Innlent

Alvarlegt umferðarslys á Grindavíkurvegi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá vettvangi slyssins síðdegis í dag.
Frá vettvangi slyssins síðdegis í dag. Gísli Reynisson

Alvarlegt umferðarslys varð á Grindavíkurvegi nærri Seltjörn rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Einn var fluttur slasaður á slysadeild með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Umferð um veginn hefur verið lokað til Grindavíkur en opið er í hina áttina, frá Grindavík að Reykjanesbraut.

Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja er talið að um þriggja bíla árekstur hafi verið að ræða. Fyrst hafi orðið árekstur tveggja fólksbíla og í framhaldinu hafi vöruflutningabíl verið ekið aftan á fólksbílana.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við Vísi að þyrla Gæslunnar hafi verið á æfingu þegar slysið varð. Var ákveðið að fljúga með lækni sem var um borð á vettvang slyssins. Var hann skilinn þar eftir.

Þrír sjúkrabílar frá Brunavörnum Suðurnesja voru sendir á staðinn auk tækjabíls slökkviliðsins.

Upplýsingar um líðan fólks liggja ekki fyrir. Samkvæmt heimildum fréttastofu var mikill fjöldi lögreglubíla á svæðinu um hálf fjögur leytið. 

Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum á fimmta tímanum segir að tilkynning um slysið hafi borist klukkan 14:30. Fjölmennt lið viðbragðsaðila hafi farið á vettvang og einn fluttur slasaður af vettvangi. Frekari upplýsingar sé ekki hægt að veita.

Fréttin var síðast uppfærð klukkan 16:25.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×