Ferðamenn streyma til landsins á ný Fanndís Birna Logadóttir og Snorri Másson skrifa 18. apríl 2022 23:10 Fréttastofa ræddi við ferðamenn frá Bretlandi, Þýskalandi og Kanaríeyjum í dag. Mikið líf er í miðbænum um þessar mundir og ferðamenn farnir að streyma til landsins á ný. Sól og blíða var víða á höfuðborgarsvæðinu í dag og ræddi fréttastofa við nokkra ferðamenn í tilefni dagsins. Leiðsögumaðurinn Marteinn Briem segir allt iða af lífi en þegar fréttastofa náði tali af honum við Skólavörðustíg voru þó nokkrir ferðamenn sjáanlegir. Bresk fjölskylda, þau Jim, Kate, Ally og Pheobe, sagði ferð sína hafa verið stórkostlega. „Við höfum haldið okkur út af fyrir okkur. Við vorum í bústöðum og það hefur allt verið mjög gott. Dásamlegur staður,“ sagði Jim. Sömu sögu var að segja af Þjóðverjanum Frank Hansteins sem hafði lengst af verið fyrir norðan fyrir komuna í bæinn. „Okkur þykir nokkuð margt fólk hérna. Ætli þetta sé ekki tiltölulega fátt fólk en fyrir norðan sáum við lítið af ferðamönnum,“ sagði Frank. Þrátt fyrir að ferðaþjónustan á ýmsum sviðum sé nú að ná sömu hæðum og fyrir heimsfaraldurinn er Covid þó enn ofarlega í huga margra. „Eftir að faraldrinum lauk erum við enn að passa fjarlægðina. Við höfum orðið tilfinningu fyrir því að virða reglurnar og bara virða hvert annað, til dæmis þegar við erum að borða,“ segir Santiago frá Kanaríeyjum. Frank tekur undir með Santiago. „Við þekkjum þetta náttúrlega eftir tvö ár. Í Þýskalandi eru reglurnar öðruvísi,“ segir Frank en hann vinnur á læknastofu og er því vanur að vera alltaf með grímu í vinnunni. „Þannig að hérna er þetta dálítið eins og fyrir faraldurinn. Maður þarf ekki stanslaust að vera að hugsa: Já, þarf ég að vera með grímu eða ekki?“ Þeir virtust þó ekki kippa sér mikið upp við stöðu mála hérna á Íslandi. „Þetta er eiginlega bara frábært. Og síðan til að toppa þetta allt fáum við þetta veður. Bara allt frábært við þetta,“ segir Santiago. Margir aðrir voru á ferðinni í dag í góða veðrinu en í spilaranum hér fyrir neðan má til að mynda sjá stemninguna á ylströndinni í Nauthólsvík. Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Keflavíkurflugvöllur iðar aftur af lífi: „Það líður öllum miklu betur“ Ferðaþjónustan er á ýmsum sviðum að ná sömu hæðum og fyrir heimsfaraldur, hvort sem litið er til utanferða Íslendinga eða hingaðkomu ferðamanna. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar fagnar því að því að umferðin sé að aukast og segir það mikinn létti fyrir alla í bænum. 18. apríl 2022 19:55 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Sjá meira
Leiðsögumaðurinn Marteinn Briem segir allt iða af lífi en þegar fréttastofa náði tali af honum við Skólavörðustíg voru þó nokkrir ferðamenn sjáanlegir. Bresk fjölskylda, þau Jim, Kate, Ally og Pheobe, sagði ferð sína hafa verið stórkostlega. „Við höfum haldið okkur út af fyrir okkur. Við vorum í bústöðum og það hefur allt verið mjög gott. Dásamlegur staður,“ sagði Jim. Sömu sögu var að segja af Þjóðverjanum Frank Hansteins sem hafði lengst af verið fyrir norðan fyrir komuna í bæinn. „Okkur þykir nokkuð margt fólk hérna. Ætli þetta sé ekki tiltölulega fátt fólk en fyrir norðan sáum við lítið af ferðamönnum,“ sagði Frank. Þrátt fyrir að ferðaþjónustan á ýmsum sviðum sé nú að ná sömu hæðum og fyrir heimsfaraldurinn er Covid þó enn ofarlega í huga margra. „Eftir að faraldrinum lauk erum við enn að passa fjarlægðina. Við höfum orðið tilfinningu fyrir því að virða reglurnar og bara virða hvert annað, til dæmis þegar við erum að borða,“ segir Santiago frá Kanaríeyjum. Frank tekur undir með Santiago. „Við þekkjum þetta náttúrlega eftir tvö ár. Í Þýskalandi eru reglurnar öðruvísi,“ segir Frank en hann vinnur á læknastofu og er því vanur að vera alltaf með grímu í vinnunni. „Þannig að hérna er þetta dálítið eins og fyrir faraldurinn. Maður þarf ekki stanslaust að vera að hugsa: Já, þarf ég að vera með grímu eða ekki?“ Þeir virtust þó ekki kippa sér mikið upp við stöðu mála hérna á Íslandi. „Þetta er eiginlega bara frábært. Og síðan til að toppa þetta allt fáum við þetta veður. Bara allt frábært við þetta,“ segir Santiago. Margir aðrir voru á ferðinni í dag í góða veðrinu en í spilaranum hér fyrir neðan má til að mynda sjá stemninguna á ylströndinni í Nauthólsvík.
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Keflavíkurflugvöllur iðar aftur af lífi: „Það líður öllum miklu betur“ Ferðaþjónustan er á ýmsum sviðum að ná sömu hæðum og fyrir heimsfaraldur, hvort sem litið er til utanferða Íslendinga eða hingaðkomu ferðamanna. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar fagnar því að því að umferðin sé að aukast og segir það mikinn létti fyrir alla í bænum. 18. apríl 2022 19:55 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Sjá meira
Keflavíkurflugvöllur iðar aftur af lífi: „Það líður öllum miklu betur“ Ferðaþjónustan er á ýmsum sviðum að ná sömu hæðum og fyrir heimsfaraldur, hvort sem litið er til utanferða Íslendinga eða hingaðkomu ferðamanna. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar fagnar því að því að umferðin sé að aukast og segir það mikinn létti fyrir alla í bænum. 18. apríl 2022 19:55