Innlent

Rúm­lega helmingur hlynntur af­glæpa­væðingu vörslu neyslu­skammta

Eiður Þór Árnason skrifar
Fyrsta neyslurýmið á Íslandi var tekið í notkun í mars.
Fyrsta neyslurýmið á Íslandi var tekið í notkun í mars. Rauði krossinn

Rúmlega helmingur Íslendinga er hlynntur afglæpavæðingu vörslu neysluskammta fíkniefna á Íslandi. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar sem framkvæmd var af Prósent þar sem svarendur voru spurðir „Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur)(t) ert þú afglæpavæðingu á vörslu neysluskammta fíkniefna á Íslandi?“

54 prósent þeirra sem tóku afstöðu eru hlynnt afglæpavæðingu á vörslu neysluskammta, 26 prósent sögðust vera andvíg og 20 prósent svöruðu hvorki né.

Prósent

Fólk í aldurshópnum 25 til 34 ára er hlynntara afglæpavæðingu en 45 ára og eldri. Í aldurshópnum 25 til 34 ára eru 64 prósent hlynntir en 17 prósent andvígir. Í samanburði eru 38 prósent í aldurshópnum 65 ára og eldri hlynnt en 39 prósent andvígir. Ekki var marktækur munur eftir kyni.

Netkönnunin var framkvæmd dagana 21. mars til 31. mars síðastliðinn meðal könnunarhóps Prósents. 1.127 svöruðu spurningunni í 2.200 manna úrtaki og var svarhlutfall því 51 prósent.

Prósent



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×