Hefur saumað ellefu þjóðbúninga á Akranesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. apríl 2022 19:21 Hjónin Sigríður Karen og Guðjón flott á Akranesi í þjóðbúningnum, sem Sigga Karen saumaði. Vísir/Magnús Hlynur Þjóðbúningar og allt í kringum þá er í miklu uppáhaldi hjá húsmóður á Akranesi en hún hefur saumað ellefu slíka búninga og á eftir að sauma einn í viðbót. Hún hvetur, sem flesta að læra að gera sér þjóðbúning og klæðast þeim við hátíðleg tækifæri. Áhugi á íslenskum þjóðbúningum er alltaf að aukast og aukast enda sífellt fleiri, sem klæða sig upp í slíka búning á hátíðisdögum, ekki síst á 17. júní. Sigríður Karen Samúelsdóttir, alltaf kölluð Sigga Karen, hefur saumað alls konar búninga síðustu ár og meira að segja haldið námskeið í þjóðbúningasaumi á Akranesi. Og að sjálfsögðu er hún búin að sauma herrabúning á bóndann sinn, Guðjón Sólmundsson, sem er með 44 hnappagötum á jakka og vesti. Húfan er líka á sínum stað. „Þetta tekur tíma, bara að sauma í þetta pils, sem ég er í tekur rúmar sex hundruð vinnustundir. Sumt tekur styttri tíma en allt kostar þetta vinnu,“ segir Sigga Karen. Og þú hefur mikla þolinmæði í þetta? „Já, ætli megi ekki að segja að fólkið mitt hefur líka hellings þolinmæði því ég hef tekið mér tíma til að gera þetta og ég fékk alltaf frið í tvo tíma á dag á meðan ég var að sauma. Þetta gefur mér fyrst og fremst gleði og að læra gamalt handverk því allt er þetta gamalt handverk, sem er verið að vinna upp,“ segir hún. Sigga Karen er algjör snillingur þegar kemur að því að sauma þjóðbúninga. Hún er búin með ellefu og fer nú að byrja á þeim tólfta.Magnús Hlynur Hreiðarsson En eigum við að huga meira af gamla handverkinu að hennar mati? „Já, að sjálfsögðu, þetta er það sem allir eiga að læra. Ef við hugsum okkur konurnar sem voru að sauma með lýsistýru, þær voru ekki með Led ljósin eins og við erum með í dag, og þessi vinna er óskapleg nákvæmnisvinna,“ segir Sigga Karen. Fjölskylda Siggu Karenar fer alltaf í búningana á 17. júní og sjálf fer hún í búning í fermingum og öðrum hátíðlegum tækifærum. En er hún hætt að suma? „Nei, ég á einn eftir, það er kirtilinn,“ segir hún hlægjandi. Sigga Karen að setja klútinn á bónda sinn.Vísir/Magnús Hlynur Akranes Handverk Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Áhugi á íslenskum þjóðbúningum er alltaf að aukast og aukast enda sífellt fleiri, sem klæða sig upp í slíka búning á hátíðisdögum, ekki síst á 17. júní. Sigríður Karen Samúelsdóttir, alltaf kölluð Sigga Karen, hefur saumað alls konar búninga síðustu ár og meira að segja haldið námskeið í þjóðbúningasaumi á Akranesi. Og að sjálfsögðu er hún búin að sauma herrabúning á bóndann sinn, Guðjón Sólmundsson, sem er með 44 hnappagötum á jakka og vesti. Húfan er líka á sínum stað. „Þetta tekur tíma, bara að sauma í þetta pils, sem ég er í tekur rúmar sex hundruð vinnustundir. Sumt tekur styttri tíma en allt kostar þetta vinnu,“ segir Sigga Karen. Og þú hefur mikla þolinmæði í þetta? „Já, ætli megi ekki að segja að fólkið mitt hefur líka hellings þolinmæði því ég hef tekið mér tíma til að gera þetta og ég fékk alltaf frið í tvo tíma á dag á meðan ég var að sauma. Þetta gefur mér fyrst og fremst gleði og að læra gamalt handverk því allt er þetta gamalt handverk, sem er verið að vinna upp,“ segir hún. Sigga Karen er algjör snillingur þegar kemur að því að sauma þjóðbúninga. Hún er búin með ellefu og fer nú að byrja á þeim tólfta.Magnús Hlynur Hreiðarsson En eigum við að huga meira af gamla handverkinu að hennar mati? „Já, að sjálfsögðu, þetta er það sem allir eiga að læra. Ef við hugsum okkur konurnar sem voru að sauma með lýsistýru, þær voru ekki með Led ljósin eins og við erum með í dag, og þessi vinna er óskapleg nákvæmnisvinna,“ segir Sigga Karen. Fjölskylda Siggu Karenar fer alltaf í búningana á 17. júní og sjálf fer hún í búning í fermingum og öðrum hátíðlegum tækifærum. En er hún hætt að suma? „Nei, ég á einn eftir, það er kirtilinn,“ segir hún hlægjandi. Sigga Karen að setja klútinn á bónda sinn.Vísir/Magnús Hlynur
Akranes Handverk Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira