Volaða land keppir í Cannes Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2022 13:57 Myndin ber heitið Godland á ensku. Volaða land Kvikmyndin Volaða land, eftir Hlyn Pálmason, hefur verið valin til að keppa á Cannes-kvikmyndahátíðinni í maí. Hátíðin er ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Kvikmyndin fjallar um ungan danskan prest sem ferðast til Íslands undir lok 19. aldar með það að markmiði að reisa kirkju og ljósmynda íbúa eyjunnar. Sérvitur leiðsögumaður leiðir prestinn í gegnum harðneskjulegt landið á hestbaki ásamt hópi heimamanna. Eftir því sem líður á ferðalagið missir presturinn smám saman tökin á veruleikanum, ætlunarverkinu og eigin siðgæði. Heimsfrumsýnd í Cannes Kvikmyndin verður heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni sem fram fer dagana 17. til 28. maí en Hlynur leikstýrði og skrifaði handritið að myndinni. Fyrri verk Hlyns hafa víða unnið til verðlauna. Kvikmyndin Vetrarbræður tók þátt í aðalkeppni Locarno árið 2017 og kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur keppti í Cannes árið 2019. Með aðalhlutverk fara þeir Elliott Crosset Hove og Ingvar E. Sigurðsson. Þá fara Hilmar Guðjónsson, Jacob Hauberg Lohman, Vic Carmen Sonne og Ída Mekkín Hlynsdóttir með aukahlutverk í myndinni. Bíó og sjónvarp Cannes Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Kvikmyndin fjallar um ungan danskan prest sem ferðast til Íslands undir lok 19. aldar með það að markmiði að reisa kirkju og ljósmynda íbúa eyjunnar. Sérvitur leiðsögumaður leiðir prestinn í gegnum harðneskjulegt landið á hestbaki ásamt hópi heimamanna. Eftir því sem líður á ferðalagið missir presturinn smám saman tökin á veruleikanum, ætlunarverkinu og eigin siðgæði. Heimsfrumsýnd í Cannes Kvikmyndin verður heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni sem fram fer dagana 17. til 28. maí en Hlynur leikstýrði og skrifaði handritið að myndinni. Fyrri verk Hlyns hafa víða unnið til verðlauna. Kvikmyndin Vetrarbræður tók þátt í aðalkeppni Locarno árið 2017 og kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur keppti í Cannes árið 2019. Með aðalhlutverk fara þeir Elliott Crosset Hove og Ingvar E. Sigurðsson. Þá fara Hilmar Guðjónsson, Jacob Hauberg Lohman, Vic Carmen Sonne og Ída Mekkín Hlynsdóttir með aukahlutverk í myndinni.
Bíó og sjónvarp Cannes Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira