Stefán Teitur var á sínum stað á miðju Silkeborg sem komst nokkuð óvænt yfir gegn Midtjylland í kvöld. Gestirnir leiddu með einu marki gegn engu í hálfleik en í þeim síðari skoruðu heimamenn þrívegis áður en gestirnir minnkuðu muninn í uppbótartíma, lokatölur 3-2 Midtjylland í vil.
Markvörðurinn Elías Rafn handleggsbrotnaði á dögunum og leikur því ekki meira með Midtjylland á leiktíðinni. Liðið er í harðri baráttu við FC Kaupmannahöfn um danska meistaratitilinn en sex stigum munar á liðunum þegar níu umferðir eru eftir.
Silkeborg er með 31 stig í 6. sæti, 20 stigum minna en FC Kaupmannahöfn.
Í sænsku úrvalsdeildinni sátu markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson og framherjinn Sveinn Aron Guðjohnsen á varamannabekk Elfsborg er liðið tapaði 2-0 fyrir Mjällby í fyrstu umferð.
Í norsku B-deildinni byrjaði Íslendingalið Sogndal á 2-0 sigri á Raufoss en fyrsta umferð deildarinnar fór fram í kvöld. Hörður Ingi Gunnarsson og Valdimar Þór Ingimundarson voru í byrjunarliði heimamanna og Jónatan Ingi Jónsson kom inn af bekknum undir lok leiks.
Þá var Bjarni Antonsson í byrjunarliði Start sem vann 5-1 sigur á Åsane í sömu deild.