Innlent

Lilja gagnrýnir söluferli Íslandsbanka og segir ekki koma til greina að selja Landsbankann

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Mikil óánægja er með það hvernig staðið var að sölu hlutar ríkisins í Íslandsbanka á dögunum.
Mikil óánægja er með það hvernig staðið var að sölu hlutar ríkisins í Íslandsbanka á dögunum. Vísir/Vilhelm

Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segist hafa verið mótfallin þeirri ákvörðun að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta og bendir á að ekkert í stöðu þjóðarbúsins hafi kallað á bankasölu nú.

Í samtali við Morgunblaðið segist hún hafa komið þessum sjónarmiðum sínum skýrt á framfæri í aðdraganda útboðsins. 

Lilja segir það hafa verið ljóst í sínum huga að nauðsynlegt væri að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka en að vanda þyrfti til verka, í ljósi hrunsins. Að hennar mati hefði ekki átt að einblína á verð, heldur gæði framtíðareigenda bankans. Önnur leið hafi hinsvegar verið farin og segist hún ekki hissa á gagnrýninni sem sú leið hefur hlotið síðustu daga. 

„Miðað við aðstæður og umræðuna nú tel ég að hægja verði á einka­væðing­unni. Í mín­um huga er líka al­veg ljóst að Lands­bank­inn skuli vera áfram í eigu þjóðar­inn­ar. Sala á hon­um kem­ur ekki til greina,“ segir Lilja.

Lilja segir einnig í samtali við blaðið að ábyrgðinni sé ekki hægt að skella alfarið á stjórnendur Bankasýslunnar; ábyrgðin hljóti að liggja hjá þeim stjórnmálamönnum sem tóku ákvörðun í málinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×