan til 3. mgr. 77. gr. þingskaparlaga nr. 55/1991 þar sem segir að forseta Alþingis sé skylt að boða til fundar setji forsætisráðherra fram ósk um það. Er því óskað atbeina forsætisráðherra við það að þing komi saman. Þar fari fram umræða um framkvæmd stjórnvalda á sölunni,“ segir í bréfi stjórnarandstöðunnar. Ekki staðið að öllu leyti undir væntingum Í sameiginlegri yfirlýsingu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Sigurðs Inga Jóhannssonar innviðaráðherra frá því í morgun segir að framkvæmd sölunnar hafi ekki staðið „að öllu leyti undir væntingum stjórnvalda, meðal annars um gagnsæi og skýra upplýsingagjöf.“ Ríkisstjórnin, og einkum fjármálaráðherra, hefur mátt þola harða gagnrýni vegna fyrirkomulags útboðsins þar sem völdum hópi fjárfesta var boðið að kaupa hlut í Íslandsbanka á afslætti. Í yfirlýsingunni kemur jafnframt fram að upp hafi komið spurningar, álitamál og gagnrýni um framkvæmd sölunnar sem rannsaka þurfi og upplýsa almenning um. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa margir fordæmt yfirlýsinguna og sagt hana til marks um að ráðherrar vilji fórna Bankasýslunni til að komast hjá því að taka sjálfir ábyrgð á sölunni. Þá hafa sumir kallað eftir afsögn Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu í dag að hún telji ekki þörf á því að Bjarni víki vegna málsins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telur ekki nauðsynlegt að fjármálaráðherra víki Að mati Katrínar Jakobsdóttur fjármálaráðherra er ekki þörf á að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra víki vegna Íslandsbankamálsins. 19. apríl 2022 14:24 „Ef það á að leggja niður bankasýsluna þá þarf að leggja niður ráðherra“ Sitt sýnist hverjum um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja Bankasýslu ríkisins niður í tilraun til að lægja pólitíska storminn sem ríkir um nýafstaðna sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta. 19. apríl 2022 14:09 Skoða lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum í útboðinu Bankasýsla ríksins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum sem sáu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Stjórn stofnunarinnar segir að umsamdar söluþóknanir verði ekki greiddar í tilvikum þar sem ágallar hafi verið við söluna. 19. apríl 2022 12:05 Vilja leggja niður Bankasýsluna og ekki ráðist í frekari sölu á Íslandsbanka að sinni Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. 19. apríl 2022 10:38 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Telur ekki nauðsynlegt að fjármálaráðherra víki Að mati Katrínar Jakobsdóttur fjármálaráðherra er ekki þörf á að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra víki vegna Íslandsbankamálsins. 19. apríl 2022 14:24
„Ef það á að leggja niður bankasýsluna þá þarf að leggja niður ráðherra“ Sitt sýnist hverjum um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja Bankasýslu ríkisins niður í tilraun til að lægja pólitíska storminn sem ríkir um nýafstaðna sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta. 19. apríl 2022 14:09
Skoða lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum í útboðinu Bankasýsla ríksins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum sem sáu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Stjórn stofnunarinnar segir að umsamdar söluþóknanir verði ekki greiddar í tilvikum þar sem ágallar hafi verið við söluna. 19. apríl 2022 12:05
Vilja leggja niður Bankasýsluna og ekki ráðist í frekari sölu á Íslandsbanka að sinni Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. 19. apríl 2022 10:38