Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Edda Andrésdóttir segir fréttir klukkan 18:30.
Edda Andrésdóttir segir fréttir klukkan 18:30. Stöð 2

Trúnaðarmaður VR innan Eflingar segir að Sólveig Anna eigi að skammast sín og að búið sé að gengisfella tíu ára starf innan verkalýðshreyfingarinnar með hópuppsögn - sem ekkert samráð hafi verið haft um. Vilhjálmur Birgisson ber fullt traust til Sólveigar Önnu. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Einnig verður rætt við forstjóra Bankasýslunnar um umdeilda sölu á hlut í Íslandsbanka. Hann segist vonsvikinn með hlutabréfakaup starfsmanna ráðgjafafyrirtækja sem feli í sér hagsmunaárekstur. Slíkt framferði líðist ekki erlendis og skaði orðspor fyrirtækjanna.

Þá kynnum við okkur nýja könnun á fylgi flokkanna í borginni, fylgjumst með stöðu mála í Úkraínu og ræðum við sóttvarnalækni sem telur hjarðónæmi náð gegn ómíkrón-afbrigðinu.

Stíf umferð hefur legið úr borginni við upphaf páskafrísins og bílastæðin við Keflavíkurflugvöll eru full – við heyrum í lögreglu um umferðina og verðum í beinni útsendingu frá hátíðarsýningu Listdansskólans sem fagnar sjötíu ára afmæli í ár.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×