Innlent

Miklar tafir á umferð: Tveggja bíla á­rekstur á Vestur­lands­vegi

Árni Sæberg skrifar
Gríðarleg bílaröð hefur myndast á Vesturlandsvegi í átt út úr borginni.
Gríðarleg bílaröð hefur myndast á Vesturlandsvegi í átt út úr borginni. Vísir/Einar

Tveggja bíla árekstur varð á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ rétt fyrir klukkan fimm í dag. Búast má við töfum á umferð.

Tveir bílar rákust saman á nokkrum hraða á Hringtorgi við Skarhólsbraut í Mosfellsbæ rétt fyrir klukkan fimm í dag. Þrír hafa verið fluttir á slysadeild en ekki liggur fyrir að svo stöddu hversu alvarlegir áverkar þeirra eru, að sögn starfsmanns Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.

Vegagerðin varar við töfum á umferð og samkvæmt heimildum fréttastofu er mikil umferðarteppa á leið út úr borginni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.